Vikan


Vikan - 24.09.1987, Síða 44

Vikan - 24.09.1987, Síða 44
NAFN: Simon John Charles Le Bon FÆDDUR: 27. október 1958 HÆÐ: 188 cm AUGNL.: Blár HÁRAL.: Ljós HLJÓÐF.: Söngur Foreldrarnir skildu þegar Simon var ungur en gættu þess alltaf að hvetja hann þegar hann langaði til að verða skemmtikraftur. Eftir skyldunám fór hann í leiklistarskóla í Birmingham en eftir ársdvöl þar var hann orðinn meðlimur í Duran Duran og þar með fauk öll menntun lönd og leið. Aðaláhugamál hans eru siglingar og tókst honum að láta alla aðdáendur Duran Duran fá áfall þegar hann hvolfdi skútunni sinni og bjargaðist naumlega frá drukknun. í desember 1985 gift- ist hann unnustu sinni, Yasmin Parvaneh. NAFN: Andrew Wilson Taylor FÆDDUR: 16. febrúar 1961 HÆÐ: 168 cm AUGNL.: Blár HÁRAL.: Brúnn HLJÓÐF.: Gítar Forfeður Andys voru fiskimenn en Andy sýndi engan áhuga á að feta í fótspor þeirra heldur hefur gítarleikurinn átt hug hans frá fimm ára aldri. Hann hætti í skóla þegar hann var sextán ára og var í ýmsum hljómsveitum þar til hann sá auglýsinguna frá Duran Dur- an; hafði leikið með öðrum hljómsveitum fimm hundruð níutíu og fimm sinnum. Hann er giftur stúlku sem heitir Tracy Wilson og þaðan kemur Wilson nafnið. Þau eiga einn son, Andy. Búist er við sólóplötu frá honum innan skamms. Vikan — popp Duran Duran Ferill hljómsveitarinnar Duran Duran nær frá árinu 1978 til dagsins í dag. Þó má segja að saga þessarar hljómsveitar minni dálítið á sönginn um grænu flöskurnar uppi á vegg, þar sem þær týna tölunni hver á fætur ann- arri. Hljómsveitin var upphaflega skipuð fimm mönnum en í dag eru meðlimir Duran Duran þrír. Arið 1978 var til hljómsveit sem var skipuð tveimur bassaleikurum, klaríncttuleikara og trommuheila. Hugmyndin að nafninu er kom- in úr kvikmynd sem heitir Barbarella. Aðalhlutverkið í þeirri mynd var í höndum Jane Fonda og Barbarella átti í höggi við erf- iðan andstæðing sem hét Duran Duran. Árið 1978 voru John og Nick orðnir einir eftir en þá bættist Roger Taylor í hópinn. Þeir leituðu vel og lengi að gítarleikara og brugðu svo á það ráð að auglýsa eftir einum slíkum. Ráðinn var strákur að nafni Andy Taylor og voru þá Taylorarnir fyrir hreina tilviljun orðnir þrír, allir óskyldir. Þeir störf- uðu með sex söngvurum á stuttum tíma en ekkert gekk upp. Þá benti stelpa, sem þeir þekktu, á einn af fyrrverandi kærustum sínum. Sá drengur hét Simon Le Bon. Hann mætti nokkuð skrautlegur í prufuna. buxurnar voru bleikar, úr hlébarðaskinni, leðurjakkinn brúnn og skórnir támjóir. Punkturinn yfir i-ið var dökku sólgleraugum. Þeim félögum leist ekkert of vel á röddina í drengnum en sáu að Simon var trúlega sú týpa sem þeir voru að leita að svo hann var ráðinn. Þeir spiluðu í klúbbi sem bar nafnið Rum Runner. Þar léku þeir við miklar vinsældir fyrir tiltölulega lítinn pening. Það sem þá vantaði var að komast í tónleikaferðalag. Umboðsmaður þeirra hafði svo mikla trú á þeim að hann seldi ofan af sér húsið til að kosta ferð þeirra sem upphitunarsveitar fyrir Hazel O'Connor. Þessi sami maður hefur trú- lega ekki séð eftir þeirri fjárfestingu þar sem þeir slógu í gegn. Fyrsta smáskífan þeirra kom út í febrúar 1981. Hún innihélt lagið Planet Earth. Platan gekk nokkuð vel en þó blaðamenn og gagn- rýnendur væru ekki beint á móti sveitinni þá efuðust flestir um að vinsældirnar entust. En vinsældirnar fóru vaxandi. Lög eins og Girls on Film, Careless Memories, Hungry Like the Wolf, My Own Way, Save a Prayer og Rio fóru á vinsældalista í heimalandi þeirra, Bret- landi, og víðar. Frá því að þeir voru upphitunarsveit fyrir Hazel O’Connor höfðu þeir, þegar hér er komið í sögu, haldið fjölda tónleika þar sem þeir voru aðalnúmerið. Voru vinsældirnar slíkar að i maí 1983 kom út smáskífa sem Vmsjón: Helga Margrét Keykdal NAFN: Nicholas James Bates FÆDDUR: 8. júní 1962 HÆÐ: 173 cm AUGNL.: Grænn HÁRAL.: Ljósskolleitur HLJÓÐF.: Hljómborð Nick er yngsti meðlimur sveitarinnar. Hann breytti nafni sínu þegar hann byrjaði í Duran Duran; Rhodes nafnið fékk hann af hljóm- borðstegund. Hann er einn af stofnendum Duran Duran og heilinn á bak við sveitina. Hann er afskaplega upptekinn og segir að sólarhringurinn sé alls ekki nógu langur fyrir sig. Hann hefurmeðal annars komið nokkrum óþekktum sveitum á framfæri og af þeim er Kajagoogoo einna þekktust. Einnig hefur hann haldið ljósmyndasýningar og gefið út bókina Interference sem inniheldur abstrakt- Ijósmyndir. Hann er giftur bandarískri fyrir- sætu sem heitir Julie-Ann Friedman og eiga þau dóttur sem heitir Tatjana. NAFN: Nigel John Taylor FÆDDUR: 20. júní 1960 HÆÐ: 187 cm AUGNL.: Brúnn HÁRAL.: Brúnn HLJ ÓÐF.: Bassi John er sá sem gengur einna mest í augun á stelpunum. Hann er líka veisluglaðastur af þeim og að þeirra sögn tekur hann næturvakt- irnar í almenningstengslunum. Hann er mikill aðdáandi James Bond myndanna og á þær allar á myndbandi. Hann á líka eitt stykki Bondbíl (Aston Martin) og var fremstur í flokki þegar titillagið A View to a Kill var samið. Hann er sá eini sem er ekki giftur en er í föstu sambandi með dönsku fyrirsætunni Reneé Simonsen.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.