Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.02.1986, Qupperneq 24

Vikan - 06.02.1986, Qupperneq 24
,,EaP* vélarhljóö, sem viö '^eyrum ekkert athugavert við, þarf ekki örugglega aö þyöa að ekkert sé aö vélinni. Hún getur veriö orðin slitin og þjappað ;illa þó okkur heyrist 'gangurinn góður " — , Í rrfif fiS 1? -a Wmmw'tm Allan þennan tíma hlustum við eftir sérhverju óvenjulegu hljóði. Ef við getum ekki fundið hvaðan það kemur og sætt okkur við orsökina er full ástæða til að endurskoða bilakaupin eins og þau leggja sig. Fylgjumst líka með þvi í speglinum hvort óeðlilegur reykur kemur úr púströrinu. Er nokkur leki? Þegar aftur kemur úr reynsluakstrinum reynum við að stöðva bilinn á láréttum stað, helst bundnu slitlagi og tiltölulega hreinu, og drepa þar á honum. Meðal annarra orða — virkar ekki handbremsan? Svo förum við út og stingum fingri í púströrið. Ef óhreinindin eru fitukennd eða gúmmikennd eru líkur til aö bíllinn brenni olíu. Eigi hann ekki að gera það er enn tími til að hætta við kaupin. Hafi hæstvirtur tilvonandi kaupandi ekki gert það ennþá er nú kominn tími til að skoða dekkin. Helst eiga þau ekki að vera slitin (frá sjónarmiði kaupandans), en ef þau eru slitin eiga þau að vera jafnslitin yfir allan flötinn. Séu þau mest slitin á jöðrunum og álika beggja megin þýðir það að þeim hefur lengi verið ekið með of litlu lofti, á sama hátt og mest slit á miðjunni þýðir að of mikill loft- þrýstingur hefur verið i þeim. Séu framdekk slitin aðallega á öðrum hvorum jaðrinum þýðir það kol- ranga framhjólastillingu, sem fyrir utan svívirðilegt dekkjaslit þýðir að billinn er miklu verri í stýri en hann þyrfti að vera. Ekki er víst að eitthvað sé að framhjólabúnaði annað en vanstilling, en ef svo er gæti það kostaö allt upp I dýra viðgerð. Sé eitthvað verulega að dempurum hefur það líklega komið fram I prufuakstrinum. Til öryggis má athuga demparana með því að rugga hverju horni fyrir sig rösklega upp og niður. Ef það heldur áfram oftar en tvisvar (hámark) þegar sleppt er þýðir það ónýtan dempara á viðkomandi horni. Það er þó ekki afskaplega dýr viðgerð. Hitt er svo annað mál að vondir demparar eru hættulegir og borgar sig að skipta um strax. Nú erum við búin að dútla dálitla stund kringum bilinn eftir að reynsluakstri lauk. Ökum honum nú eina bíllengd áfram (eða aftur- ábak, eftir atvikum). Er nýr leki á planinu þar sem hann stóð. Ekki svo? Alveg viss? Gott var nú það. Svona til öryggis í lokin biðjum við einhvern (seljandann) að aka bilnum i áttina frá okkur. Á meðan sitjum við á hækjum okkar og reynum að gera okkur grein fyrir tvennu: að afturhjólin fylgi framhjólunum nákvæmlega (billinn sé ekki skakk- ur, aki ekki út á hlið) og ekki sé kast á neinu hjóli. Ef kast er á einhverju hjólinu má prófa að skipta um og setja varahjólið þar á (meðal annarra orða, hvernig er varadekkið slitið? Það er venjulega dekk sem búið er að vera lengi undir bílnum). Ef kast er á því líka er veruleg skekkja i dæminu, sem þarf nánari athugunar við. Annars er það bara skæld felga sem auðvelt er i flestum tilvikum að bæta sér á næstu partasölu. Þegar bíllinn kemur til baka látum við hann aka hægt fram hjá okkur og stöndum fyrst öðrum megin, svo hinum megin. Marrar nokkurs staðar í hjólalegu? Hvað segirðu, vinstra afturhjólinu? Taktu af því hjólkoppinn og helltu úr honum sandinum, prófaðu svo aftur. Er það horfið? Datt mér ekki í hug, það var bara sandur i koppnum. Og ekki orö meira um það. Svona undir lokin sakar ekki að líta i skoðunar- vottorðið. Sé billinn orðinn nokkurra ára hefur hann væntanlega farið i gegnum nokkrar skoðanir. Hefur hann fengið minusa í skoðunum? Það bendir til nokkurs kæruleysis eiganda ef þeir hafa verið tiðir. Á sama hátt getur það verið áhyggjuefni ef bíllinn hefur gengið mikið kaupum og sölum. Hvernig stóð á því? Þvi miður er ,,einn eigandi'' svo sem ekki mikil trygging heldur, þó almennt megi búast við betri útkomu úr þvi dæmi, sérstak- lega ef bíllinn er aðeins fárra ára. Gerum tilboð Ef kaupandinn er nú orðinn alvarlega skotinn i bílnum, svo hann hefur annaðhvort ekki fundið gallana eða sætt sig við þá, er að ganga til samn- inga. Tíndu til allt sem þú getur sanngjarnlega fundið að og núðu seljandanum því (kurteislega) um nasir. Gerðu svo tilboð. Lækkaðu verðið eins og þú þorir og/eða útborgun og afborganir. Þetta er tilraunarinnar virði. Kannski færðu gagntilboð sem þú getur gengið að eða gert annað gagntilboð við, eða þér verður einfaldlega hafnað. Þá gerir þú annað tveggja, hækkar þitt tilboð eða ferð að leita þér að öðrum bil. Þegar gengið er frá kaupunum skaltu krefjast þess að fá allt tekið fram á afsali sem þér þykir þurfa — svo sem að seljandi fullyrði að ný kúpling sé í bilnum. Gættu þess líka að nýtt veðbókarvott- orð bilsins liggi frammi við afsal og að ekkert hvíli á bílnum, eða þú lætur taka fram á afsali að veðbókarvottorð liggi ekki frammi, en ef skuld hvíli á honum ábyrgist seljandi hana að öllu leyti. Þetta siðarnefnda er tiðkað nokkuð en er í rauninni ekki góð aðferð. Hiö eina pottþétta er aö fá veðbókar- vottorðið, hreint og klárt. Þú færð afsal og lög- reglutilkynningu — og minnstu þess að meðan þú hefur ekki framvísað tilkynningunni og fengið bil- inn löglega skráðan á þitt nafn er billinn löglega séð eign seljanda — sem þá getur til dæmis veðsett hann út úr höndunum á þér. Eitt verð ég að leggja áherslu á I lokin. Þær leiö- beiningar sem hér hafa verið gefnar eru það sem ég hef lært á tiltölulega löngum bíladelluferli, og ef- laust mætti miklu við bæta. Hins vegar held ég megi fullyrða að hér sé ekkert rangt, þótt alltaf sé matsatriði hve langt menn vilja ganga. Þegar keyptur er notaður bill er aldrei of varlega farið. Að lokum þetta. Látið ekki atvinnumenn i liði bílasala slá ryki í augu ykkar með ómerkilegum staðhæfingum. Einn lagði til dæmis rika áherslu á að selja mér bil, sem ég fann ýmsa ágalla á, á þeirri forsendu að hann væri i eigu frægs rallkappa og bilaáhugamanns. Það skipti engu, í augum bilasal- ans, að rallkappinn hafði ekki átt þennan bil nema fáeina daga eða vikur og aldrei notað hann heldur tekið hann upp i bíl sem hann var að selja. Bilakaup min i þetta sinn enduðu með þvi að ég keypti ann- an bíl á annarri bílasölu tveim mánuðum seinna og hafði í millitiðinni gert tilboð í tvo bíla en verið hafnað. Mér til mikillar ánægju — eftir á séð. 24 Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.