Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 50

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 50
Keflavíkur- I Er óhætt ai opna flugvelli: I ■ m % Idyrffynr I íslenskri konu? „Hefur einhver vkkar heyrt um alla kommana sem bíða vígreifir fyrir utan hllðið?" Einstaka hermaður brosti vandræðalega og nokkrir hreyfðu sig órólega í sæt- unum. Ræðumaður glotti kankvíslega. „Ég safna nefiii- lega svona tröllasögum um ísland," sagði hann. „Þið þurfið hins vegar ekkert að óttast. Ykkur er alveg óhætt að ferðast utan vallar. Það er engin hætta á að þið verðið fyrir óþægindum ef þið eruð ekki sjálf með dónaskap eða derring. Sögur um Kanahat- ur og hættulega kommún- ista á íslandi eru stórlega ýktar, en íslendingar eiga al- mennt erfitt með að sætta sig við að þörf sé á erlendu her- liði í landinu þeirra, svo það getur verið að þeir sýni ykk- ur ákveðið fálæti í umgengni án þess að nokkur andúð liggi að baki. íslendingar eru líka einfaldlega töluvert feimnir í samskiptum við út- lendinga." Friðþór Kr. Eydal, blaðafull- trúi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, hefur orðið. Eitt af vikulegum hlutverkum hans er að ffæða nýliða á vellinum um ísland og sögulegar forsendur þess að bandarískt herlið hefur aðsetur á íslensku landsvæði. Varnarliðið endurnýjar hluta af mannafla sínum í hverri einustu viku og eru nýliðarnir oft á milli 35 til 70 manns, sem eru lang- flestir að koma til þessa fram- andi lands í fýrsta sinn. 5 milljóna útlendur her í nágrenni Washington DC? Friðþór talar enga tæpitungu við nýliðana þegar hann gerir þeim grein fyrir forsendum veru þeirra á íslandi. Sjóliði rétti upp hönd og spurði hvort það væri ekki ákveðið vanþakídæti ef íslend- ingar þæðu hervernd af Banda- ríkjunum og væru svo jafhvel lítt hrifnir af verndurunum. „íslendingar hafa í raun aldrei beðið um amerískt herlið til landsins og ef einhver hefur tal- ið ykkur trú um að þið hafið verið beðnir um að koma hing- að til að vernda íslendinga gegn „the big bad Russians", stóru vondu Rússunum, þá hefur við- komandi einfaldlega ekki sagt ykkur satt. Það voru löndin sem stóðu að baki stofriun NATO 1949 sem lögðu mikinn þrýsting á ísland a vera með og Islendingar féllust á það gegn því að ekkert herlið væri í landinu á friðartímum. Síðar féllust íslensk stjórnvöld á, með ströngum skilyrðum, að hafa amerískt herlið í landinu. Varnarliðið gætir hernaðar- legs öryggis íslands, en það voru fyrst og fremst hernaðar- legir hagsmunir Bandaríkjanna, sem voru hafðir að leiðarljósi, þegar Bandaríkin fengu hernað- araðstöðu á Grænlandi og ís- landi. Flestir fslendingar líta á veru ykkar hér sem illa nauðsyn, en reynið fyrir alla muni ekki að telja þeim trú um í samtölum að þeir eigi að vera ykkur þakklátir. Það eruð þið sjálf sem eigið að sýna þakklæti, ef eitthvað er.“ Áheyrendur kinkuðu kolli með skilningssvip þegar blaða- fulltrúinn lagði fyrir þá dæmi sem útskýrði meir en mörg orð: „Hvernig þætti ykkur til dæmis, ef herstöð með fimm milljón- um útlendra hermanna væri á Dulles flugvelli í nágrenni Washington DC? Stærðarhlut- föllin eru þau sömu. Ætli Amerí- könum þætti það ekki dálítið óþægilegt?" sagði Friðþór. íslendingar þróuð þjóð Á samræðum Friðþórs við nýliðana mátti heyra að íslenskt þjóðfélag var þeim algjörlega framandi. „íslendingar eru mikl- ir einstaklingshyggjumenn en þeir hafa samt háþróað félags- legt samstarf, sem er ykkur að mörgu leyti framandi. Heil- brigðisþjónusta og menntun eru til dæmis kostuð af sameig- inlegum sjóðum landsmanna og ég hygg að það séu fáir íslend- ingar það öðruvísi. Almennt hegðunarmynstur íslendinga er líka oft öðruvísi en Friðþór reynir að útskýra íslenskt nafnakerfi: ,„\Ida og Gunnar eru bömjóns Gunnarssonar, sem hann á með Helgu Ragnarsdóttur. Ef þið hafið áhuga á að hafa samband við soninn eða dótturina þá er vissara að fá símanúmerið þeirra á fyrsta stefnumótinu, ann- ars er hætta á að þið finnið þau aldrei aftur.“ „Það er nú allt ffekar nepjulegt héma.“ Bandarískir sjóliðar horfa yfir nýjar heimastöðvar. 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.