Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 50

Vikan - 29.10.1987, Page 50
Keflavíkur- I Er óhætt ai opna flugvelli: I ■ m % Idyrffynr I íslenskri konu? „Hefur einhver vkkar heyrt um alla kommana sem bíða vígreifir fyrir utan hllðið?" Einstaka hermaður brosti vandræðalega og nokkrir hreyfðu sig órólega í sæt- unum. Ræðumaður glotti kankvíslega. „Ég safna nefiii- lega svona tröllasögum um ísland," sagði hann. „Þið þurfið hins vegar ekkert að óttast. Ykkur er alveg óhætt að ferðast utan vallar. Það er engin hætta á að þið verðið fyrir óþægindum ef þið eruð ekki sjálf með dónaskap eða derring. Sögur um Kanahat- ur og hættulega kommún- ista á íslandi eru stórlega ýktar, en íslendingar eiga al- mennt erfitt með að sætta sig við að þörf sé á erlendu her- liði í landinu þeirra, svo það getur verið að þeir sýni ykk- ur ákveðið fálæti í umgengni án þess að nokkur andúð liggi að baki. íslendingar eru líka einfaldlega töluvert feimnir í samskiptum við út- lendinga." Friðþór Kr. Eydal, blaðafull- trúi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, hefur orðið. Eitt af vikulegum hlutverkum hans er að ffæða nýliða á vellinum um ísland og sögulegar forsendur þess að bandarískt herlið hefur aðsetur á íslensku landsvæði. Varnarliðið endurnýjar hluta af mannafla sínum í hverri einustu viku og eru nýliðarnir oft á milli 35 til 70 manns, sem eru lang- flestir að koma til þessa fram- andi lands í fýrsta sinn. 5 milljóna útlendur her í nágrenni Washington DC? Friðþór talar enga tæpitungu við nýliðana þegar hann gerir þeim grein fyrir forsendum veru þeirra á íslandi. Sjóliði rétti upp hönd og spurði hvort það væri ekki ákveðið vanþakídæti ef íslend- ingar þæðu hervernd af Banda- ríkjunum og væru svo jafhvel lítt hrifnir af verndurunum. „íslendingar hafa í raun aldrei beðið um amerískt herlið til landsins og ef einhver hefur tal- ið ykkur trú um að þið hafið verið beðnir um að koma hing- að til að vernda íslendinga gegn „the big bad Russians", stóru vondu Rússunum, þá hefur við- komandi einfaldlega ekki sagt ykkur satt. Það voru löndin sem stóðu að baki stofriun NATO 1949 sem lögðu mikinn þrýsting á ísland a vera með og Islendingar féllust á það gegn því að ekkert herlið væri í landinu á friðartímum. Síðar féllust íslensk stjórnvöld á, með ströngum skilyrðum, að hafa amerískt herlið í landinu. Varnarliðið gætir hernaðar- legs öryggis íslands, en það voru fyrst og fremst hernaðar- legir hagsmunir Bandaríkjanna, sem voru hafðir að leiðarljósi, þegar Bandaríkin fengu hernað- araðstöðu á Grænlandi og ís- landi. Flestir fslendingar líta á veru ykkar hér sem illa nauðsyn, en reynið fyrir alla muni ekki að telja þeim trú um í samtölum að þeir eigi að vera ykkur þakklátir. Það eruð þið sjálf sem eigið að sýna þakklæti, ef eitthvað er.“ Áheyrendur kinkuðu kolli með skilningssvip þegar blaða- fulltrúinn lagði fyrir þá dæmi sem útskýrði meir en mörg orð: „Hvernig þætti ykkur til dæmis, ef herstöð með fimm milljón- um útlendra hermanna væri á Dulles flugvelli í nágrenni Washington DC? Stærðarhlut- föllin eru þau sömu. Ætli Amerí- könum þætti það ekki dálítið óþægilegt?" sagði Friðþór. íslendingar þróuð þjóð Á samræðum Friðþórs við nýliðana mátti heyra að íslenskt þjóðfélag var þeim algjörlega framandi. „íslendingar eru mikl- ir einstaklingshyggjumenn en þeir hafa samt háþróað félags- legt samstarf, sem er ykkur að mörgu leyti framandi. Heil- brigðisþjónusta og menntun eru til dæmis kostuð af sameig- inlegum sjóðum landsmanna og ég hygg að það séu fáir íslend- ingar það öðruvísi. Almennt hegðunarmynstur íslendinga er líka oft öðruvísi en Friðþór reynir að útskýra íslenskt nafnakerfi: ,„\Ida og Gunnar eru bömjóns Gunnarssonar, sem hann á með Helgu Ragnarsdóttur. Ef þið hafið áhuga á að hafa samband við soninn eða dótturina þá er vissara að fá símanúmerið þeirra á fyrsta stefnumótinu, ann- ars er hætta á að þið finnið þau aldrei aftur.“ „Það er nú allt ffekar nepjulegt héma.“ Bandarískir sjóliðar horfa yfir nýjar heimastöðvar. 50 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.