Vikan


Vikan - 06.02.1986, Page 48

Vikan - 06.02.1986, Page 48
maöurinn. „Frændi minn, sem var búsettur i Skot- landi, lést og arfleiddi mig aö dáfrtilli fjárupphæð þannig aö ég taldi öruggara aö fara ekki strax af staö. Ég las um þessa hræðilegu atburði i blöðun- um og flýtti mér hingað til aö athuga hvort ég gæti orðið yður aö einhverju liöi. Viljið þér að ég hjálpi yöur með reksturinn á Marsdonsetrinu fyrstu dag- ana." Um leið og hann sagði þetta síðasta urðu þau okkar vör. Poirot gekk fram og baðst afsökunar á þvi að hafa gleymt stafnum sínum í forstofunni. Frú Maltravers kynnti okkur, hikandi aö þvi er mér sýndist. „Herra Poirot, þetta er Black höfuðsmaður." Við spjölluðum við hann smástund og það dugöi til að Poirot komst að því að hann bjó á Akk- eriskránni. Týndi stafurinn fannst ekki enda var hann ekki til og þess vegna bauð Poirot góða nótt og baöst aftur afsökunar. Viö skunduöum til þorpsins og Poirot fór bein- ustu leið á Akkeriskrána. „Hér munum viö dveljast þar til höfuðsmaöur- inn kemur til baka," útskýrði hann. „Tókstu eftir að ég lagði áherslu á að við værum á leið til London. Þú hélst kannski að ég heföi meint það. Hreint ekki. Tókstu eftir svipnum á frú Maltravers þegar hún sá Black hinn unga. Henni varð mikið um og hann er mjög umhyggjusamur, finnst þér ekki? Svo hann var hér á þriðjudaginn, daginn áður en Maltravers dó. Við verðum að rannsaka gerðir Blacks höfuösmanns, Hastings." Um klukkustund slöar kom höfuösmaðurinn aftur til krárinnar. Poirot gekk í veg fyrir hann, heilsaöi honum og bauð honum upp I herbergið okkar. „Ég hef sagt Black höfuðsmanni frá erindi okk- ar," útskýrði Poirot. „Þérskiljið, höfuðsmaður, aö ég hef mikinn áhuga á þvi að vita um andlegt ástand herra Maltravers áður en hann dó og jafn- framt vil ég ekki ónáða frú Maltravers með óþægi- legum og nærgöngulum spurningum. Þar sem þér dvöldust hér skömmu áöur en þetta gerðist getið þér veitt mér mikilvægar upplýsingar." „Eg sxal gera allt sem eg get til að aðstoða yður," svaraði ungi hermaðurinn, ,,en ég held ég hafi ekki tekið eftir neinu óvenjulegu. Það var nefnilega þannlg aö þótt Maltravers væri gamall fjölskylduvinur þá þekkti ég hann ekki persónu- lege." „Hvenær komuð þór hingað?" „Seinnipart þriðjudags og svo fór ég til London daginn eftir því að skipið, sem ég ætlaði með, átti að fara frá Tilbury klukkan tólf. Ég fékk hins vegar fréttir sem breyttu áætlun minni eins og þér heyrð- uð mig segja frú Maltravers frá." „Ætluðuð þérafturtil Austur-Afríku?" „Já, ég hef dvalist þar síðan í stríðinu, heillandi landsvæði." „Mikið rétt. Um hvað töluðuö þið undir borðum á þriðjudagskvöldið." „Ah, ég man það nú varla. Hitt og þetta. Maltravers vildi fá fréttir af fjölskyldunni og svo ræddum við náttúrlega Þýskalandsmálin. Frú Maltravers spurði siðan um Austur-Afríku og ég sagði henni frá ýmsu sem fyrir mig hefur borið." „Þakka yður fyrir." Poirot var hljóður nokkra stund og sagði siðan: „Ef þér leyfið þá langar mig til að gera smátilraun. Þér hafið sagt okkur allt sem þér munið en nú vil ég reyna að komast að þvi sem þér geymið í undir- meðvitundinni." „Sálgreining?" spurði Black, greinilega hrædd- ur. „Alls ekki," sagði Poirot hughreystandi. „Þetta fer þannig fram aö ég segi eitt orð og þér svarið með þvi orði sem kemur yður fyrst i hug... hvaða orði sem er. Eigum við að byrja?" „Allt í lagi," sagði Black rólega en honum var samt órótt. „Geturðu skrifað þetta allt niður, Hastings," sagði Poirot. Því næst tók hann úr vasa sinum heljarmikið vasaúr og setti það á borðið fyrir framan sig. „Við skulum byrja á dagur." „Nótt." Eftir þvi sem Poirot nefndi fleiri orð komu svörin hraðar. „Nafn." „Staður." „Bernard." „Shaw." „Þriðjudagur." „Kvöldverður." „Ferðalag:" „Skip." „Land." „Uganda." „Saga." „Ljón." „Veiðiriffill." „Bóndabær." „Skot." „Sjálfsmorð." „Fill." „Tennur." „Peningar." „Lögfræðingur." „Þakka yður fyrir, Black höfuðsmaður. Gætuð þér komið aftur til okkar eftir um það bil hálftíma." „Auðvitað." Ungi hermaðurinn leit undirfurðu- lega á Poirot og þerraði svita af enninu. „Og nú liggur þetta allt saman Ijóst fyrir, Hast- ings, er það ekki?" sagði Poirot brosandi um leið og dyrnar lokuðust. „Hvað áttu við?" „Segir orðalistinn þér ekkert?" Ég skoðaði hann vandlega en varð að viður- kenna að ég sá ekki neitt athyglisvert. „Ég skal hjálpa þér. i fyrstu svaraði Black innan eðlilegra timamarka og án alls hiks þannig að við getum dregið þá ályktun að hann hafi engu haft að leyna. Orðinu nótt svarar hann með dagur og nafni með staður. Allt er þetta eðlilegt. Ég byrjaði siðan með Bernard sem hefði rétt eins getað átt við lækninn ef þeir hefðu hist. Svo er þó greinilega ekki. i samræmi við samtal okkar svaraði hann þriðjudagur með kvöldverði og ferðalag með skipi og Uganda þannig að það er greinilega ferðalag hans til Afriku sem hann er að hugsa um en ekki ferðalagið hingað frá London. Sögum svarar hann með Ijóni og visar til Ijónasagna sem hann hefur verið að segja Maltravershjónunum yfir kvöldverðinum. Þegar ég segi hins vegar veiðiriffill þá svarar hann með bóndabær sem er mjög óvænt og þegar ég segi skot svarar hann með sjálfsmorð. Hann er þvi enn að hugsa um sögurnar sem hann var að segja yfir kvöldverðarborðinu. Ég reikna með því að ég verði ekki langt frá hinu sanna i málinu ef ég kalla nú á Black höfuðsmann og bið hann um að endurtaka ákveðna sjálfsmorðssögu sem hann sagði þriðjudagskvöldið í síðustu viku." Black svaraði spurningu Poirots samstundis: „Já, ég sagði þeim sögu af manni sem skaut sig. Hann bjó á bóndabæ í Afriku. Hann skaut sig með veiðiriffli i munninn og kúlan sat föst i heilan- um. Læknarnir urðu mjög undrandi yfir þessu öllu saman þvi að ekkert var að sjá útvortis nema litils- háttar blóð i kringum munninn." „Ég sé að þér eruð að velta þvi fyrir yður hvað þetta snerti Maltravershjónin. Vissuð þér ekki að það lá veiðiriffill við hliðina á liki Maltravers þegar hann fannst?'" „Eigið þér við að sagan mín hafi kveikt hjá honum hugmyndina... en þetta er hræðilegt.” „Hafið ekki áhyggjur af þvi, þetta hefði gerst hvort sem var. Ég verð vist að hringja til London. Poirot talaði óralengi í símann og kom aftur i þungum þönkum. Hann fór einn út seinnipart dagsins og kom aftur rétt fyrir sjö. Hann tilkynnti mér að hann gæti ekki dregið lengur að segja frú Maltravers sannleikann. Ég hafði þegar fulla sam- úð með henni. Að vera skilin eftir gjaldþrota og vita 48 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.