Vikan


Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 52
Smásaga eftir Oddnýju Björgvinsdóttur Regnið féll þungt og kalt á alla vegfarendur sem hröðuðu sér eftir stórgötu Reykjavíkur, brúnaþungir og niðurbeygðir, mótaðir af veð- urgrámanum. Við og við sást glitta í sólina á bak við regn- þrungin skýin, blik hennar sýndi að oft er ekki langt á milli skins og skúra eða hláturs og gráts. Örlítill sólargeisli náði jafnvel að brjótast í gegn og gylla andlit ungrar stúlku sem í andstöðu við alla aðra gekk hægt og dreymandi eftir götunni. Augun voru hálflok- uð, bros lék um varirnar og einbeittur nef- broddur stóð upp í loftið svo að regntárin runnu niður finlegt andlitið. Einbeitni og ákveðni lýstu út úr svipnum, en dreymandi andlitsdrættir sýndu tilhneigingu til andstöðu við veruleikann. Hún elskaði regnið. Þungi þess og kaldur svali skýrðu hugsunina og gerðu hana ferska og tæra. Hljómfall dropanna þegar þeir skullu á malbikinu var svo ljóðrænt að það var næstum hægt að dansa eftir því. Stúlkan var létt í spori, líkaminn fjaðurmagnaður og hún virtist sveifla sér eftir innra tónfalli. Það var líka miðinn sem hún fann fyrir í vasanum sem gerði hana glaða. Hún lét fmgurna líða hægt eftir upphleyptum stöfunum, hver einasta let- urrún var greypt í huganum. Snjóhvítur miðinn með gyllta stafaletrinu var lykill að ævintýrahöll. Hún þurfti ekki annað en að rétta hann fram og þá hafði hann sömu áhrif og töfraorðin úr ævintýrinu, „Sesam, Sesam, opnist þú“. Oft var hún búin að ganga fram- hjá Höllinni, stara stórum augum á alla ljósadýrðina, hlusta á óm af seiðandi tónum, heyra hlátrasköll og láta sig dreyma. Núna gat hún gengið inn í dýrðina og gert draum- inn að veruleika. Það var dansandi glöð stúlka sem sveif eft- ir regngráu malbiki á stórgötu lítillar borgar, stórborgar á íslenskan mælikvarða. Allt var svo skínandi bjart og fallegt í huga hennar og jafnvel köld haustrigning varð að hljóm- list. En skyndilega náði glampi frá næsta umhverfi að brjótast inn í skynjunina og hún nam staðar. „Gat þetta verið?“ Hún trúði varla sínum eigin augum og stóð sem steini lostin. Þarna blasti hann við henni, fallegri en hún hafði getað ímyndað sér í villtustu draumum sínum. Hugræn geðhrif hrundu af henni og draumórar hégómagirndar urðu yfirsterkari. Hún stóð sem bergnumin og starði á rauðan, bylgjandi léttleika sem sveipaðist um gínu í glugga. Liturinn var heillandi rómantískur, hálsmálið eins og hana hafði alltaf dreymt um og mittið féll töfrandi að. Rauði kjóllinn virtist tala til hennar úr glugganum og segja: „Ef þú leyfir mér að hjúpa þig skal ég bera þig inn í ævintýri.“ I hugsýn sá hún sjálfa sig svífa fislétta í rauðum silkihjúp, eftir gljáandi, spegilskyggðu dans- gólfi í sterkum örmum og fann hlýju og aðdáun lýsa úr augunum sem voru henni kærust. Allt vildi hún gefa til að finna þessa hlýju, sterku kennd sem geislaði frá honum. Hann hafði svifið inn í vitund hennar eitt kvöld á liðnu sumri og ekki vikið þaðan síðan. Allt var svo yndislegt sem tengdist honum. Aðstöðumunurinn á milli þeirra skapaði þó sterka vanmáttarkennd hjá henni. Hún fann sárt til þess að hún var aðeins fátæk skóla- stúlka, en hann bjó í eigin íbúð í finasta hverfi Reykjavíkur. Hann var líka háskóla- genginn og vissi miklu meira en hún. Hún var í raun auðmjúk að hann skyldi hafa veitt henni eftirtekt og gefið henni aðgöngumiða á dansleik í Höllinni. Hún hafði aldrei komið inn í íbúðina til hans, hafði aldrei þorað þangað ein. Samt hafði hann boðið henni, jafnvel krafist að hún kæmi um leið og sterkur bjarmi hafði logað úr augum hans. Hún vissi vel hvað bjarminn þýddi og hún hataði sjálfa sig fyrir þetta gam- aldags, þrúgandi siðferði og vissi að það gekk ekki til lengdar ef hún ætti að halda áhuga hans. Hún varð að stíga skrefíð fyrr en síðar. Grá haustrigningin varð allt í einu ísköld og nöpur. Hrollur fór um hana er bleytan og kuldinn þrengdu sér inn að beini. Spegilmynd hennar hrópaði á móti henni við hlið skart- klæddrar gínunnar í speglan glerrúðunnar eins og til að sýna henni blákaldan veruleikann. Mikið var hún annars fáránlega hlægileg þar sem hún stóð í gamaldags, slitinni úlpu, út- gengnum skóm og með úttroðna skólatösku á bakinu og að vera að láta sig dreyma um dýran samkvæmiskjól. Hvað var hún búin að standa þarna lengi? Maginn gerðist áleitinn og kallaði á hana. Það var alveg rétt, hún hafði ekkert borðað síðan í morgun og átti enga peninga fyrir mat í kvöld. Kannski fengi hún útborgað á morg- un og þá--------af hverju ekki? Hún varð skyndilega bitur út í ástandið. Af hverju þurfti hún alltaf að velta hverri krónu fyrir sér? Svarið sem hún vildi útiloka á þessari stundu var áleitið. Það var markmiðið sem hún var búin að setja sér sem ekki leyfði krókaleiðir í átt til freistinga. Hún ætlaði sér að verða sjálfstæð kona og treysta aðeins á sjálfa sig í lífinu. Var það hægt? Mynd móður hennar leið fram í hugann. Kona á besta aldri, þreytt, vonsvikin og lífs- leið. Móðirin hafði treyst á eina lífsstoð, föðurinn sem hafði bognað. Eftir að lífsstoðin hafði gefið sig var eins og allt viljaþrek og lífsþróttur hefði gufað upp og stúlkan sá móðurina berast sem stefnulaust rekald á villi- götum. Hún hafði ekki getað horft upp á þessa blíðu, fórnandi veru verða að engu, en sjálf hafði hún verið úrræðalaus. Hún hafði flúið af hólmi frá þorpinu þar sem allir þekktu alla og horfið á vit stórborg- 52 VIKAN 5. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.