Vikan


Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 60
Arfsagnir segja borgina stofnaða árið 753 fyrir Krist af þeim bræðrum Rómúlusi og Remusi en þeir voru synir orrustuguðsins Mars. Ævintýrið um þá bræður er alkunn austurlensk flökkusögn og er víða til í ýmsum myndum. Samkvæmt henni voru tveir bræður konungar Latveija hinna fomu, þeir hétu Númitor og Amúlus. Amúlus rak bróð- ur sinn í útlegð og setti dóttur hans, er hét Rhea Sylvía, í hóp Vestumeyja en þeim bar að stunda skirlífi. Þetta var þó til lítils, enda guðimir komn- ir með puttana í spilið, og þrátt fyrir skírlífið og klausturlifnaðinn komst Rhea í kynni við herguð- inn Mars og átti með honum tvíbura eins og áður var getið. Ekki leist frænda þeirra á þetta og reyndi að koma þeim fyrir kattamef með þvi að setja þá í tágakörfu og henda út í Tíber. Þar fann úlfynja nokkur drengina, tók þá að sér og ól þá upp með hvolpum sínum og urðu þeir bræð- ur hinir mestu kappar. Það er skemmst frá því að segja að þeir sigmðu frænda sinn hinn illa og settu afa sinn aftur í hásæti. Með tilstyrk afa síns settu svo bræðumir á fót nýja borg um 7-8 kíló- metra frá ósum Tíber á nokkrum hæðum sem þar vom. Ekki fór þó ætíð vel á með þeim bræðr- um og eitt sinn er Rómúlus hafði lagt mikla vinnu í að gera nýja borgarveggi hæddist Remus að honum með þvi að gera sér leik að því að stökkva yfir veggina. Þetta þoldi Rómúlus ekki og drap hann bróður sinn fyrir skensið. Þetta er í fáum orðum þjóðsagan um upphaf Rómaborgar en raunveruleikinn er ekki alltaf svona litríkur. Fom- leifafræðingar telja líklegt að upphaf borgarinnar megi rekja til 9. eða 10. aldar fyrir Krist en frá þeim tíma em elstu menjar um mannavist á hinum sjö hæðum sem Róm stóð upphaflega á. Það getur þó vel verið að menn hafi átt sér bústaði á þessum slóðum fyrr því svæðið er í þjóðbraut. Stærsta þorpið, sem enn hefur fundist, er á Palatín- hæð þar sem síðar var bústaður keisaranna. 1 dalnum milli hæðanna, þar sem nú er Forum, var mýrlendi og þar höfðu íbúar hæðanna kýr og annan búsmala á beit, auk þess sem þar var grafreitur. Það er ekki ætlunin að rekja sögu Rómar hér, það er ekki hægt í stuttri blaðagrein, heldur mun ég reyna að lýsa því sem fyrir augu ber á Forum og í nágrenni þess og rifja upp ýmsa atburði úr sögu borgarinnar og ríkisins er tengjast þeim minjum sem sjá má á þessum slóð- um. Flest af þvi sem fyrir augu ber nú á dögum er frá tímum keisaranna enda borgin þá á hátindi valda sinna. Þó leynist sitthvað innan um frá eldri tímum ef grannt er skoðað og verður vikið að því þegar þar að kemur. Hið eiginlega Forum liggur á milli fjögurra af hinum sjö hæðum sem Rómaborg hin foma var sögð standa á. Þessar hæðir eru Palatínhæð í suðri, Quirinal og Viminal í norðri, Capitol í vestri og svo Velia í austri en lítið er nú eftir af þeirri hæð eins og síðar mun verða drepið á. Ferðalangar, sem hyggjast skoða Forum, hafa um þijá innganga að velja. Einn er frá Colosseum og sigurboga Konstantínusar, annar frá Via del Foro Romano og sá þriðji frá Via Dei Fori Imper iali og er sá mest notaður. Þegar inn er komið er gengið á milli tveggja bygginga, annars vegar er hof þeirra Antoníusar og Faustínu, sem síðar mun verða vikið að, en á hægri hönd er basilíka Aemiliana en hún er í hópi eldri bygginga á torg- Curian og rústimar af basiliku Aemiliana. 60 VI KAN 2. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.