Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 19
yrði að þetta er miklu áhugaverðara en túlkun yðar á kaupmanninum í Feneyjum. Ég samhryggist yður vegna frænku yðar. ..“ „Þakka yður fyrir,“ greip George fram í. „Ég verð að viðurkenna að ég tek lát hennar ekki mjög nærri mér, ég þekkti hana næstum ekkert. Ég hafði ekki hitt hana fyrr en nú og hún var ekki einu sinni skyld mér, hún var stjúpsystir pabba. Ég er hins vegar miður mín af því að ég leiddi viljandi hjá mér hjálparbeiðni hennar." „Það er einmitt það. Er það rétt skilið hjá mér að hún hafi verið eini eftirlifandi ættingi yðar?“ „Það er rétt.“ „Það er því eðlilegt að álykta sem svo að hún hafi arfleitt yður að ein- hverju.“ „Það er nú kannski fullmikið sagt. Hún og pabbi rifust og hún hafði aldr- ei skrifað mér svo mikið sem eina línu þangað til ég fékk bréf frá henni um daginn þar sem hún bauð mér að koma og hitta sig. Ég bjóst ekki við arfi frá henni." „Jæja, það er athyglisvert. Athugum nú hvort ég hef skilið þetta rétt. Frænka yðar Ibr til Kenya fyrir um fjörutíu árum og dvaldist þar samfellt þangað til í síðasta mánuði að hún hélt heim til Englands. Meðai annarra orða, hvers vegna flutti hún, var ein- hver sérstök ástæða?" „Hún var orðin illa stæð fjárhags- lega þannig að hún varð að draga saman seglin og hún vildi heldur gera það í Englandi þar sem hún þekkti engan." „Ég skil, en arfur yðar. . .“ „Hún var liftryggð fyrir háa fjár- upphæð. Lagskonan, Preedy, fær helminginn en ég afganginn." George hikaði en sagði síðan: „Hver haldið þér að hafi myrt hana? Var þetta inn- brotsþjófur eða var það fröken Preedy?" „Hvorugt," sagði Fen ákveðinn. „Eigið þér mynd af frænku yðar?“ George hristi höfuðið undrandi: „Nei, því miður, en. . .“ „Þá verðum við að treysta á fyrrum nemanda minn, Dawkins að nafni. Hann hefur búið í Nairobi í nokkur ár og er mikill samkvæmishaukur. Ef hann kannast ekki við frænku yðar og fröken Preedy þá gerir enginn það.“ Fen stóð upp. „Það er fljótlegast að senda skeyti, komdu aftur eftir svona tvo klukkutíma." Að tveim tímum liðnum var svar- skeytið komið, það var svohljóðandi: „Fancy Loomis heyrnarlaus. Preedy heyrir ágætlega. Kveðja, Dawkins." George las þetta undrandi. „Hvað þýðir þetta, herra?" spurði hann skiln- ingsvana. Fen rumdi: „Við verðum líklega að fá kenningu mína staðfesta með því að senda ljósmynd til Kenya," sagði hann. „Ég er þegar búinn að hringja í lögregluna og hún er sammála mér. En út frá því sem þér hafið sagt mér þá er ég ekki í vafa um endalokin." „En ég skil hvorki upp né niður í þessu, herra." „Svona, svona, George. Þér hljótið að gera yður grein fyrir því að konan, sem þér hélduð að væri fröken Pree- dy, var í raun frænka yðar og sú sem þér hélduð að væri frænka yðar var fröken Preedy. Það er heldur ekki erfitt að giska á ástæðurnar fyrir þessu. Frænka yðar er orðin illa stödd og líftryggingin er eina tekjulindin sem hún getur gripið til. Hvað gerir hún þá? Hún tekur fröken Preedy með sér heim til Eng- lands þar sem enginn þekkir þær. Þær skipta um hlutverk og síðan myrðir frænka yðar fröken Preedy til þess að komast yfir helminginn af líftrygging- arfénu." Fen dró upp sígarettu. „Yður var boðið í heimsókn sem erfingja til að dreifa á fleiri hendur þeim illa grun sem hlyti að kvikna hjá lögreglunni. Ef það tækist ekki var innbrotið sett á svið til að dreifa athygli lögreglunn- ar. Við komum líklega aldrei til með að vita hvernig frænka yðar fór að því að fá fröken Preedy til að taka þátt í leiknum. Preedy var veiklunduð kona og lét frænku yðar stjórna sér en hana grunaði samt ýmislegt. Þér munið líklega að hún sagði: „Ég veit ekki af hverju hún er að þessu.““ „En hvernig veistu allt þetta, herra?“ „Útvarpið, minn kæri George," sagði Fen. „Auðvitað útvarpið. Það var lágt stillt, eins og þér líklega mun- ið, og „frænka" yðar var með heyrn- artækið í eyranu. Nú, þér töluðuð við hana lágri röddu í fyrstu. Ef konan, sem þér voruð að tala við, var heyrn- ardauf og notaði i raun og veru heyrnartæki hefði það magnað út- varpið óþægilega mikið upp í eyrum hennar þótt yður fyndist það alls ekki hátt stillt. Geturðu ímyndað þér nokkra manneskju undir slíkum kringumstæðum tala í lágum hljóðum, jafnvel hvísla að yður? Talið þér við fólk í lágum hljóðum ef útvarpið þrumar á fullum styrkleika? Það er því augljóst að konan, sem þér töluðuð við, var alls ekki heyrnar- laus. Ég áttaði mig strax á því að hér voru brögð í tafli og það þurfti ekki að rannsaka málið lengi til að komast að hinu sanna.“ Fen dæsti: „Mér þykir fyrir því, George, en líklega fær frænka yðar fijótlega að dingla í gálganum.“ 28. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.