Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 50

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 50
tímans og þau gætu ^horfið aftur til sumarsins yndislega áður en hún varð ólétt síðast. Ef hún hefði bara valið aðra auglýsingastofu. auglýsingastofan hefði sara ekki sent þennan hjóna- djöful til að vinna verkefnið fyrir de Chazalle. Ef hún sjálf væri bara grennri, hærri, yngri, meira töfrandi. Ef Charles gæti bara séð það sama við hana og áður! “jálfstraust hennar rauk út í veður og vind. Hún gekk til skiptis í óspennandi fötum, sem gerðu hana gamla, og í afkáralegum fötum *sem klæddu hana alls ekki. Sölukonan, sem hún skipti við, var í öngum sínum og sagði við aðstoðarstúlkuna sína: ,,Ef Madame de Chazalle getur ekki þolað samkeppnina hefði hún ekki átt að giftast svona myndarlegum manni. Það er skammarlegt að horfa upp á viðskiptavin sinn glata virðingu sinni að allri Parísarborg ásjá- andi. Hún ætti að láta greifann kenna á því sama, það er nóg af myndarlegum mönnum í París sem myndu víst þiggja að fá að tína svo þroskaðan ávöxt.” í maí 1963 dvaldi Júdý á herragarðinum yfir helgi til þess að vinna. Þegar hún leit á dapurlegt, vélrænt brosið á Maxín og varð hugsað til síns eigin einmanalega en erilsama lífs þá tók hún skyndilega ákvörðun. Charles var við- skiptavinur hennar en Maxín var vinkona hennar. Júdý valdi augnablikið vandlega og dag- inn eftir, þegar Charles var að aka henni á skrifstofu kampa- vínsfyrirtækisins, sagði Júdý: ,,Ertu ekki glaður yfír því að bæði fyrirtækin ykkar skuli ganga svona vel?” Charles kinkaði kolli annars hugar. ,,Ertu ekki stoltur af þess- um fallegu sonum ykkar?” Aftur kinkaði hann kolli kæruleysislega. , ,Og er Maxín ekki dásam- legur gestgjafí? Vita það ekki allir í Frakklandi?” Aftur kinkaði hann vélrænt kolli. , ,Og hvað heldur þú að hún geti haldið lengi út eins og málum er komið, Charles? Ég held að hún sé alveg komin að því að bugast. Ég veit að fólk skilur nær aldrei í Frakk- landi og að hjónin eiga sér oft lítil ástarævintýri sem ógna aldrei hjónabandi þeirra. En Maxín elskar þig, hún kærir sig ekki um neinn annan karl- mann. Því held ég að hún geti að lokum ekki afborið þetta tvöfalda líf sem hún lifir. Ég ,,Ó, Charles, enginn getur fengið allt sem hann vill. Þú leggur svo mikla hamingju að veði fyrir lítið. Guð má vita hvað hefur komið fyrir þessa al- kunnu ást þína á fjölskyldu, þægindum og peningum! ’ ’ Charles herti takið á stýrinu en sagði ekki neitt. Fyrstu við- brögð hans voru hneykslun yfir því að Júdý skyldi tala við hann um einkamál hans og síðan ofsareiði yfir því að hún skyldi voga sér að gera það. En þegar þau komu að skrifstofunni var Charles þegar farinn að hug- leiða það sem hún hafði sagt, ímynda sér lífíð án Maxín. held að hún fari frá þér og fari að búa í París og vilji heldur missa þig en búa við þennan sársauka. Hugsaðu bara um hvað þú missir þá, Charles.” Júdý gætti sín vel á því að reyna ekki að höfða til góðmennsku Charles heldur til meðfæddrar sjálfsbjargarviðleitni Frans- mannsins. ,,Þú missir þetta auðvelda, þægilega líf, þú missir börnin þín, þú missir húsfreyjuna sem þú ert svo stoltur af og sem skiptir fyrir- tæki þitt svo miklu máli. Og hvað færðu í staðinn? Þessa út- smognu, litlu auglýsingastofu- belju og fyrstu gráðu hneyksli.’ údy sneri sér að hon- um. Charles var ævareiður en þögull og einbeitti sér að veg- inum fyrir framan. Hún hélt áfram: Viku eftir að Júdý fór sat Maxín við hvíta, mynstraða smlðajárnsborðið undir kopar- litu beykitrénu fyrir framan veröndina. Hún var að horfa á hinn átta ára gamla Gérard sem var að byggja úr gulum og appelsínugulum kubbum fyrir Alexander, tveggja ára, í gras- inu. Maxín var í makindum að athuga gestalistann íyrir mikið samkvæmi sem þau ætluðu að hafa til þess að halda upp á fyrstu góðu uppskeru kampa- vínsræktunarinnar sem nú hafði verið færð í nútímalegt horf. CP ^^kyndilega birtist Charles á veröndinni. Maxín leit upp. Það var einkennilegt að sjá hann á þessum tíma dags. Allt í einu gekk Charles í áttina til hennar. Líf hennar virtist skyndilega ganga á hægum hraða. Hann var mjög ákveðinn á svipinn. Hún beið og hjartað ham- aðist í brjóstinu á henni. Þegar hann kom að konu sinni beygði hann sig niður og kyssti hana á eyrað. Eins og hann gerði alltaf einu sinni. Maxín sneri sér snöggt við og leit í augun á honum. Þegar hún sá svipinn á honum varð hún máttvana af von og gleði. Síðan stökk hún á fætur og í faðm hans um leið og stóllinn hennar skall aftur á bak á jörð- ina. Charles þrýsti Maxín fast upp að sér. Síðan beygði hann sig yfir öxlina á henni, tók upp pennann og strikaði nafn de Fortuny út af listanum. Maxln tók í höndina á honum og kyssti hana. Hún gat ekki sleppt henni. Nokkru seinna lá Maxín aftur á bak á rúminu sínu. Þykka, ljósa hárið flæddi yfir bláa silkiteppið. Það hafði ekki verið sami brjálaði ofsinn og þegar þau elskuðust í fyrsta sinn. Það hafði verið betra, nautnafjll ástarsmnd sem þau höfðu átt saman og Charles hafði með þessu beðist þögull- ar fyrirgefningar og Maxín hafði gefið honum þögult svar þess efnis að ekkert skipti máli nema það sem gerðist nú. Charles muldraði: „Farðu undir koddann.” Maxxn þreif- aði undir rjómahvítt blúndu- koddaverið og dró fram litla, rauða öskju. ,,Hún er frá Cartier! En ég á ekki afmæli!” , ,Nei, þetta er ekki afmælis- gjöf. Þetta á að vara að eilífu,” svaraði Charles og var skömmustulegur. í litlu flauelsöskjunni var hringur settur skornum demöntum. ,,Þú hefur haft réttu stærðina á fingrinum,” hróp- aði Maxín. Charles tók hana í fangið og tautaði ástarorð í eyr- að á henni. , ,Þú ert ekki eini fjölskyldu- meðlimurinn sem getur sitt af hverju,” sagði Charles. Og hann brosti til hennar — alveg eins og þegar þau höfðu elskast í fyrsta sinn. 50 Vikan 31. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.