Vikan


Vikan - 24.09.1987, Page 26

Vikan - 24.09.1987, Page 26
Ingunn Þorvaldsdóttir þrjú orðin sextán" „Þetta varð upphafið að leikfélaginu okkar.' „Við Kristján fluttum til Lúxentborgar árið 1971 með dóttur okkar, Ragnhildi, sem þá var á fyrsta ári. Cargolux var þá nýstofnað og Kristján, sem er flugmaður, hafði gert þriggja ára samning við fyrirtækið. Akvörð- unin kom snögglega en okkur fannst samt tilvalið að prófa þetta um tíma. En nú eru semsagt árin þrjú orðin sextán. Auðvitað var margt sern kom á óvart í fyrstu og ýmsir erfiðleikar samfara því að setjast að þarna. Til dæmis er kerfið mjög erfitt og margir snúningarnir í því sambandi, eins og bara það að ná sér í eina öskutunnu. Lúxemborgarar eru frekar lokað fólk. gefa sig ekki mikið að manni. og þegar tungumála- erfiðleikar bætast við verða samskipti ekki auðveld. Þess vegna mynduðust strax mjög sterk bönd milli íslendinganna á staðnum. Við stóðum saman í byrjunarörðugleikunum og hjálpuðumst að. Fyrstu árin komum við líka mjög oft heim eða þar til Ragnhildur byrjaði í skólanum.' Kristján fór strax að fljúga og var jafnvel í burtu tvær vikur í einu. Ég var þá ein með Ragnhildi en yfirleitt var fleiri en ein fjöl- skylda í sama hverfi þannig að við konurnar reyndum alltaf að hittast öðru hverju og finna okkur eitthvað til dægrastyttingar. Það var ekki um það að ræða að fá sér vinnu úti því atvinnuleyfi fæst ekki fyrr en eftir tíu ára búsetu. Og þó atvinnuleyfi fengist nú gerir kerfið ekki ráð fyrir að hjón vinni bæði úti. Svo voru auðvitað óskapleg vandræði með barnapíur ef mann langaði eitthvað út fyrir hússins dyr. En seinna meir fengum við þó stelpur að heiman til að vera barnapíur hjá okkur yfir sumartímann og það var algjör lúxus.“ Ekki leið á löngu uns félagslíf tók að blómg- ast meðal nýlendubúa og kom að því að stofnað var leikfélag á staðnum. Eins og hjá menntaskólapiltum forðum voru leikarar allir af sarna kyni en nú voru það konur sem léku öll hlutverkin. „Árið 1975 komu sarnan nokkrar konur til að finna til skemmtiatriði fyrir þorrablót sem átti að halda. Úr því varð revía sem Sigrún Valbergsdóttir leikari. sem þá var að læra í Köln. var fengin til að aðstoða með. Þetta varð upphafið að leikfélaginu okkar. Sigrún kom síðan ár eftir ár til að setja upp með okkur skemmtiþætti sem við höfðum samið sjálfar og jafnframt hélt hún námskeið. Síðar urðum við náttúrlega fullgildir aðilar að Bandalagi íslenskra leikfélaga og höfum feng- ið aðra ágæta leikstjóra til okkar. eins og Ásgeir Sigurvinsson. Þórunni Sigurðardóttur og fleiri. En ég má líka til með að segja að við höfum lagt land undir fót eins og alvöru leikfélögum sæmir. 1984 fórum við í leikferð til Parísar með Krókmakarabæinn eftir Pétur Gunnars- son. Þar lékum við á Pompidou-torginu og saltfiskur á saltfisktrönum. sem tilheyrði leik- myndinni. angaði vinalega um næsta ná- grenni. Stór hópur fólks horfði á og allavega skemmtum við okkur konunglega. Síðastliðið sumar rættist svo langþráður draumur er við sýndum heima á íslandi. Það var leikritið Kammermúsík. erlent verk sem þýtt var fyrir okkur. Við sýndum tvisvar fyrir fullu húsi og fengum mjög góðar viðtökur. En það er fleira til en leiklistarbaktería því við konurnar höfum sumar hverjar meðtekið spilabakteríuna og spilum því bridge einu sinni í viku. íslendingafélag hefur lengi verið starfrækt hér í Lúx og er helst komið saman þegar haldið er upp á sautjánda júní, haldið þorrablót. spilakvöld eða jólaböll fyrir krakk- ana. Annar félagsskapur. sem íslensku konurnar hafa tekið mikinn þátt í ásamt kon- um frá tuttugu og fjórum öðrum þjóðum. er Bazar International. en hann byggist á góð- gerðarstarfsemi. Þann fyrsta desember ár hvert er haldinn mikill basar þar sem hver þjóð selur vörur frá sínu landi. Við seljum þarna aðallega mat og ullarvörur sem tekur obbann af árinu að safna saman. En undan- farin ár hefur okkar bás verið með söluhæstu básunum. Það fé. sem safnast saman. er svo notað í ýmiss konar styrki og hafa nokkrir íslenskir aðilar notið þar góðs af.“ Tengslin við ísland segir Ingunn almennt mikil hjá íslendingunum í Lúx enda ferðir orðnar tíðar á milli landanna svo bæði er að oft koma gestir að heiman og sem oftast farið heim. „Flestir fara heim um það bil tvisvar á ári, býst ég við. Moggann getum við svo keypt í bókabúðinni úti á horni og íslenska fjalla- lambið getum við líka auðveldlega náð í. Sjálfsagt hefur heimþráin ekki verið jafnsár vegna þess hvað við höfum oft átt kost á að koma heim. En þó margt sé yndislegt hér úti þá jafnast samt ekkert á við Þórsmörk. sem er paradís á jörðu. Þangað förum við helst á hverju sumri. Ef ég ætti að flytja heim á næstunni þá myndi ég sjálfsagt sakna þess einna mest að geta ekki á auðveldan og fljótlegan hátt brugðið mér í þessa áttina eða hina - til ann- arra landa. Svo brygði manni sjálfsagt eitt- hvað við veðráttuna, þó löndin hafi reyndar haft veðraskipti. þetta árið allavega. Bæði löndin hafa auðvitað sína góðu kosti en eftir að byrjunarörðugleikarnir voru úr sögunni kann ég mjög vel við mig í Lúxemborg. Hér er mjög gott að búa og við höfum það mjög gott. Það er tiltölulega ódýrt að lifa hérna og lífsgæðakapphlaupið er ekki eins hörkulegt og heirna." 26 VIKAN 39. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.