Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.02.1986, Qupperneq 46

Vikan - 06.02.1986, Qupperneq 46
HARMLEIKURINN Á MARSDONSETRINU Sakamálasaga eftir Agöthu Christie Ég hafði þurft að skreppa úr bænum I nokkra daga i ýms- um erindagjörðum og þegar ög kom heim aftur hitti ég Poirot þar sem hann var að pakka ofan í litla ferðatösku sem hann notaði gjarnan þegar hann þurfti að fara i stutt ferðalög. „Það er gott að þú komst, Hastings. Ég var hræddur um að þú yrðir of seinn og kæmist ekki með." „Hefurðu fengið möl til meðferðar?" „Já, en mér sýnist það að vísu langt fré því að vera athyglisvert. Northern Union tryggingafélagið bað mig um að grennslast fyrir um dauða herra Maltravers sem líftryggði sig upp é 50 þúsund pund fyrir nokkrum vikum." „EinmKt það," sagði ég fullur éhuga. „Það var auðvitað grein i tryggingarsamningnum þess efnis að tryggingarupphæðin yrði ekki greidd ef tryggingarhafi fyrirfæri sér. Nú, Maltravers fór i læknisskoðun hjá tryggingalækninum eins og lög gera ráð fyrir. Hann reyndist viö hestaheilsu þótt hann væri af léttasta skeiöi. Þrátt fyrir það fannst lik hans skammt frá húsi hans í Essex í fyrradag. Dánarorsökin viröist vera einhvers konar innvortis blæðingar. Það væri i sjálfu sér eðlilegt ef ekki kæmi til orörómur þess efnis að Maltravers ætti í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Northern Union félagið hefur nú aflað sér áreiðanlegra heimilda þess efnis að hann hafi verið nærri gjaldþrota. Þetta breytir stöðunni talsvert. Maltravers var kvongaður ungri og glæsilegri konu og þaö er uppi orörómur um að hann hafi skrapaö saman allt það fé sem hann gat höndum yfir komið, keypt fyrir það llftryggingu og slðan ráöið sér bana. Þetta er, að þvl er sagt er, langt frá þvi að vera óalgengt. Vinur minn, Alfred Wrigth, forstjóri trygginga- félagsins, bað mig um að rannsaka málið en ég sagði honum að ég væri ekki bjartsýnn á árangur. Ef dánarorsök hefði verið hjartaáfall horfði málið allt ööruvisi viö. Sllkt mætti túlka á þann hátt aö læknirinn, sem skoöaði líkið, hefði alls ekki fundið dánarorsökina. Um innvortis blæöingar gegnir öðru máli. Við getum samt sem áður athugað mál- iö. Þú hefur fimm mlnútur til að setja ofan I ferða- tösku og siðan tökum viö leigubíl til lestarstöðvar- innar við Liverpoolstræti.” Um það bil klukkustund síðar stigum við út úr lestinni á litlu brautarstöðinni I Marsdon Leigth. Þar fengum við þær upplýsingar að Marsdonsetr- ið, heimili herra Maltravers, væri I um einnar milu fjarlægð frá brautarstöðinni. Poirot ákvaö aö ganga og viö gengum af stað eftir aðalgötu þorps- ins. „Hefuröu gert hernaðaráætlun?" spurði ég. „Við skulum byrja á því að tala viö lækninn. Það er aðeins einn læknir i Marsdon Leight og hann heitir Ralph Bernard, aha, og hér býr hann.” Hús læknisins stóð lítið eitt frá veginum. Á látúnsplötu á hliðinu stóö nafn hans og starfsheiti. Viö gengum upp garðstiginn og hringdum dyra- bjöllunni. Við vorum heppnir þvi aö við hittum á viötals- tima læknisins og þessa stundina voru ekki neinir sjúklingar hjá honum. Bernard læknir var kominn á efri ár, eilítið boginn í baki og viðkunnanlegur I framkomu. Poirot kynnti sig og útskýröi fyrir lækninum til- ganginn með heimsókn okkar og að trygginga- félögin rannsökuðu ætið nákvæmlega svona til- felli. „Að sjálfsögðu, að sjálfsögðu,” sagði Bernard læknir. „Ég geri ráö fyrir að hann hafi verið auð- ugur maður því að hann var liftryggður fyrir háa fjárupphæö." „Svo þér teljið aö hann hafi veriö auðugur maður?" Læknirinn varð undrandi á svipinn. „Var hann það kannski ekki? Hann átti tvo bila og Marsdon- setrið er ansi dýrt I rekstri þó aö hann hafi I upphafi fengiö þaöfyrir lítið." „Mér skilst að hann hafi orðið fyrir ýmsum fjár- hagslegum áföllum upp á siðkastið," sagöi Poirot og fylgdist vandlega meö viðbrögðum læknisins. Læknirinn hristi höfuöiö mæðulega. „Er það, já? En heppilegt fyrir konuna hans að hann skyldi liftryggja sig. Hún er ákaflega falleg og heillandi ung kona en þessir hræðilegu atburðir hafa komiö henni úr jafnvægi. Hún er ein taugahrúga. Ég reyndi að hlífa henni eftir mætti en samt hlaut hún að verða fyrir verulegu áfalli." „Voruö þér heimilislæknir Maltravers?" „Nei, hreint ekki, ég annaöist hann aldrei." „Hvers vegna?" „Ég held að hann hafi tilheyrt Kristilegu vís- indakirkjunni eða einhverjum ámóta söfnuði." „En þérframkvæmduð likskoðun?" „Að sjálfsögðu, aðstoðargarðyrkjumaðurinn sótti mig." ,,0g það var enginn vafi á dánarorsökinni." „Ekki nokkur, þaö var blóð á vörunum en aðal- blæðingarnar hafa orðið innvortis." „Haföi líkiö ekkert verið hreyft." „Nei, svo hafði ekki verið. Hann hafði verið á fuglaveiðum þvi að hann var með lítinn veiðiriffil með sér. Likið lá i jaðri eins akursins. Þetta hefur áreiðanlega veriö magasár sem hefur skyndilega byrjað aö blæða." „Er nokkur möguleiki á þvi að hann hafi verið skotinn?” „Herra minn. . . " „Afsakið," sagði Poirot auömjúkur, „en mig minnir að nýlega hafi læknir nokkur talið dánaror- sök eins af sjúklingum sinum hjartaslag þar til lög- regluþjónn, sem var viðstaddur likskoðunina, benti honum á að likið væri með skotsár á höfð- inu." „Þér finnið ekki nein skotsár á líki herra Maltravers," sagöi Bernard læknir þurrlega. ,,Ef þaðerekkertfleira. . . " Við skildum fyrr en skall í tönnum. „Þakka yður fyrir að vera svo vinsamlegur að svara spurningum okkar. Meðal annarra orða, líkið var ekki krufið, var það?" spurði Poirot. „Ég taldi ekki nokkra ástæðu til þess. Dánaror- sökin var ótvíræð. Fólk I minni stöðu sér ekki ástæðu til þess að hrella ættingja látins fólks meira en þörf krefur." Því næst skellti læknirinn hurðinni harkalega á eftir okkur. „Jæja, hvernig lýst þér svo á Bernard lækni, Hastings?” sagði Poirot um leið og við gengum I áttina til Marsdonsetursins." „Hálfgerður grasasni." „Mikið rétt, þér skjátlast sjaldan í dómum þín- um um fólk." „Ég gaut á hann augunum en honum virtist 46 Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.