Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 37
Eirikur var bænheyrður. Hann fékk góða konu, fallegt barn og rólegheit. Hér er Eiríkur ásamt Katrinu Baldursdóttur, konu sinni, og Lovísu dóttur þeirra. tveir sem stofnuðum fyrirtæki sem hét Ice Press International Copenhagen. Við höfð- um meira að segja kontór í hjarta borgarinn- ar. Félagi minn, Pál! Sólnes, var miklu hagvanari í borginni en ég, hann þekkti alla staðhætti. Hann hjálpaði Eiriki Jónssyni - Kaupmannahöfn mikið og á svona þrjátíu prósent í nafninu. Að hafa Pál á skrifstof- unni var eins og að geta llett upp í gagna- banka í tölvu. Hann þekkti pólitíkina inn og út ásamt flestu öðru sem ég þurfti að vita. Hann vissi líka mikið um músíkina cn ég var með poppþætti með danskri tónlist. Uppistaðan í fyrirtækinu var l'réttaritarinn en það tók cinnig að sér ýmis ólík verkefni sem tcngdust ekki beint fréttaritarastarfmu. Við þýddum áróðursbæklinga fyrir Efna- hagsbandalag Evrópu yllr á íslensku, tókum á móti íslenskum kartöflubændum sem komu út til að kaupa vélar sem frantleiða franskar kartöflur og gerðum ýmislegt fleira." Nú ert þú grcinilega orðinn ansi sjóaður í blaðamennskunni. Atlu cinhver góð ráð fyrir ungt fólk sem hefur álmga á að fara út í þennan bransa? „Fyrsta grundvallaratriðið er að mennta sig vcl. Þá skiptir ckki máli hvort það.er í skordýrafræði, bókmcnntasögu, viðskipta- fræði cða cinhverju öðru. Númer eitt, tvö og þrjú er að vera vel menntaður en ekki eins og álfur út úr hól. Það versta sem mað- Ég held nefnilega að ég hafi verió táningur fram ad þrítugu. ur sér er ómenntaður blaðamaður. Þetta er svo viðkvæmt starf og viðfeðmt að menntun- in skiptir öllu máli. I háskólanámi lærir fólk heimildaöflun og hvernig það á að halda sig við vísindaleg vinnubrögð. Þegar l'ólk er búið að mennta sig er mjög gott að vinna í tvö, þrjú ár með Jónasi Kristjánssyni, rit- stjóra DV. Það er alveg kapítuli út af fyrir sig. Af honum lærir fólk grundvallaratriði í blaðamennsku því Jónas er blaðamaður af lífi og sál en ekki pólitískur ritstjóri eins og flestir ritstjórar á landinu eru. Semsagt, þeir sem ná sér í almennilega menntun og vinna svo í nokkur ár hjá Jónasi eru færir í flestan sjó, það er að segja ef þeir geta orðið blaða- menn á annað borð. Að mínu mati eru nefnilega ekki allir sem geta það, sama hve lengi þeir eru í starfinu. Sumir skilja aldrei út á hvað þetta gengur." En snúum okkur að öðru. Hvað gerirðu í frístundum? Aðaláhugamálið er konan min. Okkur finnst mjög gott að vera tvö saman. Svo eru það dætur mínar tvær, þær eru hátt skrifað- ar hjá mér. Fyrir utan þann tíma, sem ég eyði með þeim þrem, stunda ég hesta- mennsku og sund. Ég er mikill hestamaður og á hest. Eg stunda hestamennskuna eftir gamla laginu, eins og ég lærði þetta í sveit- inni fyrir austan hjá afa mínum. Það var fyrir daga þýsku áhrifanna. Keppnisíþróttir í hestamennsku eru nokkuð sem ég hef aldr- ei komið nálægt. Ekki nema í gamla daga fyrir austan. Þá var ég knapi á kappreiðum en lenti alltaf í öðru sæti. Ég veit ekki hvers vegna. Sennilega hef ég alltaf startað á eftir hinum - ha, ha. En ég hef aldrei keppt í hestaíþróttum eins og þær eru í dag. Þetta er svona fjölskyldusport. Til dæmis á ég syst- ur sem gerir helst ekki annað en að vera á hestbaki. Nú, svo er það sundið. Ég syndi tvö hundruð metra á dag til að halda mér í formi. En ég held nú að ég verði að fara að auka þetta í þrjú hundruð. Ég sinni báðum þessum íþróttum eða áhugamálum með kon- unni minni. Við förum saman í sund og á hestbak." Blaðamennskan hefur verið mikill áhrifa- valdur í lífi Eiríks. Á DV kynntist hann Katrínu, konunni sinni, en þau eru nýgift. „Við kynntumst á þeim tíma þegar við unnum bæði á DV. Þá var ég að vinna að framhaldsfréttum sem fjölluðu um kynferð- 28. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.