Vikan


Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 25
Ekkert er jafntöffaralegt og að bera sígarettu með stæl upp að vörunum og taka góðan reyk og ekkert er jafn- fáránlegt og að fullyrða að ekkert sé jafntöffaralegt og að bera sígarettu með sjæl upp að vörunum og taka góðan reyk. í raun eru það fullyrðingarnar sjálfar sem eru hvað fáránlegastar en á þeim þrífast auglýsingarnar. Sígarettuauglýsingar hafa verið bannaðar á Islandi um árabil og meira en það: í stað- inn hafa verið sett lög sem skilyrða auglýs- ingar á sígarettupökkunum sjálfum, varnaðarorð um skaðsemi reykinga. Aróður gegn reykingum hefur komið í bylgjum, þeim almenningsstöðum íjölgar þar sem bannað er að reykja og reykingafólki fækkar stöð- ugt. Bjartsýnustu óvinir sígarettunnar segjast munu gera hana útlæga af landinu með öllu í síðasta lagi um aldamót, eftir rétt tólf ár. Allt er þetta afar spennandi og samfélagslega heilbrigt og nauðsynlegt frá ákveðnum sjón- arhólum en frá öðrum ekki eins glæsilegt. Góður árangur í tóbaksvörnum segir meira um mátt áróðursins yfir fólkinu, mátt heila- þvottar yfirvalda á íjöldanum, en margir vilja viðurkenna. Ef ísland mun verða reyk- laust um aldamót vitnar það jafnvel um máttug yfirráð áróðursvélarinnar yfir ein- staklingunum og um heilbrigða skynsemi fjöldans. En tvær hliðar eru á þessu máli sem öðrum. Þeir sem selja sígaretturnar nota áróðursvélina ekki síður á öflugan og árang- ursríkan hátt en þeir sem vilja sígarettur feigar. Söluáróðurinn er alla jafna mun ógeðfelldari en varnaráróðurinn og skipta þá sannleikur og lygi litlu máli, árangurinn er eina mælistikan á gæði áróðursins. Til að ná árangri spila sígarettuauglýsing- ar, eins og allar aðrar auglýsingar, á langanir fólks og þarfir: ef þörfin er ekki fyrir hendi þá er hún búin til. Hvert fyrirtæki kemur sér upp sinni ímynd út á við, fyrirmynd, mynd sem allir vilja sameinast, en vel að merkja; það er alltaf um mynd að ræða, blekkingu. Blekkingarnar eru síðan bornar á borð fyrir þig, fullyrtar sem sannleikur, ekki með látum og opinskátt heldur lymskulega og undir meðvitundina. Þannig meðtekur þú ímynd hverrar tegundar án þess í raun að vita af því. En ímyndin hefur þá þegar skilað ár- angri sínum, hún hefur bein áhrif á langanir þínar og þrár, innan frá. Þegar svo er kom- ið skiptir ekki máli hvort ímynd sígarettunn- ar á nokkuð sammerkt með sígarettunni sjálfri, hvort filterlausar Camelsígarettur standi fyrir hressilega fjallgöngu en alls ekki gráan mánudagshósta á skrifstofunni. Það sem skiptir máli er að þú hefur ómeðvitað sett samasemmerki milli fjallaferðarinnar heilbrigðu og Camel. Við skulum skreppa yfir víglínuna og kynna okkur bardagatækni seljenda í þessu eilífðarstríði tveggja áróðurs- véla markaðarins um sálir mannanna. Svo gegnumsýrð erum við af tungutaki vígvallar- ins að við verðum að hugsa okkur vel um áður en við getum sett hugsanir okkar sjálf- stætt fram. Við skulum skreppa yfir lækinn og líta eftir hvernig Sámur frændi eys vatn- inu. 36. TBL VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.