Vikan


Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 8

Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 8
Gluggaskraut. Glerblóm og fjörusteinn. on). Það er brýnt að verkin hafi góð áhrif á fólk, ég vil ekki koma aftan að því, það er nóg af ljótum hlutum í heiminum hvort sem er.“ - Hvernig gengur að lifa af listinni? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn ein- göngu við glerlistina. Undanfarin ár hef ég unnið við kennslu og listin verið aukabúgrein en mér finnst mikill munaður að geta einbeitt mér eingöngu að henni. Jafnframt finnst mér það dálítið ábyrgðarlaust. En þetta veitir mér mikla gleði. Ég hlakka til hvers dags eins og ég sé sífellt að leika mér.“ - Og nú ertu að undirbúa ferðina til Frakk- lands? „Já, en veistu, ég er bara búin með fjórar af þeim fimmtán myndum sem ég á að sýna í Frakklandi. En ég vinn nú reyndar best undir pressu.“ - Hversu langan tíma tekur það þig að gera eina mynd eins og þú ætlar með til Frakk- lands? „Ef ég geri ekkert annað er ég um það bil tvær vikur en ef ég þyrfti að vinna með tæki það mig urn mánuð að fullklára hverja mynd.“ - Nú eru það speglar sem er ætlað að hanga á vegg sem þú ert að vinna að núna en ekki steindir gluggar eins og þú ert líklega þekkt- ust fyrir. Hvers vegna skiptir þú yfir í spegl- ana? Ingunn fer að hlæja og segir: „Ég hef víst sagt þetta oft áður en kveikjan var sú að ég er mjög hrifin af íþróttum og stunda þær raun- ar sjálf, en stundum ganga þær út í öfgar. Mér ofbýður stundum þessi sjálfshrifning íþróttamanna, sérstaklega þeirra sem eru í vaxtarrækt, þegar þeir standa fyrir framan spegil og hnykla vöðvana. Mér fannst að þeir hefðu gott af því að gjóa augunum á eitthvað annað en sjálfa sig og því fór ég út í spegl- ana. Það má eiginlega segja að þetta sé svar mitt við vaxtarræktinni." - Hvernig stóð á því að þér var boðið að vera með einkasýningu í Frakklandi? „Jaques Foire er mjög þekktur glerlistar- maður í Frakklandi, konan hans á og rekur eitt stærsta glerlistargalleríið í Chartres sem er borg nálægt París. Madame Foire hafði séð eitthvað af verkum eftir mig og langaði til að sjá meira. í fyrravetur sendi ég henni ljós- myndir af verkum eftir mig og fór svo sjálf út síðastliðið vor og þá var þessi sýning ákveð- in.“ - En Chartres, hvers konar borg er hún? „Chartres er miðstöð glerlistarinnar í Frakklandi. Þar er dómkirkja sem er mjög fræg fyrir stórkostlega steinda glugga. Fólk kemur hvaðanæva að til að skoða þá. Þarna búa frægustu glerlistarmenn Frakklands. Auk þess eru í Chartres öll bestu glerlistargalleríin og þar er gott að kaupa gler.“ - Að lokum, hvað er svona heillandi við að vinna gler? „Það sameinar þrennt sem mér er mjög mikilvægt: það er skemmtilegt, það er gefandi og það er oftast nær þakklátt. Én ef mér líkar ekki útkoman get ég alltaf látið verkin detta í gólfið og þá eru þau ekki lengur til," segir Ingunn hlæjandi en bætir svo við: „Það hefur reyndar aldrei reynt á það til þessa.“ 8 VIKAN 5. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.