Vikan


Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 14
Smásaga eftir Halla Teits sjálfur í hlut. Hins vegar var það yndi hans að leita uppi snögga bletti á öðrum og núa salti í sárin. Vegna þessarar áráttu Togga hlakkaði nú í mörgum manninum sem hafði orð- ið að þola kvikindislegar athugasemdir hans þegar síst skyldi. - Sá á nú eftir að fá á gumpinn af þessu! rumdi í Pétri pakk sem hafði æðioft orðið undir í viðureigninni við Togga og hans menn í pólitíkinni. Pétur hafði setið í hreppsnefndinni í mörg ár en verið einangraður af mönnum Togga og nánast alveg áhrifalaus. Þetta sveið honum og var kalt til sveitarstjórans. Magga Ármanns hafði unnið á skrif- stofu kaupfélagsins alveg frá því hún skildi við karlinn sinn, hann Bjarna Sveins, bílstjóra á kaupfélagsbílnum. Þau eignuðust tvö börn. pilt og stúlku, og þegar búið var að ferma þau hafði Magga skilið við hann rétt eins og ekk- ert væri eðlilegra. Það hafði aldrei verið upp á marga fiska, samkomulagið hjá þeim, og ástin ekki verið fyrirferðarmik- il. Okkur var öllum kunnugt um að hún hafði ekki aldeilis verið við eina fjölina felld í ástamálunum. Það hafði verið heilmikið talað um Hallberg kennara og hana fyrst eftir að hann kom í pláss- ið til að endursmíða bryggjuna en það hafði ekkert orðið úr því. Hallbergur fékk augastað á Maríu hans Elíasar. Hún var þá nokkru áður komin úr ljós- móðurnámi í Reykjavík. Málið var nú rætt frá öllum hliðum og menn skiptust á ýmsum upplýsingum og söfnuðu þeim í sameiginlegan sjóð. Allt var tínt til sem að gagni kom við að upplýsa málið. Það kom í ljós að um ótvíræðan sam- drátt hafði verið að ræða hjá þeim Möggu og Togga. Það hafði víða og oft sést til þeirra saman og bíllinn hans hafði iðulega staðið framan við Ösp, litla húsið hennar sem stóð ofarlega i byggðinni. Þaðan var gott útsýni yfir höfnina sem að sjálfsögðu var aðaíat- hafnasvæði staðarins. Húsinu hafði hún haldið eftir við skilnaðinn en Bjarni flutti þá heim til foreldra sinna sem bjuggu á Borg, ágælri jörð skammt aust- an við þorpið. Hann hafði ekki kvænst á ný og Magga ekki gifst aftur. En þrátt fyrir þessar ökuferðir þeirra tveggja hafði engan grunað hið minnsta. Það virtist svo ofur eðlilegt að Toggi keyrði hana heim og hún byði honum upp á kaffi að enginn leiddi hugann að því að þarna væri annað og meira á ferðinni heldur en greiðasemi hjá Togga. Menn sáu nú að slikt var auðvitað fásinna. Toggi var enginn greiðamaður og aug- ljóst hefði átt að vera að eitthvað byggi þar undir. Helst var hægt að segja að Steina í Hlíð væri vinkona Möggu. Samt var það svo að hún vissi mest lítið um samdrátt á milli Möggu og Togga, þó var ekki fyrir að synja að hana hefði grunað sitt af hverju um tíma. Það var orðið æði- langt síðan henni flaug í hug hvað Toggi gerði sér dælt við Möggu og þá ekki síður að hún skyldi líta við honum eða yfirleitt fá sig til þess að láta hann keyra sig svona oft heim úr vinnunni. En svo hugsaði hún ekki meira um það - og nú kom þetta i ljós! En hún sagði þetta nú eftir á og þá sjálfsagt mest til að sýnast. Magga og Toggi létu eins og ekkert hefði í skorist. Þau stunduðu dagleg störf sín óbreytt í fasi og á allan máta eðlileg. Þó var það svo að ýmislegt í fari Möggu breyttist eftir því sem vik- urnar liðu. Hún hafði einn daginn brugðið sér austur á Núpsfjörð og kom- ið til baka stuttklippt með ljósa lokka í svörtu hárinu. Hún hafði líka keypl sér nýjan fatnað; fallega rauða úlpu með loðkraga og hettu og sitthvað fleira. Það varð ekki annað sagt en Magga væri glæsileg. Hún hafði frítt andlit, var grönn og vel vaxin. En svo farið væri i samanburð þá var Guðlaug líka mjög myndarleg kona. Hún var kannski full- holdskörp og hörkuleg á svip en hún var ákaflega alúðleg og glaðvær þrátt fyrir hægláta framkomu. - Já, hún er svo sem engin herfa, hún Guðlaug, þrumaði Jóna í Búð þegar hún tiplaði inn á kaffistofuna i frystihúsinu í morgunkaffið. Annars get ég ekki skilið hvað hann Toggi svo sem sér við hana Möggu í Ösp. Það er kannski ekki ófrítt á henni fésið, en drottinn minn, það er nú mikill mannamunur á þeim tveim, henni Möggu og henni Guðlaugu! Sannarlega var þetla ævintýri hvalreki á fjörur fólks í plássinu Annað eins eða svipað hafði ekki gerst síðan Héðinn á Oddsstöðum stökk af heimilinu frá konu og tjórum börnum og fór alla leið vestur á firði og tók saman við ein- hverja stelpu, miklu yngri en hann var. Hann hafði aldrei komið heim síðan og ekki einu sinni frést af honum, hvað þá meira, og það voru liðin sex ár. En henni hafði samt farnast vel. konunni hans, henni Guggu á Oddsstöðum, og hún komist vel af með öll sín börn enda voru þau sum orðin þroskaðir unglingar og léttu mikið undir með henni. Steina í Hlíð hafði mikinn áhuga á því að komast að einhverju Heiru um „kvennafarið hans Togga“, eins og farið var að nefna þessa sambúð í þorpinu. Hún dreif sig því einn daginn, skömmu eftir að Toggi flutti til Möggu, á kaup- félagsskrifstofuna til þess að hitta Möggu. En Magga var siður en svo skrafhreifin við hana, nálgaðist reyndar að vera afundin. Þegar Steina hafði svo orð á því að líta inn í kaffisopa heima hjá Möggu fékk hún það svarað Magga hefði í svo miklu að stússast þessa dag- ana að það yrði víst að verða svolitil bið á þvi. Og Steina fór og var heldur óhress með heimsóknina. Þau Magga og Toggi virtust una sér vel í þessu nýstofnaða sambandi - hvað átti svo sem að nefna það? Eftir því sem dagarnir liðu og urðu að vikum straukst hógværðin og leyndin af Möggu og í staðinn rann á hana eins konar upp- hafning og viss sigurvima að því er virtist. Toggi, sem hafði mest llogið lágt í byrjun, varð líka frjálsari í fasi og fór aftur að venja komur sínar niður á bryggjuna að spjalla við okkur sem söfnuðumst þar saman. Menn voru hálfvandræðalegir i l'yrsl- unni en það rauk af þeim með timanum og þá var farið að snerta á þessu máli, ósköp varlega í fyrstunni en smám sam- an færðist galsi í karlana og þeir létu hill og þetta fjúka. Toggi lók því furðanlega vel en kærði sig samt augsýnilega ekki um það og leiddi talið strax að einhverju öðru. Auðvitað kom svo að því að Magga í Ösp bauð Steinu í Hlíð að skreppa með sér heim í kaffisopa. Toggi var ekki heima enda upplýsli Magga að hann hel'ði skroppið austurá Núpsfjörð síðdegis einhverra erinda. Magga varð skrafhreifin um sambúð- ina og aðdraganda hennar. Hún sagði Steinu frá því að Guðlaug hefði vitað um samdráttinn milli þeirra Togga nær alveg frá upphall en aldrei gefið honum neitt í skyn um vitneskju sína fyrr en eina nóltina þegar hann kom frá Möggu 14 VIKAN 24 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.