Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 32

Vikan - 29.10.1987, Page 32
Naustið er / rauninni „nýr" staíur fyrir tóik undir þrítugu - segir unga fólkið sem tekið hefur við rekstri elsta veitingahúss borgarinnar Geirsbúð er glæsileg en um leið hlýleg krá. Allir innviðlr voru rifiiir út og komu þá í ljós forláta gluggar, þannig að nú er hægt að sjá út á sjó og Esjuna. Gamlir hlutir og ljósakrónurnar fengust hjá Friðu frænku, hinum megin við götuna. Ungt og harðduglegt fólk hefúr teklð við rekstri elsta veitingahúss borgarinnar, Naustsins, og ætla sér að gera það aftur að vinsælasta veitingastaðnum. Þau hafa breytt staðnum örlitið, en gamlir fastakúnnar myndu þekkja sig þar samstundls, því þetta unga fólk ber mlkla virðingu fyrir gömlum og sögulegum innviðum húss- ins og ekkert sem skiptir máli hefúr verið fjarlægt - mesta lagi fært úr stað. Þetta unga fólk þekkja margir því þau hafa verið viðloðandi veitingahús í mörg ár og öðiast þar ómetanlega reynslu sem þau ætla að nýta sér nú. Hjónin Kristjönu Geirsdóttur og Svein Hjörieifsson, Jönu og Svenna, þekkja menn t.d. úr Broadway, þar sem Jana var veitingastjóri og Sveinn var lengi yfirþjónn í Hollywood og síðan „svissuðu" þau hjónin vinnustöðunum og Svenni varð veitingastjóri í Broadway og Jana í Hollywood. Sturla Pétursson er einnig þjónn og þeir Svenni byrjuðu að vinna saman á Grillinu á Sögu fyrir tæpum 14 árum. „Ég kenndi honum allt sem hann kann,“ segir Sturla um Svenna, sem hann vill nú ekki alveg viður- kenna en aftur á móti hafa þeir starfað saman meira og minna þessi 14 ár en síðast starfaði Sturla á Þórscafé. Það er því óhætt að segja að Naustið sé nú komið í samhentar hendur. Rúmlega 100 ára gamalt fiskhús Laugardaginn 6. nóvember 1954, nokkrum mínútum fyrir klukkan fjögur, löbbuðu síðustu iðnaðarmennirnir út úr 100 ára gömlu fiskhúsi, sem þeir höfðu lokið við að breyta t fádæma glæsilegan veitingastað sem Naust átti að heita. Allir innviðir gamla fiskhússins voru rifiiir niður og nýjar innréttingar smíðaðar eftir teikningum Sveins Kjarvals arkitekts, sem einnig sá um að skreyta staðinn. Þetta eru innréttingarnar sem enn eru í Naustinu og í fullu gildi og meira en það, enda segja iðnaðarmenn nú að það sé varla þann mann að finna sem myndi leggja í svona mikla vinnu eins og viðhöfð var við 32 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.