Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 31

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 31
2. Rýmið aftur i er fremur takmarkað. Takið eftir smekklegum frágangi á afturstuðara cg púststút. 3. Þarna undir snúrum, rörum og allrahanda leiðslum er hjartað. Ofan á er svo gangráðurinn, fagurrauður að lit. Ólíkt fegurra hefði verið að litast þarna um ef ryðvarnarefni Brimborgar hefði verið hreinsað af — og þrifa- legra að ganga um. þegar afgasforþjappan er í gangi. Varnaöarljósum er komiö fyrir ut- an og neðan sjálfs mælaborðsins ásamt nokkrum rofum og eru þau lítt sjáanleg þar. Bíllinn er allur bjartur aö innan, gluggaflöturinn er stór og útsýni til allra átta því góð. Höfuðrými er nægt fyrir flesta meðalmenn, jafn- vel aftur í líka, en því miður er ekki sömu sögu að segja af fóta- rýminu. Reyndar er bókað mál að ef fjórir eða fimm fullvaxnir ætla aö sitja í svo stuttum bíl verður þröngt um leggina á þeim, enda stendur sjálfsagt ekkert annað til hjá kaupendum svona bíla en að hafa tvo stóra frammi í og tvo, þrjá smáa aftur í. Lítiö þýöir þó fyrir þann hóp að ætla í langferð án toppgrindar því að skottiö rúmar ekki öllu meira en tvær ferðatöskur. Galli þótti mér hve handföngin voru laus innan á hurðunum. Ef fast var togað í þau virtist manni sem hurðarspjaldiö og allt gumsið þar fyrir innan væri á leiöinni en ekki hurðin sjálf og er aldrei að vita hvernig það fer í roki. Stór kostur þótti mér að hafa sóllúguna en auk þess sem hún gerir sólþyrstum kleift að gernýta hvern einasta sólargeisla sem nið- ur fellur virkar hún sem fyrirtaks loftræstitæki. Loks má geta þess að sumir óvandaðir hafa tekið þetta sem ruslalúgu en hugga má sig við það að dyggðum prýtt fljóð eins og stjarna Hollywood myndi aldrei gera slíkt. Að aka Daihatsu turbo í gang eins og klukka. Hæga- gangurinn var stilltur allt of hægt og því nötraöi bíllinn eins og hinn versti kynertir. Kúplingin var mjög neðarlega og bensíngjöfin lauflétt þannig að óvanur prófar- inn átti mjög auðvelt með að drepa á bílnum. Hið síöarnefnda var ennfremur óþægilegt í rólegri bæjarumferð, til dæmis á rólegri ferö niður Laugaveginn, þó að búiö væri að venjast kúplingunni því að það er svo voðalega þreyt- andi að þurfa að halda bensín- fætinum uppi í nákvæmlega sömu stöðunni svo mínútum skiptir. Nú, stýrið er létt og næmt og er bíllinn því snúningalipur með af- brigðum. Að halda um gírskiptinn er nokkuð gott, reyndar gúmmí- legt, en þykir ekki lengur tiltöku- mál og er því fellt niður sem mín- us. Önnur stjómtæki liggja vel við; þurrkur, stefnuljós og ljósa- rofar alveg eins og best veröur á kosið og stýrið spiUir ekki sýn yfir mælaboröiö. Sæti voru hæfilega stíf og veittu rétt þokkalegan hliðarstuðning. Viðbragðið upp úr fyrstu gírun- um er geysilega gott, bíllinn rífur sig hreinlega áfram og er á svip- stundu kominn upp að hraðamörk- um. Við erfiðar aðstæður tók það bílinn eitthvaö um 12—13 sekúndur að ná hundraðinu og hlýtur það bara að teljast skrambi gott af svo litlum bíl. Einnig bætti hann vel við sig uppi í gírunum í akstri, var sirka 5 sekúndur úr 80 í 100 í 4. gír og tók sér sama tíma í að fara úr 70 í 100 í þeim 3.1 fimmta gírnum hélt hann mjög stöðugri ferö en þurfti að sjálfsögðu hjálpar fjórða gírsins við ef um framúrakstur var að ræða. Vonbrigðum olli hve skiptingin var óviss. I látum vissi maður aldrei hvaða gír maöur hefði nú hitt á, ef maöur var þá svo heppinn aö koma bílnum í gír. Þetta er synd því að með öruggum skipti hefði bíllinn verið unaðslega skemmtilegur í hörðum og krefj- andi akstri. Það er nefnilega hægt að svínkeyra þessa bíla með tals- verðu öryggi. Fjöðrunin er nokkuð slaglöng, í það mýksta fyrir minn smekk, en tekur hraðahindranir og annan ófögnuð upp í sig með lítilli fyrirhöfn, engar skipahreyf- ingar eða læti. Á malarvegi var bíllinn eölilega nokkuö laus í rás- inni, helst var það þó afturendinn, enda gapandi tómur, en að öðru leyti var malarakstur nokkuð vel framkvæmanlegur. Hemlar voru með ágætum en óþarflega hátt þótti mér heyrast í þeim. Einn slæmur löstur á bílnum kom í ljós við bæði hraðan mal- biksakstur og malarkeyrslu. Þannig er þaö að oft myndast sog öðrum megin við bíla ef þeim er ekið meö vind á hlið. Eftir því sem ferðin eykst ágerist sogið og í kringum 100 kílómetra hraða (fer þó eftir vindstyrk) náði það að sveigja út efri hluta hurðarinnar (gluggastykkið) og við það hvein og söng í bílnum. Og ég er ekki bú- inn. Á grófum malarvegi hrein- lega skrölti hurðin í umgjörðinni. Þetta tvennt sýnir að styrk hurðanna og umgjarða þeirra er ábótavant. Umgangur um bílinn einkennist eðlilega af smæð hans en samt er þó nokkuð létt að smeygja sér und- ir stýri, léttara en í sumum stærri bílum, en alltaf er jafnerfitt aö fara aftur í þriggja dyra smábíla. Hægt er að leggja niður aftursætið og myndast þá þokkalegt flutningarými. Afturhleri og bensínlok eru opnuð með tveim litlum handföngum vinstra megin og neðan viö bíl- stjórasætið og reyndist erfitt að henda reiður á þeim til að byrja með en það venst áreiðanlega við notkun. Betra hefði mér þótt að hafa handfang á afturhleranum en til að opna hann þurfti að smeygja fingrunum undir hlerann sjálfan. Frammi í húddi var allt eins og við var að búast og að auki var þar lítil og sæt forþjappa sem Daihatsufólki hefur dottið í hug að mála fagurrauða, sem og ventla- lokið. Þetta er alls ekki svo vit- laust og hefði meira að segja verið ansi smekklegt ef starfsmönnum Brimborgar hefði dottið í hug að þrífa ryðvarnarefniö, sem þeir nota, úr vélarrýminu. Þetta sama þrifaleysi veldur því að ekki er hægt að taka á olíukvarðanum (sem reyndar er komið fyrir á milli leiðslna og fullneðarlega fyr- ir minn smekk) án þess að fá þennan óþverra á fingurna. Botn bílsins er nokkuð sléttur og felldur. Neðsti punktur virðist mér bitinn milli afturhjóla en lítill skaði er skeður þótt eitthvað rek- ist í hann. Öllu verra er það undir vélinni þar sem bæði gírkassi og botn vélar blasa við vegi og ein- ungis lítill burðarbiti er til varnar. Þetta þyrfti að lagfæra áður en haldið er út á vegi, allavega slæma vegi. Að lokum: Daihatsu Charade Turbo er fínn bíll til síns brúks. Hans brúk er bæjarakstur og getur sá akst- ur veriö skuggalega hraður. Gott útlit hans spillir ekki og sól- lúgan er algert „must” fyrir þá sem ætla í töffaraleik. Fyrir þetta verður samt aö borga, verðið er tæplega hálf milljón og verður hver og einn að gera það upp við sig sjálfur hvað hann telur borg- andi fyrir sportlegan smábíl. Daihatsu Charade Turbo er alltént pottþéttur bíll fyrir klassapíur — eins og til dæmis ungfrú Holly- wood. 31. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.