Vikan


Vikan - 03.09.1987, Side 25

Vikan - 03.09.1987, Side 25
Ekkert er jafntöffaralegt og að bera sígarettu með stæl upp að vörunum og taka góðan reyk og ekkert er jafn- fáránlegt og að fullyrða að ekkert sé jafntöffaralegt og að bera sígarettu með sjæl upp að vörunum og taka góðan reyk. í raun eru það fullyrðingarnar sjálfar sem eru hvað fáránlegastar en á þeim þrífast auglýsingarnar. Sígarettuauglýsingar hafa verið bannaðar á Islandi um árabil og meira en það: í stað- inn hafa verið sett lög sem skilyrða auglýs- ingar á sígarettupökkunum sjálfum, varnaðarorð um skaðsemi reykinga. Aróður gegn reykingum hefur komið í bylgjum, þeim almenningsstöðum íjölgar þar sem bannað er að reykja og reykingafólki fækkar stöð- ugt. Bjartsýnustu óvinir sígarettunnar segjast munu gera hana útlæga af landinu með öllu í síðasta lagi um aldamót, eftir rétt tólf ár. Allt er þetta afar spennandi og samfélagslega heilbrigt og nauðsynlegt frá ákveðnum sjón- arhólum en frá öðrum ekki eins glæsilegt. Góður árangur í tóbaksvörnum segir meira um mátt áróðursins yfir fólkinu, mátt heila- þvottar yfirvalda á íjöldanum, en margir vilja viðurkenna. Ef ísland mun verða reyk- laust um aldamót vitnar það jafnvel um máttug yfirráð áróðursvélarinnar yfir ein- staklingunum og um heilbrigða skynsemi fjöldans. En tvær hliðar eru á þessu máli sem öðrum. Þeir sem selja sígaretturnar nota áróðursvélina ekki síður á öflugan og árang- ursríkan hátt en þeir sem vilja sígarettur feigar. Söluáróðurinn er alla jafna mun ógeðfelldari en varnaráróðurinn og skipta þá sannleikur og lygi litlu máli, árangurinn er eina mælistikan á gæði áróðursins. Til að ná árangri spila sígarettuauglýsing- ar, eins og allar aðrar auglýsingar, á langanir fólks og þarfir: ef þörfin er ekki fyrir hendi þá er hún búin til. Hvert fyrirtæki kemur sér upp sinni ímynd út á við, fyrirmynd, mynd sem allir vilja sameinast, en vel að merkja; það er alltaf um mynd að ræða, blekkingu. Blekkingarnar eru síðan bornar á borð fyrir þig, fullyrtar sem sannleikur, ekki með látum og opinskátt heldur lymskulega og undir meðvitundina. Þannig meðtekur þú ímynd hverrar tegundar án þess í raun að vita af því. En ímyndin hefur þá þegar skilað ár- angri sínum, hún hefur bein áhrif á langanir þínar og þrár, innan frá. Þegar svo er kom- ið skiptir ekki máli hvort ímynd sígarettunn- ar á nokkuð sammerkt með sígarettunni sjálfri, hvort filterlausar Camelsígarettur standi fyrir hressilega fjallgöngu en alls ekki gráan mánudagshósta á skrifstofunni. Það sem skiptir máli er að þú hefur ómeðvitað sett samasemmerki milli fjallaferðarinnar heilbrigðu og Camel. Við skulum skreppa yfir víglínuna og kynna okkur bardagatækni seljenda í þessu eilífðarstríði tveggja áróðurs- véla markaðarins um sálir mannanna. Svo gegnumsýrð erum við af tungutaki vígvallar- ins að við verðum að hugsa okkur vel um áður en við getum sett hugsanir okkar sjálf- stætt fram. Við skulum skreppa yfir lækinn og líta eftir hvernig Sámur frændi eys vatn- inu. 36. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.