Vikan


Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 23
Myndbönd Umsjón: Hilmar Kalsson Nosferatu var greifmn naglalangur í meira lagi og hvarf í lokin þegar sól- in skein á hann. Bram Stoker var ekki hrifrnn af myndinni, fór í mál við Mumau og hafði það í gegn að hætt var við sýningar á myndinni í það skiptið. 1927 breytti þekktur leikritahöf- undur, Hamilton Dean, bókinni í leikrit. Þetta leikrit var svo uppistaða myndar um Dracula 1931. Sá er lék greifann var Bela Lugosi, ungverskur leikari sem varð þekktur fyrir þetta hlutverk. Hann endurtók hlutverkið í Dracula’s Daughter 1936. Sá næsti, sem lék Dracula, var Lon Chaney jr. Hann lék í Son of Dracula 1943. Hinn þekkti leikari John Carradine endurtók svo hlutverkið í The House of Dracula 1945. Þessar myndir voru allar teknar í svart-hvítu. Það er svo ekki fyrr en 1957 að áhorfendur fá að sjá dimmrautt blóð- ið leka út urn munnvikin á Dracula þegar hann sýgur fómarlömbin. Þá var fyrsta litmyndin gerð um Drac- ula. Hét hún einfaldlega Dracula og greifann lék hávaxinn myndarlegur leikari, Christopher Lee, og var ekki laust við að í meðfömm hans yrði Dracula að kyntákni um leið og hann var blóðsuga, allavega var kvenfólkið til í að bjóða honum miklu meira en hálsinn. Það var Hammer kvikmyndafyrir- Lekið er gerði þessa eftinninnilegu mynd og eins og alltaf, þegar gekk vel hjá því fyrirtæki, vom gerðar nokkrar Dracula rnyndir á færi- bandi, misgóðar. Christopher Lee lék hann aftur nokkrum sinnum áður en hann lagði skikkjuna á hilluna og sneri sér að öðmm hlutverkum með góðum árangri. Eftir hina ágætu Draculamynd frá 1957 hafa fáar myndir um greifann vakið eftirtekt. Flestar bjóða upp á fáránlegan söguþráð, má nefna myndir eins og Billy The Kid Vs. Dracula, Lake of Dracula, The Sat- anic Rites of Dracula, Taste the Blood of Dracula, The Dracula Saga og Scars of Dracula. Betur hefur tek- ist með alls konar eftirlíkingar af greifanum og er skemmst að minnast liinnar ágætu hryllingsmyndar Fright Night sem sýnd var hérlendis fyrir skemmstu. GREMLINS ★★★ Leikstjóri: Joe Dante. Aðalhlutverk: Zach Galligan og Phoebe Cates. Sýningartími: 102 mín. - Útgefandi: Tefii. Gremlins er ein af þessum ævintýramyndum sem hægt er að horfa á aft- ur og aftur. Þrátt fyrir nokkur atriði, sem varla eru við hæfi barna, er þetta ærslafull skemmtimynd sem hefur nokkra sérstöðu. Fjallar myndin um lif- andi jólagjöf eina, dýr sem kallast Mogwai. Eins og rnörgum leikföngum fylgja Mogwai aðvaranir og séu þær ekki virtar hefur það alvarlegar afleið- ingar eins og áhorfendur kynnast. Breytast þessi litlu gæludýr í sannkallaða hrekkjalóma sem engu hlífa. Og þegar þeir loks eru komnir í þetta vara- sama form fjölga þeir sér svo úr verður eitt allsherjar stríðsástand í annars litlum og friðsælum bæ. Það kemur svo í hlut þess sem í fyrstu átti aðeins einn lítinn og sætan Mogwai að reyna að koma þessum litlu óargadýrum fyrir kattarnef og það gengur svo sannarlega ekki átakalaust. Gremlins er mynd sem óhætt er að mæla með fyrir alla nema allra yngstu áhorfendurna. TO BE OR NOT TOlíÉ ★★ Leikstjóri: Mel Brooks. Aðalhlutverk: Mel Brooks, Anne Bancroft og Charles Durning. Syningartimi: 103 min. - Útgefandi: Steinar hf. Mel Brooks hefur alltaf haft lag á að koma með einstaklega frjóar gaman- myndir þótt ekki séu þær allar jafnvel heppnaðar. To Be or Not to Be telst sjálfsagt ekki í sama íiokki og The Producers og Blazing Saddles en stend- ur samt vel undir orðinu gamanmynd. Eins og allar myndir Mels Brooks er To Be or Not to Be farsi, gerist í Póllandi á stríðsárunum. Mel Brooks leikur þekktan leikara sem hefur kannski meira sjálfsálit en heppilegt er. Hann lendir óvænt í hringiðu stríðsins og áður en hann veit af er hann kominn á kaf í að hjálpa gyðingum úr landi. Til að svo takist þarf hann að leika á SS-foringja sem er alveg heillaður af eiginkonu hans er Anne Bancroft leikur. Og eftir mikinn darraðardans, þar sem Mel Brooks bregð- ur sér meðal annars í gervi Hitlers, kemst hann með gyðingahópinn til Bretlands. Það eru mörg sniðug atriði í myndinni en heildin er nokkuð sundurlaus. CLUE ★★ Leikstjóri: Jonathan Lynn. Aðalhlutverk: Madeline Khan, Tim Curry og Lesley Ann Warren. Sýningartími: 92 mín. - Útgefandi: Háskóiabió. Það er óhætt að segja að Clue sé engin venjuleg sakamálamynd. Það sem greinir hana frá öðrum gamansömum sakamálamyndum er að myndin end- ar á þrjá vegu og getur áhorfandinn valið þann endi sem honum líst best á. Þetta er bæði kostur og galli myndarinnar, kostur vegna þess að hér er bryddað upp á nýmæli, galli vegna þess að skilið er við myndina án þess að áhorfandinn fái fullnægjandi skýringu. Slíkt hentar ekki í sakamálamynd- um. Söguþráðurinn í Clue er gamaldags morðgátusaga. Morðin eru framin og allir gruna alla. Þrátt fyrir öll morðin er Clue fyrst og fremst gamanmynd í farsastíl. Og í gamanmynd er kannski hægt að sætta sig við alla möguleik- ana sem boðið er upp á sem lausn. En í heild er Clue einn allsherjar hrærigrautur sem ekki gengur upp. Þekktir karakterleikarar eru í flestum hlutverkum. ROCKYIV ★ Leikstjóri: Sylvester Stallone. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Dolph Lundgren og Talia Shire. Sýningartími: 96 mín. - Útgefandi: Tefli. Mikið óskaplega er Sylvester Stallone orðinn leiðinlegur sem Rocky. Eft- ir þrjár ágætar myndir, þar sem sú fyrsta stendur upp úr, er nú mokaður llórinn með að láta Rocky berjast við Rússa einn sem að sjálfsögðu er al- inn upp á ónáttúrlegan hátt og segist munu drepa Rocky, ímynd hinnar bandarísku hetju. Slagsmálin eiga sér stað í Rússlandi og þegar Rocky er búinn að sigra andstæðing sinn í miklum bardaga, sem er hápunktur mynd- arinnar, fagna dökkklæddir, rússneskir áhorfendur honum sem hetju. Söguþráður myndarinnar er algjört bull sem betur á heima í teiknimynda- sögu en alvörunrynd. Rocky IVereingöngufyrirþásem elska slagsmál og box. Þrátt fyrir hörmungarleik hvað eftir annað lýsir Stallone því statt og stöðugt yfir að hann geti leikið. Maður er nú farinn að bíða spenntur eftir að sjá hvort hann getur sagt eina setningu skammlaust. ROCKYiy ■Hi&im- iWiDfli■«*.«r „ wai oua m m m ik ni im »i uai bpi maau JMOIBIttMLCrJBIMHLWMN -.•KII-BCOMII srsmMl Ksstrssss. ISLENSKUR TEXTI 2 TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.