Vikan


Vikan - 24.09.1987, Page 29

Vikan - 24.09.1987, Page 29
Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir - Myndir: helgi skj. friðjónsson og fieiri Anna Erla er uppalin i Stapaseli í Staf- holtstungum, ein af tíu systkinum, auk þess á hún eitt hálfsystkini. í Stapaseli átti hún heima þangað tií faðir hennar dó. árið 1946. Ári seinna flutti hún til Reykjavíkur. Líf Önnu Erlu hefur verið ævintýri líkast. Þegar hún fór út var hún nær ótalandi á enska tungu en ekki leið á löngu þangað til hún var full- nunta í enskunni og hafði þar að auki lært spænsku. Líf hennar tók miklunt breytingum eftir að hún flutti til Buenos Aires í Argentínu og gift- ist Gravinhorst. Þar stýrði hún umfangsniiklu heimili þeirra hjóna; hún hafði þjón á hverjum fingri. einkabílstjóra og þernur. ..Maður þurfti ekkert að gera annað en skipa fyrir. Gravin- horst. maðurinn minn. átti heimilistækjaverk- smiðju. Við tilheyrðum hástéttinni og bjuggum við mjög góðan efnahag." Þau áttu þrjú sumarhús í Uruguay, suntarhús í Argent- ínu. skíðaskála og snekkju. Anna Erla bjó í Argentínu ,á miklum um- brotatímum. Lýðræðislega kjörinni stjórn Perons forseta hafði nýlega verið steypt af stóli og herforingjastjórn tekið völdin. Mikil ólga var í landinu og götubardagar tíðir. Anna Erla fór ekki varhluta af þessu. „Maður þakkaði sínum sæla fyrir að komast lífs af, samt tilheyrðum við þeirri stétt sem var hvað vernduðust. Einu sinni var ég að koma heim og lenti þá á milli stríðandi fylkinga, það var barist alls staðar umhverfis mig og uppreisnar- seggir reyndu hvað þeir gátu til að ná af mér bílnum. Ég komst heim við fremur illan leik og hafði að skjóta bílnum inn í skúr. En bíln- um vildu þeir ná til að nota hann sem hlíf þegar þeir voru að skjóta hver á annan. Efnahagslíf þjóðarinnar var í rúst en við sem tilheyrðum yfirstéttinni fundum lítið fyrir því. Á þessum tíma voru einungis tvær stéttir í landinu. þeir sem voru ríkir og þeir sem voru fátækir og þeir voru margir. Kjörum alþýðufólks kynntist ég í gegnum konu sem hét Ingibjörg. Hún rak fátækrahjálp og við hjálpuðumst að við að hlynna að börnunum og koma þeim i skóla. Ég veit ekki hvernig ástandið í Argentínu er núna. Ég veit bara að þeir sækja mikið að fá að flytja til Ameríku þó þeir séu menningar- lega séð miklu skyldari Evrópubúum en Ameríkönum. Annars hugsaði ég ekki ýkja mikið um stríð og stéttaskiptingu á þessum tíma. Maður hugsaði meira um að lifa og skemmta sér; vakna um hádegið. fara út að versla og koma heim og athuga hvert ætti að fara um kvöldið og hvernig maður ætti að vera klæddur. hvort maður ætti að vera með demanta eða perlur og svo framvegis. Þetta var allt saman voðalega spennandi eftir að hafa búið í Borgarfirðinum," segir Anna Erla dálítið prakkaraleg á svip og skellihlær. - Hvernig gekk stelpunni úr Borgarfirðin- um að aðlagast gjörólíku umhverfi og aðstæð- um j framandi landi? ..Ég kynntist mörgum af frammámönnum þjóðarinnar og sendiráðsfulltrúum erlendra ríkja í landinu. Mér hefur alltaf gengið vel að laga mig að mismunandi aðstæðum, það hefur verið eins og ég hafi fæðst inn í hástétt- ina. Þetta kom allt af sjálfu sér." 39. TBL VIKAN 29 l

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.