Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 29

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 29
YJkA\ OG TTLVERAN Símatíinar og samkcppni Eitt mest notaða orð í fjölmiðlum þessi misserin er orðið fjölmiðill eða einhver orð dregin af því. Fjölmiðlum verður tíðrætt um sjálfa sig og samkeppni sína við aðra fjölmiðla. Þeim er umhugað um áhrif þessarar samkeppni á fjölmiðla- markaðinn og neytendur og loks eru þeir uppfullir af viðtölum við fjölmiðlafólk um persónulega hagi þess og störf þess við fjölmiðlana. Fjölmiðlar heyja harða baráttu og sú barátta snýst fyrst og fremst um fjármagn frá auglýsendum til að standa straum af þessari baráttu. Baráttan um auglýsendurna birtist hins vegar í samkeppni fjölmiðlanna um hlustendur, áhorfendur eða lesendur að þessum auglýsingum. En þar sem flestir neytendur, að börnum undanskildum, hafa áhuga á ein- hverju öðru en auglýsingum í fjölmiðlunum leggur fjölmiðla- fólk allt kapp á að gera neytendunum til hæfis með annars við til kvölds. Auk fyrri starfa við lesendabréf, draumaráðn- ingar og óskalagaþætti hringir það í hverja útvarpsrásina af annarri og kvartar, sendir afmæliskveðjur, svarar gátum eða selur kanarífugla á flóamarkaði. Síðasta verk þess fyrir svefninn er að hringja í opna línu á Stöð 2. En þá er þetta fólk yfirleitt orðið svo úrvinda eftir daginn að í stað þess að leggja gáfulega spurningu fyrir þann sem situr fyrir svör- um stynur það út úr sér brúðkaupskveðju til Lolla og Dísu. Annars er ekki nóg með að fjölmiðlarnir hafi breytt lífi þessa tiltekna hóps heldur eru þeir á góðri leið með að breyta heiminum. Keppni þeirra urn neytendur birtist meðal annars í keppni um að vera fyrstir með fréttirnar og sú sam- keppni getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á mannkyns- og Islandssöguna. VIKAN var einn fyrsti fjölmiðillinn sem flutti neytendum fréttir af framtíðinni og það gerir hún enn konar efni; þar á meðal frettum af viðburðum líðandi stund- ar, stöðu sinni gagnvart öðrum fjölmiðlum og fyrrnefndum viðtölum við fjölmiðlafólk. Eitt vinsælasta efni neytenda eru þó neytendur sjálfir; þættir eða dálkar þar sem þeir geta komið skoðunum sínum á framfæri, sent kveðjur, kvartað eða leitað svara við ýmsum spurningum. Neytendur eru að vísu misjafnlega áhugasamir um slíka liði en ákveðin stétt þeirra hefur þó ólaunaða atvinnu við þessa dagskrárgerð. Áður en fjölmiðlabyltingin gekk í garð lifði þetta fólk rólegu lífi. Það lét sér nægja að senda kveðju í óskalög sjómanna aðra hverja viku, skrifaði máski eitt eða tvö bréf á mánuði í Velvakanda og lesendadálk DV og hringdi svo á beina línu Ríkisútvarpsins þegar þess var kostur. Líf þessa fólks hefur gjörbreyst. Nú á það fullt í fangi með að nýta sér alla þessa nýju möguleika sem hafa opnast að undanförnu. Það vaknar eldsnemma á morgnana og er með árlegu viðtali við völvu. Flestir fjölmiðlar hafa fylgt í kjölfarið og nú er svo komið að þeir eru fullir af vangavelt- um um þróun mála. Skoðanakannanir segja fyrir um úrslit kosninga af slíkri nákvæmni að það er nánast formsatriði að kjósa. í kjölfar skoðanakannana mynda fjölmiðlarnir rik- isstjórnir, lýsa þróun efnahagsmála með tilliti til þess og sjá svo í hendi sér hvenær þessi ímyndaða stjórn fellur og efnt verður til nýrra kosninga. Enn eru margar slíkar framtíðarfréttir byggðar á vangavelt- um og hæpnum líkindum en með aukinni tækni, æfingu og þó fyrst og fremst samkeppni má búast við að fréttir sér- hvers dags liggi að mestu fyrir daginn áður. Við getum átt von á því að fá fréttir í þessum dúr: „Um miðjan dag á morgun ferst farþegaþota austur af Filippseyjum eftir mis- heppnaða lendingu. 426 manns farast og 18 komast af en ennþá er óljóst hverjir það verða." 28. TBL VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.