Vikan


Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 22
 K A N Tveir vmsælir hjá hryllingsmyndaunnenduin: Frankenstein og Dracula Frankenstein Hann er mjög hár, stirður í hreyf- ingum, hefur nokkuð einkennilegt höfuðlag og ræðst á allt sem fyrir honum verður, sérstaklega er honum illa við skapara sinn sem hefur látið hann fá vafasamt heilabú. Þetta er í stórum dráttum lýsing á ófreskjunni sem prófessor Frankenstein skapar. Prófessor Frankenstein og ófreskj- an hans í mannsmynd urðu fyrst til í hugarheimi nitján ára stúlku, Mary Woolstonecraft Shelley, árið 1816. Söguna sína kallaði hún Franken- stein or the Modem Prometheus. Hún var fyrst gefin út 1818 og hefur verið fáanleg síðan. Kvikmyndimar uppgötvuðu ófreskjuna Frankenstein fyrst 1910. Það var leikari að nafni Charles Ogly er lék ófreskjuna. í hans útgáfu var hún krypplingur. Það er svo ekki fyrr en 1931 sem ófreskjan tekur á sig þá mynd sem við könnumst við í dag. Þá breytti ungur leikari, Will- iam Henry Pratt, nafni sínu í Boris Karloff, setti á sig mikinn farða og sigraði heiminn sem Frankenstein. Boris KarlofT varð stjama og endur- tók hlutverkið í The Bride of Frankenstein 1935 og The Son of Frankenstein 1939. Þessar þijár myndir teljast í dag til klassískra kvik- mynda. Næst sást ófreskjan á hvíta tjaldinu 1942 í The Ghost of Frankenstein. í hlutverki ófreskjunnar var Lon Cha- ney jr. og þótti hann sýna lítil tilþrif. Með litlu betri árangri var The House of Frankenstein gerð 1944 og botninn kom þegar Abbott og Cost- ello tóku ófreskjuna upp á sína arma 1945. Það er svo ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem Frankenstein fær uppreisn æm í smiðju Hammer í Englandi. The Curse of Frankenstein hét myndin og þar vom í aðalhlut- verkum tveir leikarar er áttu eftir að gera garðinn frægan í hryllingsmynd- um. Peter Cushing lék prófessorinn og Christopher Lee lék ófreskjuna. Það er einnig í Hammer mynd, The Evil of Frankenstein, sem ófreskjan birtist næst. í þetta skiptið var það nýsjálenski glímukappinn Kiwi Kingston er lék ófreskjuna og reyndi Borís Kariof sem ófreskja prófessors Frankenstein. Dracula, Chrístopher Lee. sem mest að apa eftir Boris Karloff, en hafði ekki þá leikhæfileika sem Karloff hafði. Þótt sagan um Frankenstein sé ekki beint efni í gamanmynd hindr- aði það ekki Mel Brooks í að gera hina bráðskemmtilegu Young Fran- kenstein 1974. Þar lék Peter Boyle ófreskjuna með miklum tilþrifum, steppdansaði og söng Putting on the Ritz. Það hafa fleiri myndir verið gerðar um þá félaga, Frankenstein og ófreskjuna hans. Flestar em órnerki- legar, má þar nefna Frankenstein's Island, Jesse James Meets Franken- stein’s Daughter og Horror of Frankenstein. Dracula Umfram það að vera aðalsmaður er Dracula greifi einnig blóðsuga sem býr í dimmum kastala, hefur yfirleitt skikkju um herðar, er rnjög folur í andliti - sem stafar af þvi að hann þolir ekki sól, á einnig erfitt með rakstur vegna þess að hann getur ekki séð sjálfan sig í spegli og er illa við krossa og stúlkur sem borða hvítlauk. Dracula er skáldsögupersóna sem byggð er á frægum grimmdarseggi sem var uppi á fjórtándu öld og var nefndur „Vlad the Impalcr". Það var leikhúsgagnrýnandinn Bram Stoker sem endurskóp þessa persónu sem Dracula árið 1897. Dracula var fyrst kvikmyndaður 1922 þegar hinn frægi þýski leikstjóri F.W. Mumau gerði Nosferatu; Eine Symphonie des Grauens. Það var Max Schreck sem lék greifann. í 22 VI KAN 2. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.