Vikan


Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 54
Smásaga eftir Oddnýju Björgvinsdóttur reyndi árangurslaust að teygja sig eftir honum, fannst að sjálft gildi lífsins væri falið í þessum rauða silkihjúp. En skýið varð alltaf þynnra og færðist lengra frá henni. Að lokum leystist það upp og kjóllinn kom svífandi yfir hana. Hún greip hann á lofti og ætlaði að klæða sig í hann, en hann flæktist fyrir henni, silkið þrengdi sér meira og meira inn í hana, þræð- irnir særðu hana og skyndilega fannst henni að hún væri föst í köngullóarvef sem var að kæfa hana. Hún vaknaði með andfælum og átti erfitt með að ná andanum. Öll löngun hennar og skynjun beindust í eina átt þegar hún var búin að fá útborgað daginn eftir. Hún vissi varla af sér fyrr en hún stóð fyrir framan búðargluggann og þorði tæplega að líta upp. Skyldi hann vera ennþá í glugganum? Jú, þarna sveif hann fyrir ofan hana, ekki á bleiku skýi í fjarlægum draumi, heldur nálæg draumsýn í finni, dýrri verslun sem hún hafði aldrei stigið fæti sínum í fyrr. Hún tók i sig kjark og gekk inn. Fín af- greiðsludama mældi hana út hátt og lágt og sagði með hátignarlegum svip: „Ertu að tala um silkikjólinn í glugganum? Þetta er módel- kjóll frá París, sem er í rauninni aðeins keyptur inn fyrir dömur sem vilja fylgja hátískunni. Það var fastur viðskiptavinur hérna inni í morgun sem mátaði hann, ég veit ekki nema hún komi á eftir og kaupi hann.“ „En má ég fá að máta hann? Hann er ekki frátekinn, er það?“ Fína daman virti hana fyrir sér aftur og sagði náðarsamlegast: „Jú, þú getur það ef þú ert í hreinum nærfötum. Það verður að vera hreinn þegar verið er að máta svona dýra og fma vöru.“ Var það lítillækkunin í orðum afgreiðslu- stúlkunnar eða draumur næturinnar, kannski sært stolt eða þessi unaðslega tilfinning að finna svalt silkið veijast um sig? Hún vissi ekki af hverju, en hún komst fyrst til meðvit- undar um hvað hún var búin að gera þegar hún stóð fyrir utan búðina með fint innpakk- aðan pakka undir hendinni. Hvernig átti hún að lifa þennan mánuð þegar hún var búin að eyða mestöllu mánaðarkaupinu og varasjóðn- um? Hún átti ekki einu sinni skó við kjólinn. Hún tali peningana sem eftir voru, kannski gæti hún keypt sér skó fyrir þá? Meinlokan sem náð hafði tökum á henni varð að fá fulla útrás og hún tók stefnu á næstu skóbúð. Stundin er runnin upp. Hægt og hikandi nálgast hún uppljómaðan steinkastalann, þar sem ævintýrið bíður. Af hverju hikar hún núna? Hún skilur ekki sjálfa sig. Er hún hrædd við að ánetjast einhverjum töfraheimi sem hún getur ekki losnað úr? Ljósbrotin úr gluggun- um heilla hana en gera hana um leið hrædda. Ósjálfrátt fær hún svipaða tilfmningu og þeg- ar hún sem lítil stelpa horfði á hamravegginn og ímyndaði sér að þar inni byggju álfar og huldufólk. Þá hafði hún óskað sér inn í berg- ið. Núna var hún að ganga inn í óþekktan hulduheim sem hún var lengi búin að líta löng- unaraugum. Hún réttir fram töfralykilinn. Vængjadyr glers og stáls renna mjúklega til hliðar og hún gengur inn í gegnum rammann. Er hún að ganga inn í fallegt ævintýri eða hvað bíður hennar inni í hamrinum? Glæst salarkynni blasa við henni. Hvítur marmari með dýrum mottum klæðir gólfið, leðurhúsgögn, kristalsljósakrónur með tindr- andi ljósbrot, seiðandi tónlist og fólk, meira fólk, fullt af fólki virðist fylla salinn og dýrð- in margfaldast i þrívidd spegilveggjanna. Kliðurinn eftir rökkurregnið og kyrrðina úti gerir hana ringlaða, mýkt stólanna dregur hana til sín og hún sekkur ofan í einn þeirra. Hún lokar augunum til að jafna sig og heyrir framandi tungur hljóma allt í kringum sig. Hún andar ótt og títt, er búin að reyna mikið á sig án þess að gera sér grein fyrir því. Það hafði verið mikil áreynsla fyrir hana að ganga inn í framandi heim, fjarlægan hennar dag- lega, fábrotna umhverfi. En hún getur ekki setið kyrr lengi. Hún verður að hleypa í sig kjarki, líta í kringum sig og athuga hvort hann er kominn. Hún opnar augun hægt og varlega. Fyrst er um- hverfið óraunverulegt eins og hún sé að horfa á kvikmynd á tjaldi. Þjónar í grænum búning- um svífa um í þokukenndri móðu, með klingjandi glasabakka. Ljósin speglast í gulln- um vökvanum svo alls konar kynjamyndir koma í ljós. Grænklæddu mennirnir bukka sig og beygja fyrir framan fólkið sem tekur við glösunum, horfir dreymandi á drykkjar- föngin. Lygnir aftur augunum og lætur mjöðinn renna mjúklega inn fyrir varirnar. Skyldi það sjá alla speglunina sem hún sér í vökvanum? Fólkið handleikur glös sín í augljósri sælu- vímu og starir á Ijósið brotna í leiftrandi endurskini. Gullveigarnar höfðu sýnilega áhrif. Á bak við há afgreiðsluborð standa þjónar með frosin bros og halla sér mjúklega á móti gestum sem nálgast þá og orðin virð- ast streyma vélrænt af vörum þeirra. Allt í einu finnst henni að allir gefi sér horn- auga. Hún horfir í einn spegilinn og hrekkur við. Hvernig hafði henni dottið í hug að ganga svona til fara beint inn í hulduheiminn? Hví- líkt hrópandi ósamræmi við umhverfið. Hún hafði ekki þorað að koma gangandi í rauða kjólnum, átti heldur enga kápu sem passaði við hann. Að hugsa sér, ef hann kæmi og sæi hana svona til fara á þessum stað. Hvar getur hún skipt um ham? Hún nálgast hikandi dyr með postulinsmynd af konu með mikið hár og í síðum kjól. Hún opnar dyrnar varlega og sér að hún er stödd inni í glæsilegu snyrti- herbergi þar sem speglar hylja alla veggi. Hún grípur andann á lofti þegar hún sér þreytulegu stúlkuna á trosnuðu gallabuxunum og upplit- uðu peysunni. Hrikaleg sjálfsmyndin verður svo stór að hún fyllir út í herbergið. Líkami sjálfsins ýtir oft öllum öðrum til hliðar. Nú varð að hafa skjót handtök. Á svipstundu smeygir stúlkan sér úr peysu og buxum og lætur kalda vatnsbunu hressa sig. Álfkonan hefur veifað töfrasprota sínum og öskubuska er risin upp úr stónni. Stúlkan tekur dansspor fyrir framan spegilinn og rautt pilsið sviptist i kringum hana. Augun taka lit af kjólnum og verða eldheit og rómantísk. Hún brosir framan í spegilinn og blikkar hann. En hvað það er annars spennandi að vera svona fin og vera að ganga inn í ævintýri. I annað sinn gengur hún inn í salinn og núna í takt við fólkið sem fyllir hann. Glæsi- leiki hennar endurspeglast i augnatilliti þeirra sem hún mætir og hún fyllist öryggiskennd um eigin yndisþokka. Hún réttir snjáða tösk- una yfir afgreiðsluborðið og segir brosandi: „Viljið þið vera svo góðir að geyma hana fyrir mig, ég tek hana á eftir.“ Áugu, sem fyrir augnabliki höfðu mælt hana út með fyrir- litningarsvip, mæta henni nú brosandi og stimamjúk kurteisi þess sem aðeins sér hjúp fólksins segir: „Að sjálfsögðu, frú.“ Fötin skapa manninn og viðmótið sem hann fær. Brosið, orðin og stimamýktin bera hana svif- létta að dúnmjúkum stól sem hún sest virðu- lega í, meðvituð um athyglina sem rauði hjúpurinn vekur. Augu hennar leita um allan sal, en finna ekki það sem þau vilja sjá. Sár stingur skerst inn í hjartað. Af hverju kemur hann svona seint? Vill hann láta hana bíða eftir sér? Kemur hann kannski alls ekki, ætlar að svíkja hana? Spurningarnar þyrlast upp í hugann og gera hana dapra. Meðvituð nálægð fær hana til að líta upp. Grænklæddur þjónn stendur hjá henni og rétt- ir fram glas. „Herrann við næsta borð sendir þetta með kærri kveðju.“ Hún lítur til hliðar og finnur heit, brún augu stingast óþægilega segjandi inn í sig. Undarleg tilfinning kemur yfir hana eins og hún svífi í lausu lofti. Hún þorir ekki að líta aftur í þessi ókunnu, sterku augu en freistast til að dreypa á veigunum af því að hún veit ekki hvað hún á af sér að gera á meðan hún bíður. Hún er búin að drekka niður i hálft glasið áður en hún veit af. Og skyndilega er öll þreyta og kveljandi biðtil- finning horfin. Heit sælukennd fer um hana og fagnandi tilhlökkun yfir því að vera til og geta notið þess að vera á þessum framandi stað. Núna er hún komin inn í ævintýrið og lætur berast óðfluga á vængjum þess út í óra- víddir ímyndunaraflsins. Þráin eftir honum sem lætur bíða eftir sér blundar ennþá dýpst í sálinni, en áhrif umhverfis og drykkjarfanga deyfa sársaukann og smám saman færist hún lengra og lengra inn í hulduheiminn, þó að hann sé allt öðruvísi en hana hafði dreymt um. Annað glas er komið á borðið til hennar sem geislar enn sterkar og hlý nálgun heits líkama firrir hana einmanaleika. Marglit Ijósakróna snýst yfir dansgólfinu og breytir urn lit við hvern hring. Dansfólkið verður svo einkennilega fjarlægt. Dansandi fætur birtast og hverfast inn í lit- ina. Er þetta ekki kristalskúla sem snýst í ljósbrotinu fyrir framan hana og sem allir 54 VI KAN 5. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.