Vikan


Vikan - 24.09.1987, Page 52

Vikan - 24.09.1987, Page 52
Sakamálasaga eftir Edmund Crispen Humbleby, lögregluforingi hjá Scot- land Yard, dreypti á kaffinu, leit á úrið sitt og dæsti. Hann gat svo sem verið að dæsa af ánægju yfir hádegisverðinum sem hann var að ljúka við en þetta gat einnig verið örvæntingarstuna manns sem átti eitthvert leiðindaverk fyrir höndum, til dæmis að slá grasið á blett- inum eða skrifa einhverjum þakkarbréf. Humbleby dæsti aftur og bar kaffi- bollann að vörunum á kringluleitu andlitinu. Vel snyrt hárið var lítið eitt farið að grána. Stunur lögregluforingj- ans urðu til þess að gestgjafi hans í Sameinaða háskólaklúbbnum, Gervas Fen, spurði hvað þessi undarlegu hljóð táknuðu og hvort eitthvað væri að. „Það er Bolsovermálið,“ sagði Humbleby þunglyndislega. „Náungi, sem hét Bolsover, var myrtur og ég get ekki með nokkru móti skilið hvernie það var gert.“ 6 Fen var fullur áhuga: „Veistu hver myrti hann?“ „Nei, ég veit það ekki heldur.“ Þung- lyndi Humblebys fór vaxandi. „Það eru þrju sem koma til greina og grunurinn fellur jafnt a þau öll rétt eins og í saka- malasögu. Má reykja hér?“ „Nei, því miður en við skulum fara niður í reyksalinn á eftir. En nú skaltu fá þér meiri ost og segja mér nánar frá þessu Bolsovermáli. Hafa komið fréttir af því í blöðunum?“ „Það voru smágreinar um þetta mál í morgunblöðunum vegna þess að þetta gerðist í gærkvöldi. Einn erfingja hans drap hann með því að setja atrópín í bjórinn hans.“ „En atorkusamt fólk,“ sagði Fen með uppgerðar dálæti. „Hvernig gerðist þetta?“ „Það er víst best að byrja á byrjun- inni.“ Þessi kjánalegu upphafsorð voru svo langt frá frásagnarstíl Humblebys að Fen leit uggandi á hann. Það var augljóst að hann hafði meira en litlar áhyggjur af Bolsovermálinu. „í upphafi var Bolsover. ..“ sagði hann eins og klerkur í stól, „og Bolsover var, ég á við. . .athafnamaður í Birmingham.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.