Vikan


Vikan - 08.01.1987, Síða 24

Vikan - 08.01.1987, Síða 24
Hjálpum þeim - til hjálpar öðrum Átakið Hjálpum þeim, sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar og landslið tónlistarmanna stóðu fyrir um síðustu jol, hefur skilað góðum árangri. Hljómplatan seldist í sextán þúsund eintökum og varð hagnaðurinn rúmlega þrjár og hálf milljón króna. Því fé var var- ið til að standa straum af kostnaði við heimili handa munaðarlausum börnunt í Eþíópíu. Nýlega afhenti Davíð Oddsson borgarstjóri aðstandendum plöt- unnar gullspólu, fyrir hönd Ampex fyrirtækisins bandaríska, en slík viðurkenning er veitt fyrir góða plötusölu og plötuútgáfu í þágu góðs málefnis. Bandaríski sendiherrann gaf og Hjálparstofn- un kirkjunnar eitt þúsund dollara ávísun, sem mun verða ráðstafað til heimilis munaðarlausra. „Hugmyndina að Hjálpum þeim má sjálfsagt rekja til Life Aid söfnunar Bobs Geldof í Eng- landi," segir Gunnlaugur Stefáns- son hjá Hjálparstofnun kirkjunn- ar. „Síðan varð þetta alþjóðleg bylgja. Það gekk mjög vel að fá tónlistarfólk til að taka þátt í gerð plötunnar og alls komu Jrar við sögu yfir fimmtíu manns. Á annað hundrað manns kom nálægt vinnslunni á annan hátt og allir unnu endurgjaldslaust. Axel Ein- arsson samdi lagið, Jóhann G. Jóhannsson á textann og Björgvin Halldórsson stjórnaði og hafði yfirumsjón með öllu saman. I framhaldi af þessu var svo Sport Aid í maj síðastliðnum, er fjörutíu þúsund íslendingar hlupu í þágu munaðarlausra barna i Eþíópíu. Það var íþróttafólk landsins sem stóð að því framtaki. Bæði þessi atriði tókust geysi- lega vel og er ómetanlegt þegar svona stórir hópar taka sig saman og vekja athygli á þeirri hrikalegu neyð sem er að finna úti í heimi. Bandaríski sendiherrann, hr. Ruwe, og Davíö Oddsson borgarstjóri ásamt aðstandendum Hjálpum þeim: Jón A. Jónsson (Hljóðriti), Björgvin Halldórsson, Jón Ólafsson (Skifan), Axel Einarsson, Gunnar Smári Helgason (upptökumaður), Jóhann G. Jóhannsson og Gunnlaugur Stefánsson. Jón Ólafsson og Davíð borgarstjóri í gullfallegum húsakynnum Höföa sem er eitt frægasta hús landsins. Gullspólan í nærmynd. Texti: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Helgi Friðjónsson 24 VIKAN 2. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.