Vikan


Vikan - 24.09.1987, Síða 20

Vikan - 24.09.1987, Síða 20
Að þessu sinni sláum við upp veislu í eldhúsi Vikunnar og borðum heimsins bestu tertur. Ósvikin sælkeraterta Þar sem þessi terta er á borðum hverf- ur hún jafnan eins og dögg fyrir sólu. Hún er lostæti sem bókstaflega bráðnar í munni. 5 eggjahvítur 5 dl púðursykur 1 msk. kartöflumjöl 50 g döðlur 50 g suðusúkkulaði Stillið ofninn á um 100 gráða hita. Þeytið vel saman eggjahvítur og púður- sykur. Þegar hræran er stífþeytt er kartöflumjöli og smátt söxuðum döðl- um og súkkulaði blandað varlega í. Setjið smurðan smjörpappír á botninn á tveimur lausbotna formum. Bakið í um 40-45 mínútur. Látið botnana ekki kólna alveg áður en þeir eru teknir var- lega úr forminu. Leggið botnana saman með góðum slatta af þeyttum rjóma sem gott er að setja á nokkrum klukkutímum áður en borða á kökuna. Rúlluterta með aðalbláberjum í þessa gómsætu rúllutertu má hvort heldur sem er nota sultu eða rjóma og ber eða ávexti. Af því að berjasprettan var svo góð í sumar notum við ekta ís- lensk aðalbláber. 3 egg Umsjón: Þórey Einarsdóttir Vikan — eldhús Tertur og fínirí 1 bolli sykur 1 bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur vel saman í hræri- vél. Bætið hveiti og lyftidufti varlega saman við. Klippið smjörpappír til og leggið hann á bökunarplötu eða i grunna ofnskúffu. Brjótið upp brúnirn- ar. Bakið við 220 gráður í 5-7 mínútur. Ef setja á sultu í kökuna er henni rúllað upp á meðan hún er enn volg. Ef nota á rjómafyllingu þarf kakan að kólna alveg. Hvolfið ofnskúffu yfir kökuna og látið hana vera þar til hún er orðin alveg köld. Köku með rjómafyllingu er ágætt að frysta og borða áður en frostið er alveg farið úr. 20 VIKAN 39. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.