Vikan

Útgáva

Vikan - 06.02.1986, Síða 31

Vikan - 06.02.1986, Síða 31
Vilhjálmur: „Ég held að það sé út af fyrir sig enginn mælikvarði á trú að trúa þeirri stað- hæfingu að Guð sé til." Magnea:..Minn Guð er alkynja. afskiptalítill dags daglega og gæddur rlkri klmnigáfu." IVILHJÁLMUR ÁRNASON „Þetta er ákaflega erííð og viðkvæm spuming, en ef til vill ekki að sama skapi mikilvæg. Stöðugar vangaveltur manna um hana hafa að mínum dómi beint sjónum þeirra frá þvi sem mestu máli skiptir í umræðu um trúmál. Aðalatriðið er að leiða hugann að því hvað það merkir að trúa og draga af því rökréttar ályktanir. Ef við byijum á því að leita svara við því hvort Guð sé til, og teljum að svarið sé úrslitaatriði um trúarlega afstöðu manna, erum við að gefa okkur afar hæpnar forsendur um eðli átrúnaðarog jafnvel um eðli guðdómsins. í þessu tilliti skiptir auðvitað miklu að átta sig á því hvað átt er við með þessari spurningu. Ef við skiljum spuminguna um tilvist Guðs svipuðum skilningi og spurninguna „er líf á öðnun stjörn- um?“ þá erum við að stilla Guði upp sem hverju öðm fyrirbæri í heiminum, óháð okkar eigin lífi eða lífsafstöðu. Ég held að það sé út af fyrir sig enginn mælikvarði á trú að trúa þeirri staðhæfingu að Guð sé til. Það er ekki heldur einhlítur mælikvarði á guðleysi að trúa henni ekki. Kjarninn í boðskap kristninnar varðar grundvall- arafstöðu okkar til lífsins og tilverunnar. Sú afstaða birtist ekki í svömm okkar við þessari spurningu, heldur afhjúpum við hana í verki. Það gerum við ekki bara hvert um sig, heldur einnig sameiginlega, í menningu okkar og samfélagi. Spurningin er því þessi: Breytum við eftir Kristi? Hver er raunvem- leikinn á meðal okkar?“ IMAGNEA J. MATTHL4SDÓTTIR „Það eru ekki ýkja mörg ár síðan ég hefði svarað þessari spumingu neitandi, ekki endilega vegna þess að ég tryði ekki á Guð heldur fremur þess að þá var ekki í tísku að vera trúaður. Samt held ég ekki að ég hafi nokkum tíma í einlægni trúað að Guð væri ekki til eða til vara að Guð væri dauður, eins og margir halda gjarna fram. Minn Guð hefur aftur á móti ævinlega verið persónulegur Guð (eins og ég reyndar held að sé hjá flestum), alkynja, af- skiptalítill dags daglega (en auðvitað almáttugur ef svo ber undir) og gæddur ríkri kímnigáfu. Því skyldi hann/hún/það annars hafa fundið upp (skapað) hringleikahúsið Jörðina og trúðinn Mannkynið? Minn Guð er alltaf nálægur og gott að rabba við hann/hana/það, ræða vandamál sem gjama bregður þá nýju Ijósi á og fá jafnvel smávægilega aðstoð, þó ekki sé nema kraft til að gera hlutina sjálf. Guð ervinurminn. Á hinn bóginn er ekkert sem ég óttast öllu meir en „fanatík" og þá einkanlega í trúarbrögðum og stjómmálum. Ofstækismenn em að mínu viti alltaf hættulegir. Af þeim sökum er ég lítið gefin fyrir að ræða um minn Guð við aðra, hvað þá halda prédik- anir og vonast reyndar til að Guð forði mér frá því. Sem hann/hún/það eflaust gerir héðan í frá sem hingað til.“ Vikan 6. tbl. 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.