Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 22.05.1986, Blaðsíða 23
KIK DOUGLAS ■ Kirk Douglas hefur verið kallaður mörgum nöfnum á löngum leikaraferli. A sínum tíma var hann meira að segja kallaður „mest hataði maðurinn i Hollywood". Þegar hann er minnt- ur á þessa umsögn svarar hann því til að hann hafi aldrei átt 1 vandræðum með að starfa með fólki sem hefur hæfileika. Aftur á móti segir hann að fólkið, sem þykist vera eitthvað, þoii hann ekki og hann hafi alltaf látið skoðun sína í ljósi við það. Sjálfsagt er það þess vegna sem Kirk Douglas fékk á sínum tíma þessa vafasömu lýsingu enda er maðurinn skapmikill. Fáir leggja f að reyna að hafa hann að fífli. í ár á Kirk Douglas fjörutíu ára leikafmæli f kvikmyndum. Á ferli sínum hefur hann leikið í kvikmyndum, sem urðu mjög vinsælar, og einnig jafnmörgum myndum sem enga hylli hlutu. Ferill hans byrjaði í kvikmynd sem heit- ir The Strange Love of Martha Ivers. Það var 1946. Milli þessarar myndar og þeirrar nýjustu, Amos, hefur hann leikið frægar söguhetjur á borð við Spartacus og Doc Holliday ásamt því að hafa leik- ið Van Gogh i Lust for a Life, svo einhveijar persónur séu nefndar. Hinn þekkti leikstjóri, Billy Wilder, sagði einu sinni: „Um leið og Kirk Douglas heyrir orðið „taka" er eins og hann stækki um helming." Þetta eru orð að sönnu. Það þarf ekki annað en sjá Douglas til að sannfærast um að í honum býr kraft- ur þess leikara sem nýtur þess að fást við likamlega erfið verkefni. Og það eru einmitt þannig hlutverk sem hafa gert hann að stórstjömu í heimi kvik- myndanna. Kirk Douglas hefur samt á stundum sýnt það að hann er fær um að leika tilfmningamik- il hlutverk. Má nefna Lonely Are the Brave frá 1962 þar sem hann leikur kúreka sem á erfitt með að sætta sig við að aðlagast nútímalífi. Eins og Sylvester Stallone á Kirk Douglas frama sinn að þakka því að hafa leikið boxara í kvik- mynd. í hans tilfelli var það Champion sem Stanley Kramer gerði 1949. Þegar hann er spurður um til- drög að því að hann fékk aðalhlutverkið í þeirri mynd svarar hann: „Þegar kom til tals að ég fengi hlutverkið fannst Stanley Kramer ég ekki vera nógu sterkbyggður fyrir það. Hann hafði nefnilega nýlega séð A Letter to Three Wives þar sem ég lék kennara. Ég hafði engin orð um það en dreif mig úr skyrtunni fyrir framan hann og hann sann- færðist um að ég væri rétti leikarinn" Kannski var það ekki nema von því áður en Kirk Douglas sneri sér að kvikmyndaleik var hann mikill glímukappi (wrestling) og vissi að hann gat leikið hnefaleika- mann. Fyrir hlutverk sitt í Champion fékk Douglas fyrstu óskarstilnefninguna af þremur sem hann hefur fengið til þessa dags. Hinar tvær tilnefning- arnar voru fyrir The Bad and the Beautiful og Lust of Life. En sá heiður að fá óskarsverðlaunin hefur ekki fallið honum í skaut hingað til. Margir eru á því að besta hlutverkið, sem Kirk Douglas hefur fengið, hafi verið hlutverk Van Gogh í Lust for Life og hefur hann sjálfur sagt að aldrei hafi hann lagt eins mikið á sig við nokkurt hlutverk. Hann var líka verðlaunaður sem besti leikarinn af kvikmyndagagnrýnendum í New York fyrir leik sinn í þeirri mynd og kannski eru það mestu vonbrigðiiji á leikferli hans að hann skyldi ekki fá óskarsverðlaunin fyrir það hlutverk. Fáir leikarar í Hollywood hafa unnið jafnmikið og verið jafnósérhlífnir við sjálfa sig og Kirk Douglas, enda hefur hann alltaf haft mikinn metn- að hvort sem hann hefur verið fyrir framan kvikmyndavélina eða fyrir aftan sem framleiðandi. Sjálfur segir hann að hann hafi gert bæði góða hluti og slæma og er áþví að hann hafi stundum átt að fara sér hægar. I dag gefur hann sér meiri tíma til að slappa af en segist samt í eðli sínu vera "vinnuþjarkur. Því komi það aldrei til að hann .hætti sjálfviljugur að leika í kvikmyndum. Kirk Douglas á Ijóra syni úr tveimur hjónabönd- um. Allir starfa þeir við kvikmyndir þó starfssvið þeirra sé ólíkt. Peter sonur hans var til dæmis við- riðinn framkvæmdahliðina á Amos, nýjustu mynd Kirk Douglas, þar sem hann leikur 78 ára gamlan ekkjumann. Það þurfti að gera hann mun ellilegri í útliti en hann er því þótt Douglas verði sjötugur í desember er hann mjög unglegur, enda heldur hann líkamanum vel við með stanslausum æfingum. Þekktastur sona hans er að sjálfsögðu Michael sem er bæði vinsæll leikari og stórhuga kvikmynda- framleiðandi. Af myndum, sem hann hefur fram- leitt, má nefna One Flew over Cuckoo's Nest, China Syndrome, Romancing the Stone og Jewel of the Nile. Hann lék einnig aðalhlutverkið í þremur þess- ara mynda. Kirk Douglas segir um Michael: „Hann er mjög gáfaður. Ég hef alltaf haft það á tilfmning- unni að hvað sem Michael tæki sér fyrir hendur mundi hann vera í fremstu röð.“ Þótt Kirk Douglas hafi leikið 78 ára gamlan mann í nýjustu mynd sinni kæmi það engum á óvart þó að í þeirri næstu yrði hann í hlutverki fimmtugs manns og liti ekki út fyrir að vera degi eldri. • 21. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.