Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 52

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 52
Konfektkassi Það var foraðsveður. Slagviðrið lamdi hús- ið utan. Við Poirot sátum fyrir framan arininn. Á litlu borði á milli okkar stóð glas með heitu toddíi sem ég var að drekka og fyrir framan Poirot var bleikur postulínsbolli fullur af heitu súkkulaði sem ég hefði ekki látið inn fyrir mín- ar varir þótt líf mitt lægi við. Poirot saup á þykkri leðjunni og dæsti nautnalega. „Lífið er dásamlegt,“ muldraði hann. „Já, að minnsta kosti getum við ekki kvart- að,“ samsinnti ég. „Ég er í góðri stöðu og þú ert frægur...“ „Oho, kæri vinur,“ mótmælti Poirot. „En það er satt og reyndar er full ástæða til að þú sért frægur. Gleymdu ekkí öllum þeim málum sem þú hefur leyst giftusamlega. Það er sannarlega undravert. Ég efast um að þú hafir nokkurn tíma beðið ósigur.“ „Það væri eítthvað skrítið ef svo hefði aldrei I farið.“ „En í fúlustu alvöru, hefur þér einhvern tíma mistekist?" „Oft og mörgum sinnum, kæri vinur. Heppn- in hefur ekki alltaf verið mér hliðholl. Oft hefur emhver sem stetnt helur að sama markmiði orðið á undan mér. Tvisvar hef ég veikst á ell- eftu stundu og stundum hef ég ekki getað lokið málum. Það skiptast á skin og skúrir, kæri vin- ur.“ „Ég átti nú ekki við það,“ sagði ég. „Hefurðu einhvern tíma gert grundvallarmistök í máls- rannsókn, mistök sem þú getur kennt sjálfum þér um?“ „Aha, ég skil. Þú vilt vita hvort ég hafi ekki einhvern tíma klúðrað máli og staðið eftir eins og glópur. Jú, reyndar, það hef ég svo sannar- lega gert.“ Hægt og rólega færðist bros yfir andlit hans meðan hann rifjaði. atburðina upp. „Jú, einu sinni gerði ég mig að algjöru fífli.“ Hann lyfti sér í sætinu. „Sko, sjáðu nú til, kæri vinur, þú hefur hald- ið skýrslu um afrek mín, nii skaltu bæta við frásögn af því þegar ég klúðraði máli.“ Hann teygði sig fram og setti viðarbút á eld- inn. Því næst þurrkaði hann hendur sínar á lítilli handþurrku sem hékk á hanka við eld- stóna. Síðan hallaði hann sér aftur á bak og hóf frásögnina. „Þeir atburðir, sem ég ætla að segja þér frá, gerðust í Belgíu fyrir mörgum árum. Þetta var á þeim árum þegar barátta ríkis og kirkju í Frakklandi stóð sem hæst. Einn helsti þing- skörungur Frakka á þessum árum var Paul Deroulard. Það var altalað að hann myndi fljót- lega taka sæti í ríkisstjórninni og hann var fremstur í flokki andstæðinga kirkjunnar. Deroulard var að mörgu leyti undarlegur mað- ur. Hann var stækur bindindismaður bæði á vín og tóbak en hins vegar horfði kvensemi hans oft til vandræða. Hann hafði kvongast nokkrum árum áður, vel stæðri stúlku frá Brussel. Fjármunir hennar komu sér vel fyrir hann því hann var ekki af ríku foreldri. Hann bar hins vegar barónstitil. Þau hjón voru enn barnlaus þegar frúin lést af völdum höfuðhöggs er hún hlaut þegar hún féll niður stiga. Þetta gerðist aðeins tveim arum eftir að þau gengu í hjónaband. Meðal þess sem hann erfði var húseign í Brussel, nánar tiltekið við Lovísu- stræti. Það var í þessu húsi sem dauða hans bar að í þann mund sem hann átti að taka við ráð- 52 VIKAN 21. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.