Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 16
LÆKNISVITJUN Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist- bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda, Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynum að sinna öllum. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja. Utanáskriftin er: Læknisvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík VILDI EKKI GEFAFÚKA- LYF SPURNING: Ég fékk kvef um daginn með hita, nefrennsli og hósta. Þegar ég var búinn að vera veikur í 4 daga fór ég til læknis míns. Hann vildi ekki gefa mér nein fúkalyf, sagði að þau verkuðu ekki á svona sjúkdóm. Er þetta rétt? SVAR: Já, þetta er rétt. Kvefsóttir, in- flúensa og flestar hálsbólgur eru af völdum veira sem sýklalyf hafa engin áhrif á. Þessir sjúkdómar batna jafnfljótt hvort sem sýklalyf eru gefin eða ekki. Notkun sýkla- lyfja getur i einstaka tilfellum valdið aukaverkunum og jafnvel stuðlað að endursýkingu af völd- um baktería sem erfitt er að vinna bug á. Grunur leikur á að sýklalyf séu ofnotuð á islandi, að minnsta kosti er notkun þeirra um þriðj- ungi meiri hérlendis heldur en að meðaltali annars staðar á Norður- löndum. Ofnotkun sýklalyfja hefur fyrst og fremst þrennt í för með sér: aukinn kostnað af heilbrigðis- þjónustu, auknar líkur á aukaverk- unum sýklalyfja og mögulega aukna tiðni á bakteríum sem eru ónæmar fyrir algengum sýklalyfj- um. Skýring á þessari notkun sýklalyfja er ekki einhlít. Úlíklegt er að tiðni bakteriusýkinga sé marktækt hærri hérlendis en í ná- grannalöndum þó ekki hafi það verið kannað til hlítar. Þó er vitað að hlutfallslegur fjöldi barna er meiri hér en annars staðar á Norð- urlöndum og tiðni bakteriusýk- inga er há i þeim aldursliópi. Líklegasta skýringin er þó sú að sýklalyf séu e/nfaldlega notuð við veirusjúkdómum þar sem engin von er til þess að þau geri neitt gagn. Kann þetta að vera vegna mik/ls þrýstings frá sjúklingum um að fá „eitthvað" við pestinni og jafnframt undanlátssemi lækna. Ástæða er til að minna fólk á að það er ekki merki um slæma lækn- isfræði að koma frá lækni án þess að hafa lyfseðil upp á vasann. Mikilvægasta meðferðin við ofan- nefndum veirusýkingum er hvíld en ekki sýklalyf. Einnig er rétt að minna fólk á að það er ekkert rangt við að fara til læknis með einkenni sem þessi til þess eins að fá það staðfest að þau séu ekki alvarleg og þurfi ekki sérstakrar meðferðar við. HJARTA- AÐGERÐ SPURNING: Við erum tveir kunningjar sem höfðum mjög svipuð einkenni aó við teljum. Annar okkar var sendur í kransæðaaðgerð en hinn látinn halda áfram með lyf. Þar sem hjartaaðgerðir eru nú að flytjast heim til íslands langar okkur að forvitnast nánar um það hvenær eða hvaða sjúklingum er ráðlagt að undirgangast kransæðaaðgerð. SVAR: Á margt er að Hta þegar taka þarf ákvörðun um meðferð við hjartakveisu og oft eru matsatriðin býsna mörg. Meta þarf bæði atriði sem mæla með kransæðaaðgerð, til dæmis mikil eða illviðráðanleg einkenni eða mikil þrengsli í öllum aðalkransæðunum. Þá þarf jafn- framt að meta þau atriði sem auka áhættuna af aðgerð, til dæmis hár aldur, skert samdráttarhæfni hjart- ans og fleira. Rétt er að minnast þess að flestir kransæðasjúklingar eru meðhöndlaðir með hinum ýmsu lyfjum og farnast vel á þann- ig meðferð. Tvær meginástæður liggja yfir- leitt að baki þeirri ákvörðun að framkvæma kransæðaaðgerð: 1. Mikil einkenni þrátt fyrir lyfja- meðferð. Þetta er enn í dag langalgengasta ástæðan fyrir aðgerð. Yfirleitt er þvi um að ræða sjúkling sem fær brjóst- verki af litlu tilefni og getur þvi illa stundað vinnu sina og jafn- vel í sumum tilvikum léttustu heimilisstörf. Að sjálfsögðu er frammistaða á þolprófi ekki góð hjá þannig einstaklingi en við þá rannsókn er einmitt oft stuðst þegar verið er að taka ákvarðanir um frekari rann- sóknir og meðferð. 2. Von um bættar lífslíkur. Að sjálfsögðu er sú von ætið borin i brjósti að með aðgerðinni verði sjúklingurinn ekki aðeins „læknaður" af einkennum sin- um heldur verði lífshorfur hans einnig bættar. Ef sjúklingar hafa veruleg þrengsli i aðal- stofni vinstri kransæðar áður en hún skiptir sér i tvær megin- greinar sínar hefur nú verið sannað að þessum sjúklingum farnast mun betur með skurð- aðgerð en lyfjum. Þá hafa sumar rannsóknir bent til þess að lífslíkur séu einnig bættar með aðgerð hjá þeim sjúkling- um sem hafa þrengsli í öllum þremur meginkransæðunum, það er báðum vinstri æðunum og þeirri hægri, og á þetta ekki sist við ef um veruleg einkenni er að ræða. Hvað ykkur kunningjana snertir þá höfum við ekki nægar upplýs- ingar til að skýra á hvaða forsend- um ólíkar ákvarðanir voru teknar um meðferð. Jafnvelþótteinkenni ykkar hafi verið svipuð geta legið ýmsar ástæður til þess að öðrum varráðlögð aðgerð en hinum lyfja- meðferð, til dæmis þrengsli á ólíkum stöðum í kransæðunum eða mismunandi samdráttarkraft- ur i hjartavöðvanum. Þetta geta læknar ykkar eflaust útskýrt nánar fyrir ykkur og verður þetta svar að nægja að sinni. 16 VI KAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.