Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 53
Það var ég sem fann hann. Ég hef 'hugsað töluvert um það síðan. hvers vegna það skyldi koma fyrir hann og hvers vegna það skyldi líka koma fyrir mig. Mér fannst það vera ranglátt gagnvart okkur báð- um. Mér fannst að hann hefði átt skilið að fá að lifa lengur og að ég hefði getað fengið að losna við þá ábyrgð sem lögð var á mig. En seinna hef ég skipt um skoðun. Líklega var enginn nákomnari þessu en ég. Aðrir hefðu áreiðanlega hagað sér öðruvísi í þeirri aðstöðu. Það var kvöld nokkurt í september. Þetta haust var hlýrra en elstu rnenn mundu eftir, hlý, blá og unaðsleg kvöld. Ég fór oft í gönguferð eftir að sól var sest. Ég er sýslumað- ur í héraðinu, fæddur hér og kominn hingað aftur eftir mörg ár. Eiginkona mín og börn höfðu farið í heimsókn til foreldra hennar einmitt þennan dag. Roskin kona hugsaði um heimilið fyrir mig á meðan. Það var harla rólegt fyrir lögreglumann í þessu byggðarlagi. Ég hygg að það hafi verið eitt af allra friðsælustu héruðum landsins. Eitt sinn fyrir löngu var hér sýslufangelsi en var lagt niður vegna þess að engin þörf var á því, afbrot voru engin. Ég tók lífinu með ró þessa fögru haust- daga. Ég svaf lengi fram eftir á morgnana og lét ritarann sjá um skrifstofuna. Ég las saka- málasögur og gerði sjálfur uppkast að nokkrum köfium. Mig hafði stundum langað til að skrifa sakamálasögu en hafði reynst það harla erfitt. Liklega skorti mig hugmyndaflug. Konan mín sagði: Þú getur ekki heldur vænst þess að þér takist það. Það er aðeins ruglað fólk sem fæst við skriftir. En þú ert eðlileg persóna og auk þess ertu hamingju- samur, eftir því sem þú segir sjálfur. Ég las einhvers staðar að hamingjusamir menn gætu ekki orðið rithöfundar. Og svo fór það þannig að ég fann hann og efni sakamálasögunnar kom upp i fangið á mér fyrirhafnarlaust. Bíl hafði verið lagt á gamla veginn þar sem beygju lauk, dökkbláum Opelbil. vel hirtum. Þar varekkert óvenjulegt að sjá. Margir lögðu bílum sínum þarna. Þeir höfðu farið niður að vatninu, hitað sér kaffisopa, baðað sig og þess háttar. En ég veitti því athygli að dyrun- um hafði ekki verið lokað og lykillinn skilinn eftir. Fólkið hlaut að vera þarna rétt hjá. Allt í einu minntist ég þess að ég hafði eitt andartak fundið olurlítið sérstæðan þef þef sem hefði ekki átt að vera þarna. Ég hugsaði ekkert meira unt það strax. Ég hef víst alltaf verið fremur scinn í svifum. Ég gekk ofurlitinn spöl en kom svo aftur. Bíllinn stóð á sama slað og fyrr, án þess að nokkuð sæist til eigandans. Eftir stutta stund ntundi lara að rökkva. Ég gekk niður lyrir runnana til þess að gcta séð niður að vatninu. Þar fann ég hann aðeins nokkra metra frá vcginum. Hann hafði dottið á grúfu og lá alveg hreyfingarlaus. Ég lagði hönd mina á öxl hans og fann lík- amshitann gegnum skyrtuna. Ég hugsaði: Hann hlýtur að vera ölvaður, og velti honum á hliðina. Þá varð mér strax ljóst að hann var látinn. Maðurinn var hátt á þrítugsaldri - venjuleg- ur náungi, eðlileg hæð, líkaminn þurr og vel hirtur, fingurnir ekki gulir eftir reykingar. andlitsblærinn hraustlegur, hárið leirljóst, enginn giftingarhringur, rauð skyrta, vandað- ar buxur, sterkir, vel hirtir skór, þróttmiklar hendur og hringur - augljóst að hann hafði ekki eingöngu unnið andleg störf. En hann var látinn. A því var enginn vafi. Og það var stutt síðan, tæpast meira en tíu mínútur. Líkaminn var enn hlýr og lifandi. Ég ímyndaði mér strax að þetta hefði gerst þannig: Hann hefur ekið yfir á gamla veginn. Það lítur helst út fyrir að þar hafi hann hitað sér kaffisopa en gengið einkar vel frá öllu. Því næst hefur hann rölt niður fyrir runnana til að kasta af sér vatni og dottið þar skyndi- lega. Hann hefur ekki einu sinni haft tíma til að loka buxnaklaufinni. Hjartabilun? Heila- blóðfall? Olíklegt með svo ungan og hraustan mann. Þá fyrst minntist ég þefsins sem ég hafði allt i einu fundið, púðurreykur! A því var enginn vafi. Sýslumaður, sem á heima á svo friðsömum stað. sljóvgast í slíkum málum. Ég þreifaði í þéttan hársvörðinn á hnakka hans og fann það sem ég leitaði að: örlítinn dökkan og mjúkan blett. Fingurinn varð vot- ur af blóði og svartur af púðurreyk. Skot í hnakkann. Morð. Myrkrið færðist yfir smátt og smátt, blátt og sólglitrandi septemberkvöld, alltof fagurt kvöld til þess að hverfa af þessum heimi. Þá varð mér litið á andlit mannsins sem var fyrir framan mig. Það bar vott um frið og ró. Augun voru lokuð eins og hann svæfi vært, munnurinn lítið eitt opinn með smá- skrýtið bros, eins og hann væri ekki sammála því síðasta sem ég hefði hugsað - eins og honum fyndist að það væri gott að deyja á slíku kvöldi. Ef til vill var það þá sem ég gerði mér Ijóst aðþetta mundi ekki verða neitt venjulegt ntál. Ég leit nánar á næsta umhverfi, athugaði hvort ég sæi ekki fleiri spor. en það dimmdi fijótt og ég varð ekki var við neitt. Ég merkti staðinn. Ég varð að koma hingað aftur strax og birti morguninn eftir, hafa ritarann með mér og gera uppdrátt af staðnum. Það var einn kólómetri að næstu símstöð. Þetta var enginn þjóðvegur og engin umferð i kvöld. En morðinginn gat ekki verið langt undan! Ég lyfti líkinu inn í bilinn, settist við stýrið og ók síðan beina leið til héraðslæknisins sem var einn af bestu vinum mínum. Hvers vegna ég opnaði hanskahólfið og fann bréfið þar? Ef til vill hefur það verið eins konar eðlishvöt. eins konar ósjálfráður verknaður. Þvi verður vandsvarað. Bréllð var frímerkt en án nafns og heimilis- fangs og ólokað. Ég stakk því i brjóstvasann og gleymdi því. Héraðslæknirinn gat ekki upplýst néitt ann- að en það sem ég vissi áður að maðurinn hafði látist af hnakkaskoti sem hann gat alls ekki hafa hleypt af sjálfur. Við ókum með hann til sjúkrastofunnar þar sem honum var komið fyrir. Því næst at- huguðum við fatnað hans, tíndum saman það sem við fundum í vösum hans. Ég gerði þetta með mikilli tregðu, fannst það raunar ósæmi- legt athæfi. Kannski hafði ég þegar gert mér grein fyrir hver þessi maður var og gerst tals- maður hans - afstaða sem sýslumaður hefur ekki leyfi til að taka. Ef til vill var það saka- málasagan sem farin var að mótast ákveðið í huga mér? Peningaveskið sagði okkur ekki mikið. Hver sem var gat heitið Konráð Hassel. Frí- stundamálari var skráð á nafnspjald hans og einnig heimilisfang og símanúmer eins og lög gera ráð fyrir. En það sem ég veit urn Konráð Hassel hef ég frá öðrum heimildum. Harin hlaut að hafa verið einn. í bílnum voru aðeins náttföt, auk eldunartækis og nest- is af ýmsu tagi. Ennfremur voru þar mynda- trönur, litahylki og nokkur myndauppköst. Þessi Konráð Hassel hlaut að hafa fengist við málaralist sem frístundaiðju. Þarna var meðal annars uppkast að konuhöfði sem minnti mig óljóst á einhverja persónu sem mér fannst ég kannast við en kom ekki fyrir mig. Á gólfinu í bílnunt fundum við hins vegar lítinn hlut sem vakti athygli okkar. Það var silfurpappírsströngull með einhverjúm smá- ögnum sent minntu á tóbak en þó var lyktin önnur. Læknirinn athugaði þetta gaumgæfi- lega, þefaði af því og leit síðan til mín. Hass, sagði hann undrandi og annað ekki. Hass, endurtók ég og hrökk við... Já, þú hlýtur að þekkja það. Annars á ég erfitt með að trúa því að Konráð Hassel hafi verið eiturlyfjaneytandi. Ég trúi því ekki heldur. sagði héraðslæknir- inn hugsandi. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið, þeg- ar ég fór að hátta, að ég mundi eftir bréfinu. Ég skammaðist mín þegar ég tók það upp, breiddi úr örkinni og las það sem öðrum var ætlað: Þökk fyrir stundina á fallega heimilinu ykk- ar. Mér hefur alltaf þótt mikið varið í að fá síðdegiskaffi. Þá er dagsverkinu lokið, þá er tími kominn til að slaka á og íhuga sitt af hverju. Óvenjuheitt og fagurt sumar, unaðs- legt sólsetur, vindlingur sem eyðist hægt upp í reyk, það er hin hljóða og kyrrláta stund áður en kvöldar yrkisefnið, fyrirmyndin sem hefði þurft að nota. En Konráð Hassel er enginn listmálari. Hvererannars Koráð Hass- el? Ófullgerð mynd sem skaparinn hlýtur að hafa gert í einhverju fijótræði - einhvern tíma þegar hann hefur varpað frá sér ábyrgðinni urn stund eins og kápu og hengt hana á stjörnusnaga... Þökk! Ég hugsaði: Hvers vegna hefur hann ekki skrifað nafnið fyrir ofan? Hann hefur áreiðan- lega skrifað þetta til konu. Og nú mótaðist allt í einu hjá mér ákveðin hugsun hugsun sem var andstæð skyldu minni og ábyrgð og heilbrigðri skynsemi. Og ég hugsaði að lok- um: Þetta er ekki bréf af því tagi sem maður leggur fram í rétti. Það er skáldskapur. Það er ekki skrifað fyrir þá sem eru óvígðir. 28. TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.