Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.02.1986, Side 16

Vikan - 06.02.1986, Side 16
dóttur. — Er Steinunn að gera grín að trúuðu fólki? ,,Nei, einmitt ekki, þó ég sé ekki trúuð sjálf þá ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem er trúað. Ég fer með bænir með stelpunni minni ef hún biður mig urh það þótt það sé aðallega amman sem sér um bænahald heimilisins." — Eru þetta vinir og kunningjar sem þú skrifar um? ,,Nei, aldrei. Þegar fólk er að finna fyrirmyndir i verkum hjá mér og heldur jafnvel að ég sé að skrifa um það þá er það vegna þess að það er svo fjarlægt venjulegu fólki að spinna eitthvað upp. Já, ég verð að leyfa mér að segja þetta," bætir Steinunn við hugsandi og hlær á eftir. ,,Ég tek ekki persónur úr minni eigin reynslu, ég spinn upp hluti og persónur sem ég hef ekki upplifað sjálf. En auðvitað getur fólk komið til mín og sagst þekkja einhvern. Vinkona min kom einu sinni bál- reið til mín og hélt sig vera mjög neikvæðan karakter í sögu hjá mér en þá var brandarinn sá að ég hafði tekið nokkrar neikvæðar hliðar hjá sjálfri mér og ýkt þær dálitið. Ég þarf alls ekki að hafa upplifað hluti sjálf til að geta skrifað um þá. Ég er i sjálfu sér ekki ævintýragjörn manneskja og ég er ekki ein af þeim sem finnst þeir þurfa að prófa allt. Það er bara svo margt sem maður getur ekki prófað, ég gæti til dæmis aldrei orðið Pólverji hversu mikið sem mig langaði til þess. En ástæðan fyrir því að ég sækist ekki eftir allri reynslu sem ég get aflað mér er sú að mér finnst ég alveg geta imyndað mér hvernig hún er og þarf þá ekkert að athuga málið." Mest skemmt þegar leikrit- inu er hrósað á fölskum forsendum — Þeir eru til sem sögðu eftir leikritið: Og ég sem hafði svo mikið álit á henni Steinunni. Rithöfundurinn hlær hátt og lengi. ,,Þetta er voðalega skritið, sumir hafa mikið gagnrýnt þetta verk og ekki allir jafnhrifnir. En margir sem ég tek mikið mark á eru stórhrifnir. En, veistu, þetta hefur eiginlega engin áhrif á mig, þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Mér datt sjálfri aldrei i hug að fólk yrði hneykslað. Annars var verkið náttúrlega aldrei hugsað sem neitt jólaleikrit. Ég skrifaði fyrsta uppkastið að Bleikum slaufum árið 1981 og síðan hefur þetta gengið i gegnum margar siur og satt að segja skammast ég mín fyrir allan þann tíma sem ég hef eytt i þetta fjörutiu og fimm minutna verk. Eg vann það þó eftir bestu samvisku, en nu er ég bara komin svo langt frá því að áhuginn er ósköp lítill. En það er eins og það sem máli skiptir fari oft svo mikið fram hjá fólki, bæði i lifinu og þá i leikriti eins og þessu. Ef fólk tekur svona sögu bókstaf- lega er ekki von á góðu, þvi hún er auðvitað dálitið absúrd. Það að hanga í athöfninni sjálfri, þegar konan næstum nauðgar manninum á borðinu, er ekki þaö sem skiptir máli heldur það að það er ekki nóg með að kona mannsins sé ólétt heldur er hún nýbúin að gefa hinni fjárfúlgu og þetta eru þakkirn- ar. Nú, ef ég hefði ekki notað morðið hefði þetta orðið allt annað leikrit. En mér er mest skemmt þegar leikritinu er hrósað á fölskum forsendum, þá kemur upp í mér púkinn og ég hlæ dátt. Að tala um að hér sé á ferðinni þörf hugvekja um áfengisbölið, það finnst mér mjög fyndið." — Hverju ertu að koma á framfæri? „Þetta er bara saga, nokkurs konar óður til bjart- sýninnar og lífsins. Við getum sagt að eitt þemað sé að sýna að góðverk geta lika leitt af sér eitthvað slæmt og eins er ég að fjalla um það þegar fólk tek- ur upp á þvi að gera eitthvað sem ekki beinlinis passar inn i lifsmunstrið, en það virðist oft rugla kerfið. Svo er ég líka bara að sýna aðstæður og ýkja hlutina dálítið. Ef það fer fram hjá fólki þá fer þetta fyrir ofan garð og neðan. Ég hlustaði á morgunútvarpið daginn eftir að leikritið var flutt. Þar var fjallað um það í símatima og viðbrögðin voru allt frá þvi að vera göfugasta verk og niður i það að vera soralegt. Annars finnst mér voða hlægilegt að öll þjóðin svo að segja sé undirlögð vegna eins jólaleikrits, en það er um leið ekki hægt að kvarta yfir að ekki sé tekið eftir manni." Fólk er alltaf aö éta ein- hverja súrmjólk — Þú ert sem sagt ekkert að fara illa með fólk? ,,Nei, en ef ég er að fara illa með eitthvert fólk þá hef ég fullt leyfi til þess vegna þess að ég á það. Ég viðurkenni að mín sýn á lifið byggist náttúrlega mikið á þvi að mér finnst að það viðgangist mikil vitleysa. Og ég held svei mér þá að i íslensku þjóð- félagi viðgangist ennþá meiri vitleysa en annars staðar. Ef við tökum bara hvað fólk hér gerir flott i kringum sig en síðan fer ekki fram neitt mannlif i þessum húsakynnum. Fólk eyðir svo miklum pen- ingum i að koma sér þaki yfir höfuðið að það hefur ekki efni á að bjóða neinum heim, svo ekki sé nú talað um þann tima sem fer í þetta. Gott líf felst á vissan hátt i þvi að umgangast vini sina, éta og drekka og hafa það huggulegt. Nei, fólk hér lifir miklu meinlætalífi að þessu leyti, það er alltaf að éta einhverja súrmjólk. Svo finnst mér islendingar á vissan hátt mjög frumstæðir. Taktu hugmyndafræðina um annað lif. Samkvæmt þessum heimatilbúna spiritisma þá er allt fyrir handan nákvæmlega eins og hérna megin, bara meira af hunangi og hljóðfæraslætti. Og nákvæmlega sömu vandamál eftir dauðann. Það fréttist af einum á miðilsfundi sem var i vandræðum með að fá lóð fyrir handan. Skrítið að Halldór Laxness skyldi ekki ganga af þessu spirit- ismabulli dauðu með miðilsfundakaflanum í Heimsljósi, það er einhver fyndnasta paródia sem ég hef lesið í samanlögðum bókmenntunum." Hvernig helduröu að það sé að hafa Shakespeare og Dostojevski uppi í hillu og vera svo að puða sjálf- ur? Eftir allt tal um súrmjólk og lifsviðhorf islendinga stingur Steinunn upp á að við fáum okkur að borða. Yfir kaffi, kleinum, síld og laxi höldum við afram að ræða gagnrýni. , ,Mér leiðist dónaleg gagnrýni þótt hún sé leiðin- legust fyrir þann sem gagnrýnir. Það er nefnilega visst varnarleysi hjá gagnrýnanda að bregða fyrir sig dónaskap. En umfjöllun um það sem maður er að gera er nauðsynlegt, hvort heldur það eru skammir eða hrós." - Einhver minntist á að þú hlytir að hafa mikið sjálfsálit að láta frá þér hluti sem er fyrirfram vitað að verða umdeildir. ,,Eg tek þessu nú sem hrósyrði, að þora að setja á blað það sem manni dettur í hug. Það er nú skil- yrði númer eitt til að geta búið eitthvað til, að hafa hugrekki. Ég sjálf upplifi þetta ekki sem neitt hug- rekki en sé það náttúrlega á þvi hvernig fólk bregst við. Og þetta með sjálfsálitið, það felst náttúrlega einhver algjör hroki i þvi að vera að skrifa bækur og ætlast til að aðrir hafi gaman af að lesa þær. Þar er komin einhvers konar yfirlýsing um að maður hafi eitthvað fram að færa. Eg held svo aftur að þeir timar komi hjá flestum rithöfundum'að þeir fyllist vanmáttarkennd. Hvernig heldurðu að það sé að hafa Shakespeare og Dostojevski uppi i hillu og vera svo að puða sjálfur? Ég skil mjög vel einn góðan heimspeking sem ég heimsótti einu sinni. Hann var með skrifstofu sina fulla af bókum en sagðist aldrei vinna inni hjá þessum hræðilegu mönnum, Kant og Heidegger, heldur eiga sér gal- tómt aukaherbergi." Ég get ekki ímyndað mér þann sérvitring sem vildi skipta við mig — Þegar ég var að reyna að ná i þig fyrir þetta viðtal og þu svaraðir i sima um miðjan morgun, þegar flestir eru mættir til vinnu úti i bæ, sá ég fyrir mér rithöfundinn sem fer á fætur þegar honum synist — nokkurs konar lúxuslif? ,,Það sem er dásamlegt við þetta starf er auðvit- að það að maður ræður sinum vinnutima sjálfur. En ég verð lika að borga þennan luxus dýru verði. Einveran hentar mér mjög illa þótt ég hafi fengið ágæta þjálfun i henni. Mér finnst afskaplega gaman að umgangast fólk en ég verð að gjöra svo vel að neita mér um það i minni vinnu. Þar ofan á bætist að ég er einhleyp. Barnið mitt er að visu mjög skemmtilegt en kemur ekki i staðinn fyrir full- orðna manneskju. En það er alveg útilokað fyrir mig að ætla að hafa sama lífsgæðastandard og margir aðrir á meðan ég er i þessari vinnu. Ég kem mér til dæmis aldrei þaki yfir höfuðið með tekjum minum sem rithöfundur. Og ég er svo sem alveg sátt við þetta, þetta er það sem ég hef valið mér og ég get haft árstekjur svona í meðallagi, mikil ósköp. Ég held samt á köflum að þá hljóti þetta að 16 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.