Vikan


Vikan - 03.09.1987, Page 18

Vikan - 03.09.1987, Page 18
Nafn vikunnar „Golf er engin snobbíþrótt" Áhugifólks á golfifer ört vaxandi hér á landi og leikmönnumjafnt sem keppnisspilurum fjölgar meö hverju árinu sem líður. Um mánaðamótin júlíl ágúst var haldið Islandsmeistaramót í golfi á Akureyriþar sem allir helstu kylfingar landsins leiddu saman hesta sína. Glœsilegurfulltrúi kvenþjóðarinn- ar í golfinu er Þórdís Geirsdóttirfirá golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Þórdís fór norður, sá og sigraði eftir harða og drengilega keppni. Hinn nýbakaði íslandsmeistari kvenna, Þórdís Geirsdóttir, er tuttugu og eins árs en samt enginn nýgræðingur í golfinu. Strax sem lítil hnáta fór hún að skottast með bræðrum sínunr út á golfvöll, fylgjast með þeim og draga kerrurnar. Þetta var sumarið 1978. Ekki leið á löngu þar til sú stutta fór að laum- ast í kylfurnar og spreyta sig ásamt hinum. Hvort sem það var af kylfuskorti eða að litla systir óx þeim bræðrum yfir höfuð þá hættu þeir í golfinu. Þórdís lét það ekkert á sig fá, hún var orðin bergnumin af golfinu, æfði og tók þátt i mótum af miklu kappi. - Þórdís, hvers konar íþrótt er golf? „Golfið byggist á því að slá kúlu eða bolta í sem fæstum höggum frá upphafsstað i ákveðna holu á endastöð. Þessir ákvörðunar- staðir liggja innan ákveðinnar afmörkunar sem er völlurinn. Vellinum er síðan skipt upp í brautir sem liggja á milli hola. Til að auka spennuna í leiknum eru gerðar ákveðnar gildr- ur í völlinn, svo sem sand- og vatnsgryfjur. Golfið felst í að spila við völlinn eða jafnvel sjálfan sig. Einnig er algengt að menn spili fjórir saman eða tveir og tveir. Þó að þetta sé ekki átakamikil íþrótt verður fólk að vera vel á sig komið til að ná einhverjum árangri. Það sem gerir þetta að hentugri fjölskyldu- íþrótt er að hver og einn getur ráðið sinni eigin ferð. Ef viðkomandi er stirður sveiflar hann kylfunni stutt og leggur lítinn kraft í höggið, nú ef hann er í góðri þjálfun leggur hann sig allan í sveifluna. Fólk getur algjör- lega haft sína hentisemi. Golfið er upprunnið í Skotlandi og var sport heldri manna. Það voru eingöngu karl- menn sem lögðu stund á golfið og eimir ennþá eftir af þessari gömlu hefð því að við suma golfvelli i Bretlandi má sjá skilti þar sem á stendur: ,,Konum og hundum meinaður að- gangur". Hér heima er þetta ekki svona slæmt og hafa viðhorf manna til kvennagolfs og þátttöku barna og unglinga breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að fá upp hóp af snjöllum krökkum sem mæta á völlinn strax í bítið á nrorgnana og spila allan daginn. Golfið er i vaxandi mæli fjölskylduíþrótt en er alls ekki snobbíþrótt fyrir fáa útvalda. Það verður sífellt algengari sjón að sjá foreldra með barnahópinn sinn úti á golfvelli. Eg þekki dæmi þess að hjá sumum fjölskyldum fer allt sumarið i það að elta uppi golfvelli úti unt allt land. Hjá þessu fólki er ekkert eldað í þrjá mánuði á ári og sunnudagssteikin þarf stundum að bíða þrjár vikur áður en fjölskyld- an gefur sér tíma til að setjast niður við matarborðið." Þórdís verður kankvís á svip- inn þegar hún minnist á þessa golffjölskyldu og klappar heimiliskettinum Skottu sem hringar sig nrakindalega í keltu hennar og malar. - Liggja miklar æfingar á bak við meistaratit- ilinn? „Það liggur ómæld vinna á bak við allan árangur, sama í hvaða íþróttagrein það er. Ég hef stundað golf árum saman og eytt öllum mínum frístundum úti á velli. Þegar ég var í skóla þóttist maður vera að spara fyrir vetur- inn en þegar upp var staðið á haustin var ævinlega allt í bullandi tapi því að maður elti hvert einasta mót og það kostar drjúgan skild- ing. Þrátt fyrir að það sé virkilega gaman að stunda þessa íþrótt og henni fylgi góður og skemmtilegur félagsskapur er þjálfunin ekki eintóm sæluganga. Frá morgni til kvölds er maður að velta fyrir sér ákveðnum þáttum golfsins eða þá að rölta unt vellina til að glöggva sig á kennileitum og reikna út fjar- lægðir á milli hola því það er ákaflega mikil- vægt að hafa tilfinningu fyrir landslagi vallarins. Ég hef unnið átta surnur hjá golfklúbbnum Keili á Hvaleyrarvelli og reyni að æfa klukku- tíma á dag. Ég verð þó að viðurkenna að ég er latari að fara á völlinn til að þjálfa eftir að hafa verið þarna allan daginn. Það getur verið sáluhjálparatriði að komast heim augna- blik, þó ekki sé nema til að hafa fataskipti áður en maður skellir sér í slaginn aftur. Lífið hjá mér snýst um golf enda erurn við hjónin bæði í þessu af lífi og sál.“ - Hvaða eiginleikum þarf kylfingur að búa yfir til að ná góðum árangri? „Golf er 70-80% hugaríþrótt. Aðalatriði fyrir kylfing, sem vill ná árangri, er að hann hugsi leikinn rétt. Það er nú einu sinni þann- ig að golf byggist ákaflega rnikið á röklegri hugsun og ef hugur og hönd vinna ekki sam- an er voðinn vís. Það er einnig mikilvægt að hann hafi gott auga og geti reiknað út fjar- lægðir. Sveiflurnar eru staðlaðar nema þegar maður púttar og það er sama hvað gengur á, kylfunni er alltaf sveiflað eins. Síðan verður sá sem spilar að breyta um kylfugerðir og höggstyrk eftir því hvernig landslag vallarins er.“ - Nú hefur lengi loðað við golfið að það sé karlagaman. Ertu sátt við hlutfall kvenna inn- an golfklúbbanna? „Auðvitað kysi ég að fleiri konur tækju sér kylfu í hönd og kæmu út á völl. Það vantar stórlega mikið í kvennaliðið, við erunr allt of fáar. Ég vil því nota tækifærið, blása í herlúðr- ana og hvetja stelpur á öllum aldri til að vera með. Þær geta treyst því að það verður tekið vel á móti þeim. Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir - Mynd: helgi skj. friðjónsson \ 18 VI KAN 36. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.