Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 10
Texti: Sigríður Steinbjörnsdóttir Myndir: helgi skj. friðjónsson Gœfan brosir vió þér og allir hlutir virðast ganga upp. Þú hefur kom- ið þér velfyrir í lífinu, ertágóðum aldri, átt fallegt heimili og samheldnafjölskyldu. Allt virðist í lukkunnar velstandiþar til einn góðan veðurdag að það rennur upp fyrir þér að það er aðeins hluti af sjálfum þér sem tekurþátt í samlífinu með konunni. Þú ert ,,bisexual“. Þér frnnstþú vera afstyrmi, missir allt sjálfsálit og óttast útskúfun og fyrirlitningu samborgaranna. Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir og oft á tíðum þyrnum stráð- ir. Eitt birtingarform Erosar er „bisexuality" eða tvíkynhneigð, en svo kallast það ástarfar þegar menn leggja ástir við karlmenn jafnt sem konur. Tvíkynhneigt fólk leitar fyrir sér í samlífinu, rétt eins og aðrir, en hefur fólgna dauðagildru í farteskinu, eyðniveiruna. Staða þessara einstaklinga hefur ævinlega verið mjög flókin og hjúpuð þagn- ar- og blekkingarvef og nú á síðari árum virðist sem útópían um kynlifsparadísina hafi aldrei verið fjarlægari. Ottinn við alnæmi gref- ur upp fordóma fortíðarinnar gagnvart því kyn- og hvatalífi sem samrýmist ekki heimsmynd kirkjunnar og gildandi normum í sam- félaginu; einingu manns og konu. En getur angist og bæling barið niður hvatir þessa fólks? Sagan gefur til kynna að svo sé ekki því þessi samlífsform koma upp á öllum tímum og í ólíkum samfélögum. í umræðunni um samkynhneigð og hugsanlegar afleiðingar af þess háttar kynnum hefur lítið heyrst um þennan hóp fólks sem fýsir í bæði kynin. Hvernig er hlutskipti þeirra manna sem geta í hvorugan fótinn stigið? Ástir konunnar nægja þeim ekki svo þeir leita einnig eftir ástum karlmanna. Fæstir þeirra skynja sig sem homma því þeir elska konuna sína engu minna en viðhaldið. Ef gluggað er í rykug spjöld sögunnar finnurn við ótal dæmi um kynlífsmál sem samrýmast ekki viðteknum og gamalgrónum hefðum vestræns samfélags. Svo virðist sem mannkynið hafi frá örófi alda alið með sér draum um að geta lifað óheftu kynlífi. Þetta eru draumór- ar um lifnaðarhætti sem nútíminn og vestræn menning leggur sitt bláa bann við og fólk pukrast með sem heilagt tabú. Meðal Grikkja er til sögn sem raungerir þessa draumóra með tilurð Hermafródítos. Sagan segir að_ eitt sinn hafi dís nokkur orðið ástfangin af fallegum unglingspilti. Ást þeirra varð svo ástríðufull að dísin bað guðina að láta ekkert skilja þau að. Guðirnir urðu við þessari ósk og steyptu þeim saman í eina persónu, Hermafródítos, sem var kona til hálfs en að hinu leytinu karlmaður. Grikkir áttu ekki í neinum vand- kvæðum með að sameina ást á báðum kynjum. Þeir kvæntust og bjuggu með sinni heittelskuðu jafnframt því sem kynlíf tveggja karl- manna var viðurkennt og langt frá því að vera neitt launungarmál. Síðar, þegar hugmyndafræði kirkjunnar náði að skjóta rótum í hug- um fólks, urðu samkynhneigð og tvíkynhneigð syndsamlegar hvatir og samband karls og konu gert að heilögum böndum, blessuðum guðlegri forsjón. Enn þann dag í dag eru til samfélög, ókristin, sem varðveita í þjóð- menningu sinni leifaraffornum sambýlisformum. Þessi menningararf- ur vitnar um lifnaðarhætti sem tíðkuðust áður en syndaregistur kristindómsins yfirtók flestallar gjörðir Vesturlandabúa og útskúfun- in blasti við úr hverju horni. Meðal íbúa Malasiu þekkist tvíkynhneigð og er hún viðurkennd af samfélaginu. Karlmenn í þessum heims- hluta kvænast en mega samt sem áður lifa áfram kynlífi með öðrum karlmönnum, svo lengi sem þeir fullnægja hvötum eiginkvenna sinna. Á ákveðnum stöðum eru starfrækt svokölluð mannshús þar sem karlmenn á vissum aldri koma og stunda kynlíf með kynbræðrum sínum. Þetta þykir ekkert tiltökumál þannig að ekki þarf að hjúpa þessar ferðir neinni leynd. í Nýju-Gíneu hafa verið gerðar víðtækar mannfræðirannsóknir á þessari öld. Einna frægastar eru athuganir Margrétar Mead sem bjó meðal innfæddra um nokkurt skeið og skrifaði bókina Coming of Age in Samoa sem kom út árið 1949. Mead, sem var lærisveinn Franz Boas, komst að þeirri niðurstöðu að kynjahlutverk íbúanna væru lærð en ekki eðlislæg eins og áður hafði verið talið. Þessi kenning olli talsverðu fjaðrafoki eins og vænta mátti þar eð viðteknum hugmyndum var hnekkt. Mead skrifar í for- mála bókarinnar að hún hafi með þessum rannsóknum viljað vekja máls á ýmsum atriðum sem við göngum að sem vísum án þess að athuga hvort skipan mála kunni að vera öðruvísi með öðrum menn- ingarþjóðum. Henni lék hugur á að afhjúpa ýmsa þá rangala samfélagsins sem eru orðnir svo samgrónir gildismati einstaklinganna að þeir eru orðnir „eðlislægir" þrátt fyrir að um hefð sé að ræða, hefðfesta hugmyndafræði sem gengur mann fram af manni. Meðal þeirra hornsteina, sem hún gaf gaum að, voru kynjahlutverkin og birtingarmyndir kynlífsins. Ættbálkurinn Kerski á Nýju-Gíneu hefur þann háttinn á að mögu- leikar fólks á kynlífi fara eftir hjúskaparstöðu og stétt. Einhleypir menn leita kinnroðalaust eftir ástum annarra karlmanna. Vilji þessir sömu menn eignast fjölskyldu og stofna heimili er ekkert því til fyrir- stöðu. Hugmyndir Vesturlandabúans um kynlíf eru allt aðrar en hjá þess- um frumstæðu þjóðflokkum. Rolf Gindorf, sem er kynlífsfræðingur og forstöðumaður rannsóknarstofnunar í atferlis- og kynlífsráðgjöf 10 VIKAN 39. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.