Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 53
Hann átti sápuspónaverksmiðju eða eitthvað svoleiðis og hann var vel efnum búinn svona eftir þvi sem gengur. Hann kvongaðist og svo virðist sem konan hans hafi talið sig hafa tekið niður fyrir sig. Hún var stjórnsöm í meira lagi og ráðskaðist með mann sinn. Hún neitaði alfarið að hafa nokkurt samneyti við ættingja hans og taldi sig hátt yfir þá hafna. Fyrir um mánuði gaf frúin upp öndina og nú, rétt rúmlega fimmtugur, gat Bolsover loks um frjálst höfuð strok- ið og lifað lífinu að eigin geðþótta. Þessar nýju aðstæður rugluðu hann hálfpartinn í ríminu. Hann virðist hafa verið með afbrigðum ættrækinn maður og þegar hann var búinn að koma konu sinni í garðinn fór hann að reyna aö ná sambandi við þá ættingja sina sem á lífi voru. Þeir reyndust vera aðeins þrír að tölu og í ljós kom að þeir höfðu aldr- ei hist, hvað þá að þeir hefðu hitt Bolsover sjálfan. Bolsover var ekki á- nægður með þetta og fannst það óeðli- legt. Hann byrjaði því á að gera nýja erfðaskrá þar sem hann arfleiddi þetta fólk að öllum eigum sínum. Þetta átti að vera fyrsta skrefið í þá átt að sam- eina fjölskylduna.“ „Átti hann engin börn sjálfur?“ „Nei. Eftir að hafa tekið þessa van- hugsuðu ákvörðun skrifaði Bolsover eins og kjáni hverju hinna þriggja bréf þar sem hann sagði þeim frá ákvörðun sinni og hvað þau ættu í vændum og stakk síðan upp á því að þau héldu ættarmót. Einhverjir erfiðleikar komu upp í Birmingham svo að ekki var hægt að halda ættarmótið heima hjá Bolsover en á endanum varð úr að Bolsover kæmi til London og sameinaði ættarmótið dálítilli skemmtun. Hann kom í gær með árdegislestinni og tók sér herbergi á Moskuhótelinu og að loknum kvöldverði þar hittust ættingjarnir. Ég eyddi síðustu nótt í að yfirheyra ættingja Bolsovers. Þeir eru Georg Laurie, mágur systur hans, fölur, litlaus náungi sem vinnur í verksmiðju sem framleiðir augndropa." 39. TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.