Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 27
fæddir eru á þessum degi, geta huggað sig við þaö að börnin þeirra verða oftast nær fööur- betrungar. Heilsufarið Líkamleg heilsa hjá afmælis- börnunum er óaðfinnanleg en and- leg heilsa þeirra er stundum í veikbyggðara lagi. Mikilvægt er að menn reyni sem mest að láta ekki skapið hlaupa með sig í gönur. Happatölurnar eru bæði 1 og 2. 3. ÁGÚST Skapferlið Hreinskilnin situr í fyrirrúmi hjá því fólki sem fætt er í dag. Það vill alltaf koma til dyranna eins og það er klætt og hræsni og yfir- drepsskapur er þessu fólki víðs fjarri. Afmælisbörnin vilja sem sagt hafa allt á hreinu og láta oft uppi skoðanir sínar sem koma við kaunin á öðru fólki. Þetta atriði veldur oft óvinsældum hjá afmælisbörnunum en þeir sem setja þau á svartan lista hafa sjálfir oft óhreint mjöl í poka- horninu. Lífsstarfið Afmælisbörnin afla sér oftast haldgóðrar menntunar sem á eftir aö nýtast þeim vel í starfi. Algengt er að þau taki háskólapróf og velji sér lífsstarf sem krefst mikillar menntunar. Þessi menntaáhugi er stundum túlkaður sem mennta- hroki og er þar um einn mis- skilninginn að ræða. Ástalífið Því hefur stundum verið fleygt að þetta fólk sé með háskólagráðu í rúmfræði, svo vel virðist það vera aö sér í ástalífinu. Ekki skal fullyrt nokkuð um þaö en það er víst að ástarguðinn á ekki dyggari stuðningsmenn en þá sem fæddir eru á þessum degi. Oft er það svo að þetta fólk gengur alls ekki í hjónaband en lifir þó.ekki neinu klausturlífi. Ef fólk þetta gengur í hjónaband verður sambúðin slétt og felld svo það minnir helst á lognmollu. Börnin verða sjaldnast fleiri en tvö. Heilsufarið Heilsan er góð en þó þarf afmælisfólkið að gæta sín á að vanrækja ekki hjartaö og blóörásarkerfið. Hamingjutölurnar eru 1 og 3. 4. ÁGÚST Skapferlið Lundarfar afmælisbarnsins minnir oft á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem var fyrir mánuöi. Fólkið, sem fætt er í dag, slær oft á létta strengi allan daginn og gerir allt í því að ekkert spilli fyrir gleöi sinni. Þaö er sem sagt sífellt í hátíðarskapi en í raun og veru veit það sjálft ekki af hverju. Það er grunnt á þunglynd- inu hjá afmælisbarninu þótt alltaf sé reynt aö byrgja það inni sem mest. En dags daglega er lundin létt og það er fyrir mestu. Lífsstarfið Oft er sagt að afmælisbörnin fari syngjandi í gegnum lífiö og það gildir líka um atvinnulífið. Þessu fólki virðist standa algjör- lega á sama hvar þaö vinnur og hvað það vinnur lengi á hverjum vinnustað. Hins vegar er þetta fólk ágætisvinnukraftur þótt þaö stansi stutt á hverjum stað í einu. Þaö er þess vegna erfitt aö henda reiöur á einhverju sérstöku ævi- starfi en vinsældirnar á meðal vinnufélaganna eru ótvíræðar. Ástalífið Maður dagsins sprangar á milli viðkomustaðanna á ástarbrautinni. Hann stansar aldrei lengi á sama stað heldur lætur gamminn geisa áfram. Margir reyna aö bregöa fyrir hann fæti og leggja fyrir hann tálsnörur. En maður dagsins er háll eins og áll og smýgur úr greipum allra þangað til ... Hjónabandið verður hamingju- ríkt. Heilsufarið Fólk, sem er fætt á þessum degi, er yfirleitt stálhraust en karl- mennirnir, sem fæddir eru í dag, verða að passa vel upp á hjartaö og spaðann. Happatalan er6. 5. ÁGÚST Skapferlið Ef líkja má fólkinu frá því í gær viö þjóðhátíðardag Bandaríkj- anna má segja að afmælisbörn söm, léttlynd og lausbeisluð. Þetta er kannski ýkt mynd af fólki dagsins en þó er það staðreynd að margir eru óvenjukærulausir og láta allt reka á reiðanum. Samt er þetta fólk ágætisfólk að mörgu leyti og góðir vinir vina sinna. En vegna þess að afmælisbörnin taka ekki lífshlaupið nógu föstum tökum verða þau stundum undir í lífsbaráttunni. Lífsstarfið Mönnum dagsins gengur illa að festa hugann við eitthvert eitt ákveðið ævistarf. í starfi gengur þessu fólki upp og ofan. Það vill leggja sig fram enda hefur það alla hæfileika til að vegna vel í starfi. En kæruleysið veröur mönnum oft aö falli á vinnu- staðnum. Ástalífið Margir gætu haldið af þessari lýsingu að afmælisbörnin „parkeri” hvar sem er á ástar- brautinni. Raunin er hins vegar sú aö þó aö þau séu opin fyrir hinu kyninu þá binda þau ekki trúss sitt við hvern sem er. Fólk dagsins gengur yfirleitt snemma í hjóna- band á ævinni og sambúðin verður hnökralaus. Heilsufarið Heilsufarið er eins og hjá fíl með hestaheilsu, sem sagt óaðfinnan- leg. Fólk, sem á afmæli í dag, nær líka oftast háum aldri án þess þó að ganga í barndóm. Heillatölurnar eru 2 og 5. 6. ÁGÚST Skapferlið Þeir sem fæddir eru í dag eru miklir skapmenn. Samt eru þeir léttlyndir dags daglega. En ef þeir finna að ekki er fariö með rétt mál eða þeim finnst fólk sýna óréttlæti þá bregðast þeir ókvæða við og sýna tennurnar. Þetta gerir afmælisbörnin oft á tíðum óvinsæl en þau láta ekkert hagga sinni réttlætiskennd. Menn dagsins hafa gáfur sem eru vel yfir meöal- lagi og eru alltaf reiðubúnir að miðla öðrum úr viskubrunni sínum. Lífsstarfið Afmælisfólkiö hefur hæfileika á ýmsum sviðum og er alltaf reiðu- búið að þroska þessa hæfileika. Þess vegna vill þaö ekki rígbinda sig við ákveðið ævistarf heldur skipta um starf og umhverfi sinnum á ævinni. dagsins í dag séu eins og verslunarmannahelgin: óreglu- nokkrum Örlögin valda því hins vegar að fólk fær ekki að leika lausum hala langt fram eftir ævinni heldur verður það að negla sig niður við ákveöiö starf. Ástalífið Afmælisbörnin hafa ótvíræða hæfileika til að laða að sér hitt kynið. Kynni við hitt kynið hefjast snemma á ævinni en þau veröa oft stutt og snubbótt án þess þó að um nokkur illindi sé að ræða. Heilsufarið Heilsufarið er veikur punktur hjá afmælisbörnunum, einkum hjá konum. Einu ráðin, sem hægt er að gefa, eru þau að fólk passi vel upp á útlínurnar og drekki frekarvatn en vín. Heillatölurnar eru 1 og 6. 7. ÁGÚST Skapferlið Maður dagsins er fljótur að kynnast bæði nýjum hugmyndum og persónum. Hann er vinsæll af alþýðu manna og kemur sér alls staöar vel. Hann lætur fátt koma sér úr jafnvægi og tekur á vanda- málunum af rósemi og festu. Þaö eina sem hægt er að setja út á hann er að hann sé of ýtinn, sumir segja frekur. En þá er hann í raun og veru aðeins aö berjast fyrir sér og sínum og það er ekkert annað en gott um það að segja. Lífsstarfið Fólkið, sem fætt er í dag, býr yfir óvenjumiklum hæfileikum. Það býr til dæmis yfir stórkost- legum listrænum eiginleikum sem mikilvægt er að fái að njóta sín. Ævistarfið er oftast á listasviðinu eða störfum sem tengjast á einhvern hátt listum. Ástalífið Menn koma ekki að tómum kofunum þegar hitt kyniö ber á góma hjá afmælisbörnunum. Þau fá snemma áhuga á nánum kynnum viö hitt kynið og stundum er afsprengi æskuástarinnar komið í forskóla þegar afmælis- barnið setur upp stúdentshúfuna. Hjónabandið verður langlíft og stórslysalaust en almennur áhugi á hinu kyninu hverfur ekki fyrr en menn berja nestiö. Heilsufarið Ekkert er hægt að setja út á heilsufarið. Einstaka afmælisbarn á þó í erfiðleikum með meltinguna og meltingarfærin. Heillatölur afmælisbarnsins eru 1 og7. 31. tbl. Víkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.