Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 54
Unaður jarðar Eg lagði bréfið í eldtrausta skápinn minn. Það mundi ekki fylgja málsskjölunum. Því næst sagði ég í hálfkæringi við sjálfan mig: Það er sitt af hverju sem hefði getað stað- ið í bréfinu. Það hefði getað leitt okkur á rétta sporið. Hugsa sér að það skuli vera fram- ið morð í rólegu héraði þar sem slíkt hryðju- verk hefur aldrei gerst fyrr. Hér hefur ónefndur sýslumaður fengið upp í fangið stærsta tækifæri lifs síns. Og svo skilur hann eftir sig bréf sem segja má að sé gamaldags Ijóð! Og hann skrifar ekki einu sinni nafnið á viðtakandanum! Ég hefði gjarnan viljað vita hvar hann drakk síðdegiskaffið. Ég var töluvert taugaspenntur vegna þessa máls en vinur minn, héraðslæknirinn, sagði: Vertu bara rólegur. Konráð Hassel þurfum við ekki að hugsa um lengur. Hin réttu dóms- stig hafa nú tekið hann að sér. Þeir senda hingað upp eftir sérstaka rannsóknarnefnd. Allt verður upplýst eftir röð og reglu. Farðu heim og fáðu þér töflu af líbríum og hugsaðu um konuna og börnin. Þú ert hamingjusamur maður, latur og duglítill. Þú ert laus við alla erfiðleika í þessu máli - og sofðu nú vel. Það var likskoðun á sjúkrahúsinu. Leyni- lögreglumenn og sérfræðingar komu, menn í einkennisklæðum og menn í venjulegum fatn- aði, já, og auk þeirra ung og falleg stúlka. Hún var einkaritari og hefði ekki átt að vera í neinum tengslum við morð. Þau bjuggu á hótelinu, athuguðu umhverfið ntjög gaum- gæfilega, spurðu og skrifuðu hjá sér, sneru við öllu í bílnum og öllu sem tilheyrt hafði Konráði Hassel. Ég held að þau hafi ekki orðið neins vísari. En aðalvitnið kom til min og gaf sig fram, ungur maður sem vissulega hafði frá ýmsu markverðu að segja. Nafnlausi sýslumaðurinn var enginn einmani, hann naut trausts allra í héraðinu. Þeir vissu að hver sem var gat talað við hann. Dag nokkurn kom ungi maðurinn til mín á skrifstofuna. Ég bauð honum sæti og gaf honum vindil. Ég þekkti vel foreldra hans og einnig piltinn. hann var skógarhöggsmaður og dálítið áberandi hneigður fyrir dans, vín og víf, enginn sérstakur gáfnagarpur en við- felldinn og viljasterkur náungi. Hann sagði svo frá: Þennan dag vann ég rétt við veginn, unt það bil sautján kílómetra frá staðnum þar sem maðurinn var skotinn. Ég hafði nýlega lokið vinnu, sat á trjábol og dundaði við að reikna út hvað ég hefði unnið mér inn. Þá heyrði ég að einhver kom gangandi eftir veginum. Það var ungur maður á aldur við mig, ef til vill dálítið yngri. Hann var húfulaus með sítt hár, í rauðum flauelsbuxum og brúnum jakka, með sígarettustubb í munni. Hann sá ntig ekki. Þá kom allt í einu einhver akandi á fólks- bíl. Pilturinn gekk út á vegarbrúnina, gaf bílstjóranum merki, vildi greinilega komast eitthvað með honum „á puttanum". Ljósblár Opelbíll dró úr ferðinni, nam siðan staðar og ég heyrði að karlmannsrödd mælti: Gjörðu svo vel og komdu inn. Því næst hélt bíllinn áfram. Ég greip hjólið mitt og flýtti mér heim. Þá hjólaði ég fram hjá bílnum nákvæmlega á þeim stað þar sem þú fannst hann. Eldunar- tæki var á vegarbrúninni. Þeir höfðu fengið sér kaffisopa. Ég kom hljóðlega svo að þeir heyrðu ekkert til mín. Ég sá að maðurinn gaf piltinum hundrað króna seðil og heyrði að hann sagði: Kauptu þér vinnubuxur og fáðu þér eitthvert fast starf. Hér í grenndinni býr gott fólk. Þú getur áreiðanlega fengið hér vinnu, að minnsta kosti fyrir fæði og hús- næði, og það er vissulega góð byrjun. Meira heyrði ég ekki. Ég leit til baka þar sem vegurinn beygir. Þá sá ég að pilturinn gekk burt. Leistu á klukkuna? Nei, en það var rétt áðuf en tók að rökkva. Heyrðirðu ekkert skot? Nei, en þú veist að það rennur lítil á þarna skammt undan og niður hennar er hár. Lengri urðu samræður okkar ekki í það sinn. En ég sagði við drenginn að lokurn: Þú verður spurður spjörunum úr. En vertu alveg óhræddur. Segðu bara frá því sem þú hefur séð og heyrt, hvorki meira né minna. Piltarnir frá sakamálalögreglunni athuguðu öll gögn gaumgæfilega og sannfærðust um að allt stóð heima. Málið leit mun betur út. Hugsanlegur morðingi var kominn inn í myndina. Silfurpappírnum með hassinu hafði hann sennilega týnt úr vasa sínum. Það eina sem ekki gekk upp var að Konráð Hassel hafði enn tólf hundruð krónur í peningaveski sínu. Um ránsmorð var því ekki að ræða. Og morðinginn var horfinn án þess að þeir gætu gert sér nokkra grein fyrir hver hann var. Mál þetta var velkomin æsifregn á þessu hausti. Margir stjórnmálamenn komu á vett- vang og blaðamenn í stórum hópum. Það var óvæntur viðskiptatími fyrir hótel og veitinga- hús. Konan, sem sá um heimilið fyrir mig, datt dag einn illa og lærbrotnaði. Hún var efnuð en hafði samt mikinn áhuga á að vinna fyrir góðu kaupi og draga að sér meira. Hún fékk aðra konu til þess að vinna störf sín hjá mér. Mér brá þegar ég heyrði hver það var. Krist- jana í Ási var miklu yngri og fallegri kona. Hún var raunar óvenjugeðþekk kona, kannski dálítið hættuleg fyrir ungan og fjörmikinn sýslumann sem hafði verið konulaus í fjórtán daga. O, jæja, það mundi nú áreiðanlega tak- ast. Mér var kunnugt um að hún bjó í farsælu hjónabandi með eiginmanni sínum. Kristjana í Ási var ágæt ráðskona, fórst allt vel sem hún gerði. Dag einn, þegar ég veitti henni sérstaka athygli er hún gekk um og undirbjó ntiðdegis- verðinn - því að Kristjana var sannkallað augnayndi 7 lá við að ég fengi alvarlegt taugaáfall. Ég sá ákveðinn svip með henni og rissmynd Hassels af konuhöfðinu. Fleiri óljós atvik byggðu upp gleggri fyrir- mynd í huga mér. Síðdegis þennan dag bað ég hana að koma til mín á skrifstofuna. Ég bauð henni sæti og lagði pappírsblað fyrir framan hana: Hér er bréf sem ef til vill er hugsað til þín... Hún hrökk við þegar hún sá bréfið og roðn- aði smám saman á áberandi hátt. Því næst leit hún hræðslulega til mín en sagði ekkert. Ég hugsaði undrandi: Enn einn hugsanlegur morðingi. Síðan sagði ég rólegur: Vertu ekki hrædd, Kristjana. Það hefur enginn séð þetta bréf annar en ég. Og það er ekki heldur víst að nokkur annar fái að sjá það. En segðu mér nú allt það sem þú veist um Konráð Hassel. Hún leit upp og horfði hjálparvana til mín. Ég hugsaði aftur: Hvílíkur þokki kringum þessa konu - engin furða þótt hann yrði snort- inn af honum. Það kemur sér betur að hún á eiginmann sem hugsar vel um hana. Kristjana sagði frá með lágri röddu: Við vorum vel kunnug á æskuárum okkar og bjuggum síðar saman i hálft annað ár. Kon- ráð Hassel var þannig að það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænl um hann. Hun leit ut i bláinn og það var bæði fjarlæg hamingja og sorg í svip hennar. Ég skil raun- ar alls ekki hvers vegna við slitum sambandi okkar. Ég man að ég hugsaði oft á þeim árum: Hann getur veitt mér allan unað jarðarinnar. Ég leit undan og andvarpaði lágt. - Já, þú hefur alltaf verið Ijóðræn, Kristjana, og þann- ig á það að vera. Hún hélt áfram, dálítið þrjóskuleg: En hann hvarf þó aldrei frá mér að fullu. Hann kom alltaf til mín öðru hverju, einnig eftir að ég giftist. Hann kom síðast til mín kvöldið áður - áður en hann dó. Hallvarður og drengirnir voru í veiðiferð. Þeir höfðu aðsetur í sumarbústað okkar sem liann hafði byggt sjálfur og var upp til fjalla. En íbúðarhús okkar er í skógarjaðrinum, eins og þú veist. Birki, linditré og hlynur mynda trjágöng meðfram innganginum svo að auð- velt er að koma þangað og fara án þess að nokkur viti. Hann var hjá mér þessa nótt. Kristjana sneri sér undan. Því næst sagði hún hátt, nánast kallaði: Heldurðu að þeir komist að því? Það er alls ekki víst. Þeir eru með allan hugann við þennan umrenning. En það gerðist meira. Hann kom aftur dag- inn eftir því að ég sagði við hann: Komdu i síðdegiskaffið til okkar á morgun og hittu eiginmann minn um stund... Ég skil raunar ekki hvað ég meinti með þessu. Líklega hefur það verið einhver löngun eftir því að sjá þá saman. Drengirnir voru þá fjarverandi. Þeir sáu hann ekki og ég hygg að enginn viti um þetta. 54 VIKAN 28. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.