Vikan


Vikan - 24.09.1987, Síða 13

Vikan - 24.09.1987, Síða 13
Meðal tvíkynhneigðra karlmanna, sem síðastliðin fimm ár höfðu einn- ig haft kynferðislegt samneyti við konur, var þessi tala fimm prósent. Hjá þeim hópi, sem var kvæntur, var þessu öðruvísi farið því þar hafði þriðji hver maður veiruna í blóðinu. Ástæða þess að svo hátt hlutfall kvæntra „bæjara“ er smitað er feluleikurinn í kringum ástar- far þeirra. Kynhvötinni, sem lýtur að karlmönnum, er svalað í vafasömum skyndikynnum og oft við aðstæður eins og á lestar- eða strætisvagnastöðvum, stórum bílastæðum, eftir ferðir á skemmtistaði og á almenningssalernum. Athöfnin gengur hratt fyrir sig og í flestum tilfellum verða engin kynni á milli einstaklinganna sem vita stundum ekki hvor annars nafn. Þessar kringumstæöur leiða síðan til að þess- ir kvæntu „bæjarar" skipta mjög ört um rekkjunauta og eru því í mikilli hættu að fá eyðnisjúkdóminn. Fæstir gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir hinn hjónabandsaðilann sem veit ekkert um þessi hliðarspor maka síns. Dæmi eru tii að menn hafi flakkað á milli kynja og smitast án þess að veikjast. Smitið hefur siðan haldið áfram sína leið, sýkt eigin- konuna og dregið hana til dauða. Það er að vísu ekkert nýtt að menn gjaldi fyrir syndir annarra. Helga Kramer hefur fengið að sann- reyna það. Hún er rúmlega þritug kona sem allt lék í lyndi hjá þar til hún komst að því að maðurinn hennar var tvíkynhneigður. Hún veiktist af eyðni og varð að leggjast inn á sjúkrahús, þungt haldin. Maðurinn hennar smitaði hana af þessum sjúkdómi en þau voru búin að vera gift í sex ár án þess að hún hefði minnstu hugmynd um að hann væri tvíkynhneigður. Henni var þó ljóst að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera og spennan magnaðist upp. Að lokum missti eiginmaðurinn stjórn á sér og öskraði á hana: Eg elska líka karlmenn. Ég get fengið það sem hugurinn girnist, ekki aðeins þig. Áfallið var gífurlegt fyrir Helgu. Eftir áfallið sökk hún niður í þung- lyndi sem var svo þrálátt að hún þarfnaðist meðferðar. Tíminn vann með henni og sárin greru. Hún náði sér smám saman og tveimur árum síðar las hún í tímariti um sjúkdóminn eyðni. Hún fór í blóð- prufu og reyndist jákvæð, það er með vírusinn í blóðinu. Hún sagði upp vinnu sinni sem sjúkraþjálfari þar sem hún óttaðist að aðrir kynnu að smitast af sínum völdum. Þetta hefur haft mikil áhrif á félagslega stöðu hennar því viðbrögð nágrannanna einkennast af hræðslu og tortryggni. Þegar Helgu var orðið ljóst hvernig komið var hafði hún samband við manninn sinn fyrrverandi en hann var kvæntur í annað sinn. Hún gerði þetta til að vara hann við en hann lét sem honum kæmi þetta ekkert við og sagði: Ég hef engan áhuga á þessu. Mér líður vel. Ofangreint tilfelli er dæmi um afleiðingar sem.feluleikurinn í kring- um kynlífið getur haft. Tvíkynhneigðir karlmeijn eru tilneyddir að pukrast með hvatir sínar því þeim er í raun útskúfað bæði af konum og hommum. Konur og fjölskyldur þessara manna bregðast ókvæða við þegar þær komast að hinu sanna. Karlkyns elskhugarnir hafa ekki skilning á félögum sínum sem elska konurnar sínar líka og því er það svo að margir „bæjarar" semja sig að gildandi hefðum, kvæn- ast og stofna heimili en leita síðan út fyrir hjónabandið í ábyrgðarlaus skyndikynni með karlmönnum. Samkvæmt könnum, sem gerð var á bandarískum eiginkonum tví- kynhneigðra karla, er áttatíu prósentum þessara kvenna alls ókunnugt um framferði manna sinna. Þarafleiðandi hafa þær enga hugmynd um hættuna sem þær búa við. Þrátt fyrir að þessar konur viti ekki hvernig er ástatt fyrir mönnunum er ekki þar með sagt að þær skynji enga vankanta á samlífinu. Konur, sem hafa lent í að horfa á eftir eiginmönnum sínum í fangið á öðrum karlmönnum, hafa stofnað með sér félagsskap í Hamborg. Meðal þess sem hefur komið fram hjá þeim er efinn um kynferðislegan áhuga eiginmannanna. Spurning- in „langar þig í raun og veru að sofa hjá mér eða ertu aðeins að gegna skylduverkum?“ hefur brunnið á vörum þessara kvenna í hjóna- bandinu. Aðrar hafa hlaupið á eftir tískunni, verið í eilífum eltingarleik við að halda sér til þannig að þær mættu þóknast mönnunum sínum. Þegar megrunarkúrinn, áralöng líkamsrækt og eggjandi náttkjólar breyttu engu um áhugaleysi og deyfð eiginmannanna fóru þær að ásaka sig fyrir að veita þeim ekki þá ást sem „sannur" karlmaður þarfnast. Heimildir: Stern. 30. hefti. Júlí 1987. Bls. 52-58. Bronislaw Malinowski: Sex, Culture and Myth. London 1963. Margaret Mead: Coming of Age in Samoa. New York 1952. 39. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.