Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 42
Pósturinn Geðillskan gengur fram af mér Kæri Póstur. Ég ákvað að skrifa þér bréf og sjá til hvort þú gætir liðsinnt mér. Ég er fimm barna móð- ir og íjögur af börnunum eru uppkomin en yngsti sonurinn (16 ára) býr ennþá heima. Það er skemmst frá því að segja að hann er algjörlega ómögulegur þessa dagana og svo geðvondur og dónalegur að mér stendur ekki á sama. Þegar stelpurnar voru yngri átti ég í samskiptaörðugleikum við eina þeirra. Ég lét sem ég yrði ekki vör við óhemjuganginn í henni þegar hún gekk urn skellandi hurðum og hreytandi ónotum í allt og alla. Þetta gekk yfir hjá henni og nú erum við bestu vinkonur og njótum þess að bralla hitt og þetta saman. Hegðun sonar míns er, að ég held, miklu al- varlegri og ég tek hana mjög nærri mér. Hann segir mér að halda kjafti ef ég opna munninn og það gekk svo langt á afmælisdaginn hans að þegar ég kom í dyragættina á herberginu hans og ætlaði að óska honurn til hamingju með afmælið þá rak hann ntig út með ókvæð- isorðum. Hann er svo ruddafenginn að mér líður orðið hálfilla í návist hans. Hann er allt öðruvísi gagnvart pabba sínum. Það virðist sem hann sé einungis svona grófur heima því hann fær mjög góð meðmæli frá skólanum og víðast hvar annars staðar. Mér er næst að halda að hann sé einungis svona vondur við mig og nú er ég farin að óska þess að hafa aldrei eignast hann. Þessar hugsanir vekja hjá rnér sektarkennd þannig að mér líður enn verr en áður. Ég vona að þú getir gefið mér góð ráð því ég er að fara yfir um á taugum vegna þessa ástands. Pósturinn telur tímabart aó maðurinn þinn tali við piltinn og geri honum grein fyrir aó meóan hann býr í foreldrahúsum verói hunn aó taka tillit til annarra heimiiismanna og sýna almenna kurteisi. Einnig er skvnsamiegt aó leita ráóa Itjá dóttur þinni sem hefur fariö i gegnum svipaó ferli á sínum unglingsárum. Hún á auó- veldara meó aó útskýra hegöun hans fyrir þér vegna þeirrar reynslu sinnar og gœti jafnvel talaó um fyrir bróöur sínum. Pósturinn álítur aö' sonur þinn sé hugsunarlaus og kcerulaus og hafi ekki skilning á hversu djúpt hann sarir þig meó Jramkomu sinni. Hvernig vteri aó þú hatt- ir aö skammast vió hann en létir hann ftnna hvaó þú tekur þetta nœrri þér? Skapgerö hans er líklega frábrugöin skapgeró dóttur þinnar svo aö þú veróur aó bregöast öóruvísi viö duttl- ungum hans. Vingjarnleg ávörp og þolinmœói eru sennilega farsœlasta ráóió gegn geðillskunni i lionum fyrst hún virðist einskoröast vió þig, móóur hans. Afinn vill ganga inn í föðurhlutverkið Elsku Póstur. Fyrir ári fór ég frá kærastanum mínum og flutti heim til pabba með dóttur okkar. Þrátt fyrir að ég sé um tvítugt átti ég ekki í önnur hús að venda og fyrst pabbi bauð ntér að vera hjá sér sá ég ekkert athugavert við það. Nú er svo komið að ég vil snúa aftur til barns- föður míns en pabbi má ekki heyra á það minnst. Hann segist geta veitt barninu miklu rneira en kærastinn minn og krefst þess að ég hugsi um framtíð þess. Hann er að reyna að kenna dóttur minni að kalla sig pabba en mér mislíkar það og mér fellur ekki hvemig hann lætur með hana. Ef ég tala við kærast- ann minn í síma þá er hann í fýlu það sem eftir er dagsins og talar ekki við mig. Það er reyndar satt að hann getur veitt dótturdóttur sinni meiri veraldleg gæði en faðir hennar. en ntér finnst hún þarfnast raunverulegs föður. Það sem ég þrái er að ala dóttur mína upp eftir mínu höfði á mínu eigin heimili og njóta aðstoðar föður hennar. Þti œttir aó Jlvtja frá fööur þirtu eins fjótt og þess er nokkur kostur, áóur en aöstieður versna enn frekar. Aö sjáfsögóu átt þú aó ráða uppeldinu á dóttur þinni og ég Iteld aó þú gerir rétt í aó fara aftur til barnsfööur þins, ef þér þykir vcent um hann. Þaó er miklu skynsam- legra en aó láta afann ganga inn i fööurhlut- verkió. Hann viróist dekra viö telpuna og gera sér undarlegustu hugmyndir um hlutverk hennar í líjt sínu. Þú nefnir mömnni þina ekki á nafn og Pósturinn veltir þvifyrir sér hvar luin stend- ur i þessu öllu saman. Ef hún er ekki til slaöar hvarflar að Póstinum að pabbi þinn , fantas- eri" þannig að dóttir þín sé hans eigiö barn og þú konan hans. Svona hugarburóur er ekki heilbrigóur, hvorki fyrir þig né dóttur þína, þannig aó best vcerifyrirþig aó flytja frá honum. Viðviljumeignast barn en... Kæri elskulegi Póstur. Þetta bréf, sem þér berst í hendurnar núna, er ekki það fyrsta sem þú færð frá mér. Ég vona að þú reynist mér betur en í fyrri skipt- in þvi þá fóru þau beint í ruslafötuna. Mig langar að koma með fyrirspurn og vona að þú gerir ekki gys að mér fyrir vikið. Ég á við erfitt vandamál að stríða sem er að fara með mig á taugum. Þannig er mál með vexti að ég er með strák sem ég hef þekkt í þrjá mánuði. Okkur lang- ar til að eignast barn saman en ég er bara svo hrædd við hvað mamma og pabbi segja við því. Ég veit að ég er orðin eldri en tvævetur og á ekki að hugsa svona en ég veit að ef ég kæmi stormandi heim einn góðan veðurdag og segðist vera ófrísk þá yrði allt vitlaust í fjölskyldunni. Þau eru nefnilega að tönglast á því í tíma og ótíma að ég verði að passa mig. Strákurinn, sem ég er með, er tuttugu og fjögra ára og sjálf er ég um tvítugt. Hann er svakalega góður við mig og ég reyni að gera mitt besta fyrir hann. Hann hefur oft spurt mig hvort hann mætti barna mig en ég hrekk í kút í hvert skipti sem hann minnist á þetta. Ég elska hann mjög heitt og hann vill að við trúlofum okkur og ég flytji í íbúðina til hans. Við höfum verið hvort öðru trú. Heldurðu að hann vilji bara barna mig og svíki mig síðan? 1. Á ég að leyfa honum að bama mig? 2. Á ég að leyfa honum að fara upp á mig? 3. Er skammarlegt að vera hrein mey um tví- tugt9 4. Á eg að gera eins og foreldrar mínir segja? Ein í stökustu vandræðum. Pósturinn fœr ekki betur séð en allt sé í stakasta lagi á milli ykkar nema þetta með aó 42 VIKAN 39. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.