Vikan


Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 38
NAFN VIKUNNAR: ÓLAFUR MAGNÚSSON VM sjá þrettándagleðina endurreista Þeir eru víst ófáir, Reykvíkingarnir, sem nú eru farnir að nálgast miðjan aldur og minnast með söknuði þess tíma þegar þrett- ándabrennur voru haldnar með álfadansi á gamla Melavellinum í Reykjavík. Þrettánda- brennan var endapunkturinn á jólahátíðinni og fyrir marga ekki minni viðburður en sjálft gamlárskvöldið. Annar liður í jólahaldinu á þessum tíma voru jólaböllin. Uppábúnar mæður mættu með ungana sína þvegna og strokna í sínu fínasta pússi. Hápunkturinn á slíkri skemmtum var koma jólasveinsins, oft- ast var það Kertasníkir gamli með einhvern bræðra sinna með sér. Fyrir jólin 1985 kom út hljómplata á vegum bókaforlagsins Örn og Örlygur. Á plötunni syngur Ólafur Magnússon frá Mosfelli tutt- ugu og þrjú þjóðlög. Það er í frásögur færandi þegar sjötíu og fimm ára maður tekur sig til og syngur inn á hljómplötu. En Ólafur er enginn nýgræðingur í söngnum. Hann hefur sungið með Karlakór Reykjavíkur allar götur síðan 1934 eða í fimmtíu og tvö ár. En hann hefur gert meira en það. Á fimmta og sjötta áratugnum söng hann sig inn í hjörtu ís- lenskra barna. Já, hér var kominn einhver vinsælasti jólasveinn og álfakóngur síðustu áratuga, Ólafur Magnússon frá Mosfelli, sem að eigin sögn var hér að syngja í fyrsta sinn í alvöru. „Heyrðu, elskan mín, þú mátt ekki segja álfabrenna,“ sagði Ólafur þegar við vorum sest niður til að spjalla urn hlutverk hans sem jólasveinn og álfakóngur. „Þetta er mjög al- geng hugsanavilla hjá fólki. Þetta heitir álfadans og brenna, það er enginn að setja álfana á bálið. Það var eiginlega honum Alfreð Andréssyni að kenna að ég byrjaði á þessu,“ segir hann þegar ég spyr hvernig þetta hafi komið til í upphafi. „Hann var eftirsóttur jólasveinn en var orðinn leiður á þessu, fannst lætin í krökk- unum allt of mikil. Hann ámálgaði við mig að taka við þessu af sér, en ég gaf ekkert út á það þá. Svo var ég á söngferðalagi með Karlakór Reykjavíkur um Bandaríkin árið eftir. í einhverjum bænum, sem við stoppuð- um í, sá ég í búðarglugga þetta líka forláta Abrahamsskegg, það var svona hvítt og mik- ið alskegg sem hægt var að krækja aftur fyrir eyrun eins og gleraugum. Þá minntist ég þess sem Alfreð hafði talað um við mig og keypti helv... skeggið. Þetta var nú upphafið. Jólin 1947 byrjaði þetta fyrir alvöru. Eitt af því sem ég gerði svolítið að var að skemmta á jóla- skemmtunum hjá íþróttafélögunum. Eitt af skemmtiatriðunum þar var Jóhann risi. Skemmtiatriði Jóhanns fólst í því að hann gekk um og leyfði krökkunum að elta sig. Svo Viðtal: Unnur Úlfarsdóttir var hann með einhverja gerviönd sem hann lét leika ýmsar kúnstir. Barnaböllin á þessum tíma voru miklu villtari en nú gerist. Jólasvein- arnir voru oftast með ærsl og læti, voru að skylmast með prikunum og svo framvegis. Börnin urðu náttúrlega snarvitlaus af æsingn- um og skemmtu sér við að reyna að rífa skeggið og húfuna af jólasveininum. Þetta endaði oft með því að mæðurnar þurftu að flýja út með grátandi smábörn. Ég fór strax inn á að syngja með börnunum og reyna að gera þau að þátttakendum í þessu með mér. Eg kynnti mér vinsælustu barnasöngvana og hvað var að gerast í dansskólunum. Nú, ég var líka mikið í útvarpinu og svo vann ég töluvert fyrir Flugfélag íslands, fór út á land til allra þeirra staða sem flogið var til þá og lék gamla Kertasníki. Þá voru nú flugsam- göngurnar eitthvað annað en nú. Einu sinni var ég veðurtepptur á ísafirði öll jólin. Ég fór líka einu sinni til Kaupmannahafnar að skemmta lömuðum börnum á barnasjúkra- húsi þar í borg. Þá var verið að sækja seinni Skymastervél Flugfélagsins. Á heimleiðinni hrepptum við aftaka veður og gátum ekki lent. Heimferðin tók níu tíma. Á flugvellinum biðu barnakór Laugarnesskóla og móttöku- nefnd með samgöngumálaráðherra, sem þá var Ingólfur á Hellu, í broddi fylkingar. Þeg- ar við loksins gátum lent og vélin var komin inn í flugskýlið, þar sem móttökuathöfnin fór fram, komu börnin auga á mig í gegnum rúð- una á stjórnklefanum og hreinlega ærðust svo það heyrðist ekkert í Ingólfi sem var að halda ræðu.“ - En hvað með álfadansinn og brennurnar, svo ég fari nú rétt með? „Ætli það hafi ekki verið strax eftir stríðið að skátarnir ákváðu að halda álfadans á Melavellinum. Svona uppákoma hafði þá ekki átt sér stað í mörg ár. Ég var fenginn til að vera álfakóngur og Unnur Eyfells var álfa- drottningin, þá sem oftar. Hermann Ragnar sá um að samræma dans og söng. Dans- hópurinn, sem þarna kom fram, varð seinna vísirinn að Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. En það sem gerðist var að til brennunnar kom miklu meiri mannfjöldi en gert hafði verið ráð fyrir. Örtröðin við miðasöluna varð slík að lögreglan þurfti að grípa í taumana. Þá voru ekki til neinar svona finar hljómflutnings- græjur eins og Davíð á núna. Míkrófónkerfið var því tengt við bílarafgeyma. Lögreglan þurfti að nota míkrófónkerfið til að ná til fólksins. Svo þegar loks var hægt að heíja álfadansinn og kveikja í brennunni var allt rafmagnið búið af geymunum. Síðar tóku fleiri þetta upp, meðal annars íþróttafélögin og Karlakór Reykjavíkur. Stundum viðraði ekki og þess voru dæmi að bíða þurfti í hálfan mánuð eftir veðri. Siðasta skiptið, sem ég lék álfakóng, var árið 1974 en þá voru sérstök hátíðahöld í tilefni ellefu hundruð ára afmælis íslandsbyggðar." Ólafur er alinn upp í sveit. Faðir hans var ættaður frá Vestmannaeyjum. var síðan prest- ur á Bergþórshvoli og fékk síðaj veitingu fyrir Mosfelli í Mosfellsdal þar sem Ólafur ólst upp og hefur kennt sig við síðan. Það er því ástæða til að spyrja hvort hann trúi á álfa. „Neei, kannski gerði ég það sem barn því maður hafði þetta allt í kringum sig. Garnla fólkið var alltaf að segja manni ótrúlegustu sögur um álfa á ferð, ljós i álfabyggðum og svo framvegis. Við börnin vorum alin upp við að bera sérstaka virðingu fyrir stöðum sem menn álitu vera álfabyggð eða álagabletti. Menn báru mikla virðingu fyrir álfum, jafn- vel óttablandna virðingu. Hjá þeim var allt betra og fallegra. í þessu kom fram þrá al- mennings eftir betra hlutskipti. Ömmusystir mín, Þórunn, kölluð grasakona, móðir Erl- ings grasalæknis Filippussonar, trúði stað- fastlega á álfa. Hún trúði því statt og stöðugt að hún hefði verið sótt til álfkonu í barnsnauð um nótt. Morguninn eftir fann hún ekki ann- an skóinn sinn en hann fannst síðar upp við kletta sem voru álitnir álfabyggð. Þetta taldi hún óræka sönnun þess að álfkonan hefði vitjað hennar. Lán sitt og heppni í lífinu taldi hún vera verk álfkonunnar sem vildi launa henni hjálpina. Já, hugsaðu þér, þetta var kona sem dó uni 1930. Svo þú sérð að þetta er ekki langt frá mér.“ Álfar og álfatrú mun líklega alltaf lifa með íslensku þjóðinni. Tökum sem dæmi íslenska ljóðagerð, þar er til ótal margt fallegt um álfa. Hver þekkir ekki Kirkjuhvol og fleiri slík gullfalleg sönglög? Sum af okkar stærstu ljóð- skáldum hafa ort stórkostleg ljóð um álfa, til dæmis Grímur Thomsen sem orti: j tungls- ljósi á ís yfir Tungufljót ég reið... Það er gaman að tala við Ólaf um þetta hugðarefni hans og eftir að við höfum rætt saman dágóða stund um samskipti mennskra manna og álfa spyr ég hvort hann haldi að íslendingar muni viðhalda þeim sið að dansa út þrettándanóttina eða rota jólin eins og sagt var í gamla daga. „Það ætla ég að vona. Ég vildi sjá þrett- ándagleðina endurreista. Það er sjálfsagt að viðhalda þjóðlegum siðum. Þetta gefur líka börnunum tækifæri til að vera með. Ég vil gera það að tillögu minni að í vondum veðrum megi flytja þetta inn í einhverjar vöruskemm- ur eða stór íþróttahús. Hugsaðu þér bara, það væri hægt að nota þessar stóru rennihurðir til að láta bergið opnast, ég sé þetta alveg fyrir mér.“ Mynd: Helgi Friðjónsson 38 VI KAN 2 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.