Vikan


Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 20
E L D H Ú S á Gestur í Viku-eldhúsinu: Sigríður Haraldsdóttir Skinkumelóna, hamborgarhrjggur og súkkidaðiís Sigríöur Haraldsdóttir setti strásykur yfir hamborgarhrygginn áður en hann fór í ofninn. Við lögun sósunnar byrjaði Sigríður á því að hreinsa og steikja nýja svepppi. Hún steikti þá í smjöri á pönnu. Sveppina lét hún síðan í pott og hellti yfir þá dufti úr einum pakka af (Toro) sveppasósu. Síðan var soðinu af hryggnum hellt yfir og sojasósu bætt í ásamt rjóma og pipar. Þá var eftirrétturinn næstur á dagskrá, súkkulaðiísinn hennar Sigríðar. Súkkulaðiís: 4 egg 'A lítri rjómi 125 g sykur Toblerone súkkulaði, meðalstórt. Eggin eru þeytt og sykurinn þeyttur saman við, látinn smátt og smátt út í eggjamassann. Rjóminn þeyttur og honum blandað saman við. Súkkulaðilengjan er látin í ,,blandara“ og möluð í smáar agnir. Látið saman við. Hellt í form og fryst. I staðinn fyrir súkkulað- ið má setja til dæmis /i dl af sérríi. Með þessum ljúffenga ís lauk kvöldverði Sigríðar Haraldsdóttur og hennar íjölskyldu. Og við þökkum þeim fyrir. Sú sem varð við beiðni okkar um innlit og myndatöku við matargerð er Sigríður Har- aldsdóttir. Matseðillinn hafði verið ákveðinn áður en við hringdum og réttirnir reyndust ákaflega mikið lostæti. í forrétt hafði Sigríður melónusneið með parmaskinku, hamborgar- hrygg með ýmsu meðlæti í aðalrétt og ís í eftirrétt. Við skulum líta á hvernig Sigríður útbjó kvöldverðinn. Forrétturinn samanstóð af tveimur melónu- sneiðum sem voru látnar á hvern disk. Yfir melónusneiðarnar voru lagðar næfurþunnar parmaskinkusneiðar. Margir nota örþunnar sneiðar af hráu hangikjöti í stað skinkunnar en það er matsatriði og samningsatriði við bragðlaukana hvor kjöttegundin þykir betri. Yfir hamborgarhrygginn setti Sigríður strá- sykur, sem bragðaðist mjög vel. Flestir eru vanir að setja púðursykur yfir hrygginn en þetta er ekki verra. Hryggurinn var soðinn í eina klukkustund fyrir hvert kíló og látinn smástund undir grillið í ofninum í lokin. Með hamborgarhryggnum bar Sigríður fram brún- aðar kartöflur, hrásalat, grænar baunir, asíur og sveppasósu. Kartöflurnar brúnaði hún í sírópi. A pönnuna hellti hún sírópi og stráði Forrétturinn, melónusneiöar með næfurþunn- um parmaskinkusneiöum. paprikudufti yfir og lét síðan soðnar, af- hýddar kartölíurnár á pönnuna og brúnaði þær við meðalhita. í hrásalatið notaði Sigríður rifið hvítkál, ananasbita, majónes, sýrðan rjóma og anan- assafa. Safanum var blandað saman við majónesið og sýrða rjómann og hellt yfir hvítkálið og ananasbitana. 20 VI KAN 5. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.