Vikan


Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 9
■ „Það er allt of mikil tilhneiging í heilbrigðis- geiranum að vilja vernda gjörningafólkið, það er foreldrana sem fremja þennan glæp.“ Dæmi um alvarlega misþyrmingu á bami. Sambýlismaður móður bamsins olli alvarlegum skaða á nýmm og kviðarholi bamsins, þegar hann sló það mörgumsinnum með barefli. Myndlmar í þessari opnu em erlendar, þar sem ekki var unnt að Cá ljósmyndir af þessu tagi hjá íslenskum heil- brigðisyflrvöldum. barna frá að koma með þau til meðferðar hjá lækni. Á barnadeild Landspítalans hafa læknar og hjúkrunarfólk sennilega mesta reynslu á land- inu í að meta hvort áverkar á barni eru slys eða af manna völdum. Pétur Lúðvíksson lækn- ir á Barnadeild, segir það skoð- un sína að fólk sem veitir böm- um sínum alvarlega áverka, ger- ir það í einhverju skyndibrjál- æði og síðan sjái það mikið eftir athöíhinni. „Álvarlegu tilfellin em sem betur fer fá, en það er samt mikið um minni áverka af ýmsu tagi. Við sjáum líka stund- um merki um eldri áverka á börnum sem koma hingað til meðferðar, en þá er afar erfitt að meta hvort það eru merki eftir misþyrmingar eða ekki,“ segir Pétur. „Þessi máf eru öll ákaflega flókin og það má alls ekki halda að misþyrmingar á börnum sé hægt að rekja til einfaldrar ill- mensku gagnvart varnarlausum einstaklingum. Þama er um að ræða tilfinningaleg viðbrögð, sem eiga sér ýmsar orsakir," seg- ir Pétur Lúðvíksson. En þessi mál eru í eðli sínu dulin og því eru allar opinberar tölur afar varhugaverðar og erfitt að henda reiður á hversu útbreitt vandamálið er.“ „Forefdrarnir sem beita börn sín alvarlegu ofbeldi, eru í raun ósköp venjulegt fólk, sem á í erf- iðleikum með sjálft sig. Við eig- um ekki í höggi við nein ill- menni. Erlendis eru til tölur sem benda til að það séu oftar mæður sem valda börnum sín- um áverkum, og margt bendir til að þessu sé eins varið hér á landi," sagði Pétur Lúðvíksson læknir. Börnin okkar skjólstæðingar í samtölum Vikunnar við lækna og embættisfólk um þá hörmulegu staðreynd, að fjöldi bama verður árlega fyrir alvar- legum Iíkamsmeiðingum frá hendi foreldra eða forráða- manna, kom í ljós að menn em langt frá því að vera á eitt sáttir um hvemig taka eigi á þessu al- varlega máli. „Það er allt of mikil tilhneig- ing í heilbrigiðisgeiranum að vilja vernda gjörningsfólkið, það er foreldrana sem fremja þenn- an glæp. Við höfum það á tilfinn- ingunni, sem störfum að félags- málum, að læknar meti oft trún- aðarskylduna við skjólstæðinga sína meir heldur en tilkynninga- skyldu til barnavemdarneftida, þegar grunsemdir um misþyrm- ingar em annars vegar. Þarna er ákveðin togstreita á ferðinni og þess vegna er erfitt að samræma aðgerðir gegn þessu vanda- máli,“ sagði félagsfræðingur í samtali við Vikuna. Jón Kristinsson læknir á barnadeild Landspítalans, segist hins vegar viss um að læknar vanræki ekki að tilkynna gmn- semdir um vanrækslu eða illa meðferð á bömum, til félags- málastofnana. „Hér em það börnin sem em okkar skjólstæðingar, en ekki foreldrar þeirra og við störfum og ræktum skyldur okkar sam- kvæmt því,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Jón telja að áverkar sem Barnadeildin fái til meðferðar væm mjög sambæri- legar við það sem gerist erlend- is. „Það er sennilega enginn munur á þessu hér og í útlönd- um. Við fáufn alls konar áverka til meðhöndlunar, en algengara er þó að við verðum vitni að al- varlegri vanrækslu á bömum, sem er óneitanlega samfélags- legt vandamál hér á landi,“ sagði Jón Kristinsson læknir. —MG. Sjá næstu síðu VIKAN 9 L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.