Vikan


Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 23
★ ★ ★ ★ MAURICE Leikstjórinn þekkti, James Ivory, sló loksins í gegn í fyrra með A Room with a View. Lauk þar með tuttugu og fimm ára barningi milli fjár- málamanna því þrátt fyrir að margar myndir Ivory fengju mjög góða dóma hjá gagn- rýnendum hefur aðsókn að myndum hans verið dræm. Annað er uppi á teningnum nú. Handrit streyma til hans. Hann heldur þó ró sinni og segist ekki hafa í huga að breyta til og til að sanna það valdi hann að kvikmynda Maurice, sem er eftir E.M. Forster, þann sama er samdi skáldsöguna A Room wíth a View. Maurice er sjálfsævisöguleg skáldsaga og segir frá ungum dreng á Viktoríutímanum sem á í mikilli innri baráttu. Hann veit að hann er kyn- villtur en tíðarandinn vinnur gegn honum. Að sjálfsögðu framleiðir Ismail Merchant kvikmynd- ina en hann og Ivory hafa verið óaðskiljanlegir, hafa starfað saman frá því þeir gerðu hina rómuðu Shake- speare Wallah 1965. Þrátt fyrir nýfundna vel- gengni hafa Merchant og Ivory ekki látið undan þrýst- ingi að vinna fyrir stóru kvikmyndafélögin heldur gera Maurica óháða þeim, segja að frelsið sé fyrir öllu. Umsjórr. Hilmar Karlsson ROOM WITH A VIEW Leiksijóri: James Ivory. Aðalleikarar: Maggie Smith, Denholm Elliott og Helena Bonham Carter. Sýningartími: 112 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Það er óhætt að segja um Room with a View að það að horfa á hana sé einna líkast því að lesa klassískar fagurbókmenntir. James Ivory hefur tekist að skapa kringum sögupersónur sínar stemningu sem er afar sjaldgæf í kvikmyndum. Þessi fallega kvikmynd gerist í byrjun í Florence þar sem ung stúlka, Lucy Honeychurch (Helena Bonham Carter), er á ferð með frænku sinni. Hún er sakleysið uppmálað og því fljót að hrífast af ungum manni, George Emerson (Julian Sands), sem á ástríðuþrunginn hátt sýnir henni ást sína. Hún reynir að gleyma Emerson þegar til Englands kemur en hann er ekki á sama máli... Áuk þeirra koma margar skemmtilegar persónur við sögu og er sérstaklega vert að minnast á Denholm Elliott í hlutverki föður Emerson og Maggie Smith sem frænku Honeychurch; bæði sýna snilldarleik í kvikmynd sem öllum ætti að líða vel yfir. SAVING GRACE ★★ Leikstjóri: Robert M. Young. Aðalleikarar: Tom Conti, Giancarlo Giannini og Erland Josephsson. Sýningartími: 107 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Undanfarið hefur Tom Conti verið frekar óheppinn í hlutverkavali. Kannski má tala um óskynsemi í tilfelli Saving Grace því að það að taka að sér að leika páfann er hættuspil sem margir hafa flaskað á. Conti leikur páfa sem hálfleiðist hlutverkið. Þegar hann óvart lendir út fyrir Vatikanið án páfaskrúðans kynnist hann fyrst venjulegu fólki. Hann kann vel við sig, lætur vita að hann ætli að taka sér smáfrí frá störfum og heldur út í sveit. Hann lendir í þorpi þar sem enginn prestur er og spilling allsráðandi. Hann tekur höndum saman við nokkra krakka um að endurreisa þorpið. Gengur á ýmsu þar sem ekki eru allir hrifnir af gjörðum hans en með þolinmæði tekst honum ætlunarverk sitt og fer aftur til starfa mun sáttari við tilver- una. Saving Grace er gamansöm mynd en nokkuð langdregin og söguþráð- urinn lítt áhugaverður. Þó má hafa gaman af einstökum atriðum. WRAITH ★ ★ Leikstjóri: Mike Marvin. Aðalleikarar: Charlie Sheen, Nick Cassavettes og Sherilyn Fenn. Sýningartimi: 90 mín. - Útgefandi: Vídeóval. Hópur illa innrættra unglinga verður ungum dreng að bana þegar hann vogar sér að vera með stúlku sem foringi flokksins hefur augastað á. Stuttu eftir þennan atburð kemur fram á sjónarsviðið annar ungur maður á mótor- hjóli og hrífst einnig af sömu stúlkunni. Unglingaflokkurinn, sem dýrkar bílakappakstur, fær um leið óvæntan keppinaut á svörtum bíl. Það er fljót- lega ljóst að veran á svarta bílnum erekki jarðnesk. Sú lætur sigekki muna um að sigra í kappakstri heldur sér um að sá sem hún keppir við drepst... Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé nokkuð ruglingslegur og ótrúleg- ur má hafa nokkurt gaman af Wraith. Nokkur sper.nandi atriði eru í myndinni og Charlie Sheen, sem nú hefur orðið frægur fyrir að leika aðal- hlutverkið í Platoon, er nokkuð góður í hlutverki táningsins sem enginn veit deili á. Wraith er gerð fyrir unglinga og ættu þeir ekki að vera sviknir. DEATH BEFORE DISHONOR ★ Leikstjóri: Terry Leonard. Aðalleikarar: Fred Dryer, Brian Keith og Joanna Pacula. Sýningartimi: 90 mín. - Útgefandi: Vídeóval. Death before Dishonor fjallar um bandaríska hermenn og arabíska hryðjuverkamenn sem hrella þá. Gerist myndin í Jemal. Þar hefur öfgafull- ur hryðjuverkahópur aðalstöðvar sínar, rænir bandariskum sendifulltrúa og heimtar að fangar verði látnir lausir fyrir hann. Þetta lætur Joseph Burns (Fred Dryer) sér ekki líka og þvert ofan í fyrirmæli sendiherrans hefur hann einkaaðgerðir gegn hryðjuverkamönnunum. Hann hefur samt ekki uppi á þeim fyrr en þeim hefur tekist að sprengja bandaríska sendiráðið í loft upp... Death before Dishonor er ósköp ófrumleg og klisjukennd kvikmynd, þjóðerniskenndinni er haldið á lofti með því að gera bandarísku hermennina að einhverjum ofurmönnum og um leið alið á þeirri trú að langflestir arabar séu hryðjuverkamenn. Myndin nær því samt að vera nokkuð spennandi á köflum þótt ofbeldið sé fullmikið fyrir minn smekk. 36. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.