Vikan


Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 08.01.1987, Blaðsíða 24
Hjálpum þeim - til hjálpar öðrum Átakið Hjálpum þeim, sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar og landslið tónlistarmanna stóðu fyrir um síðustu jol, hefur skilað góðum árangri. Hljómplatan seldist í sextán þúsund eintökum og varð hagnaðurinn rúmlega þrjár og hálf milljón króna. Því fé var var- ið til að standa straum af kostnaði við heimili handa munaðarlausum börnunt í Eþíópíu. Nýlega afhenti Davíð Oddsson borgarstjóri aðstandendum plöt- unnar gullspólu, fyrir hönd Ampex fyrirtækisins bandaríska, en slík viðurkenning er veitt fyrir góða plötusölu og plötuútgáfu í þágu góðs málefnis. Bandaríski sendiherrann gaf og Hjálparstofn- un kirkjunnar eitt þúsund dollara ávísun, sem mun verða ráðstafað til heimilis munaðarlausra. „Hugmyndina að Hjálpum þeim má sjálfsagt rekja til Life Aid söfnunar Bobs Geldof í Eng- landi," segir Gunnlaugur Stefáns- son hjá Hjálparstofnun kirkjunn- ar. „Síðan varð þetta alþjóðleg bylgja. Það gekk mjög vel að fá tónlistarfólk til að taka þátt í gerð plötunnar og alls komu Jrar við sögu yfir fimmtíu manns. Á annað hundrað manns kom nálægt vinnslunni á annan hátt og allir unnu endurgjaldslaust. Axel Ein- arsson samdi lagið, Jóhann G. Jóhannsson á textann og Björgvin Halldórsson stjórnaði og hafði yfirumsjón með öllu saman. I framhaldi af þessu var svo Sport Aid í maj síðastliðnum, er fjörutíu þúsund íslendingar hlupu í þágu munaðarlausra barna i Eþíópíu. Það var íþróttafólk landsins sem stóð að því framtaki. Bæði þessi atriði tókust geysi- lega vel og er ómetanlegt þegar svona stórir hópar taka sig saman og vekja athygli á þeirri hrikalegu neyð sem er að finna úti í heimi. Bandaríski sendiherrann, hr. Ruwe, og Davíö Oddsson borgarstjóri ásamt aðstandendum Hjálpum þeim: Jón A. Jónsson (Hljóðriti), Björgvin Halldórsson, Jón Ólafsson (Skifan), Axel Einarsson, Gunnar Smári Helgason (upptökumaður), Jóhann G. Jóhannsson og Gunnlaugur Stefánsson. Jón Ólafsson og Davíð borgarstjóri í gullfallegum húsakynnum Höföa sem er eitt frægasta hús landsins. Gullspólan í nærmynd. Texti: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Helgi Friðjónsson 24 VIKAN 2. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.