Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 22
Hnefann í borðið: Saltfisk!
hrópið þið glaðhlakkalega. Qva,
maður veit nú hvað baccalá
þýðir. Og þetta polenta, það
þýðir örugglega flot.
Þjónninn kemur ykkur á
óvart með saltfiskbitum í gulum
maízenagraut.
Fara með þennan óþverra.
Við tökum þessa steik.
Þjónninn múðrar dáldið. En
þið róið hann með (á íslensku)
„þetta er allt í lagi, vinur, mis-
skilningur, komdu með steik-
ina,“ og hann röflar dáldið í við-
bót og ekki orð af því er í litlu
samtalsbókinni.
Hann kemur aftur. Setur disk-
inn fýrir ffaman ykkur og fer
bara.
Þið horfið brostnum augum
niður á diskinn. Á honum hvflir
lófastór, næfúrþunn, fett kjöt-
sneið. Við hlið hennar pínupoll-
ur af gulri fitu. Einsemd hennar
er hátíðleg. Engin karbulla, eng-
in baun, ekki neitt. Og fyrir utan
hinn seiðandi, grámyglulega lit,
þá er sneiðin svo þurr að þið
vinnið ekki á henni ef þið hafið
skilið skátahnífinn eftir heima.
Enginn ítalskur alvöru-mat-
sölustaður ber fram rétti í hefld.
Maður verður sjálfur að velja
meðlætið og stykkja saman
máltíðina. Það var þetta sem
þjónninn var að múðra.
En jafhvel þótt þið lærið þetta
af sársaukafúllri reynslu, þá er
ekki glæta að fá soðnar kartöfl-
ur, dósabaunir og sultu. Gleym-
ið þeim.
Ef að þið frekar, í kvöl ykkar
þarna á rúmstokknum, þráið að
gleyma öllu sem er og heitir
ítalskur matur, þá lýsi ég fúllum
skilningi mínum. Já, geri betur:
Það er kostur á öðru hér í Róm.
Byrjum á botninum:
Róm státar af stærsta McDon-
alds-hamborgarastaðnum í Evr-
ópu. Allir vita að hann er við
Spænska Torgið. Enginn, sem
kemur þangað, getur fúndið
McDonalds.
Það sést oft til mín við torgið
og tröppurnar sem við það eru
kenndar, með sjeikdós frá
■ Allir vita að
stærsti hamborg-
arastaður McDon-
alds í Evrópu er við
Spænska Torgið í
Róm. Enginn sem
kemur þangað,
getur ffundið
McDonalds.
22 VIKAN
■ Ástæðan ffyrir þeim slæmu dómum sem
kínversku staðirnir í Róm fá er ekki vondur
matur eða dýr, heldur að þeir geta ekki haldið
uppi há-kínverskum standard. Þeir bjóða ekki
upp á svöluhreiður með sprekum og fiðri og
öllu....
McDonalds. örvæntingarfúllir
túristar á fjórðu hringferð um
torgið vinda sér oft að mér og
spyrja mig til vegar. Ég gef þá
þessar leiðbeiningar:
„Þið sjáið þessa ruslatunnu
með gula lokinu héma hægra
megin við tröppurnar? Og þið
sjáið að þarna lengra til hægri er
önnur ruslatunna með gulu
loki? Fylgið mslatunnunum og
fimmta tunnan stendur við dyr
McDonalds."
Það er ekki að Dónald fari
leynt. Þetta er landfræðflegur
misskilningur. Torgið er miklu
stærra en það virðist. Það teygir
sig og teygir til hægri (suð-suð-
austurs fýrir þá sem em áttavita-
væddir) og fer mjókkandi. Tvo-
þriðju vegar hefúr verið plamp-
að niður egypskri súlu, bara til
að mgla ferðamenn, og handan
hennar kúrir Dónald svo lítið
ber á. Það hjálpar, að út um allt
Spænska torgið og nágrannagöt-
ur em auglýsingaskilti með örv-
um og það verður að segjast
eins og er, þeir hafa aldrei verið
góðir í pfluleik héma, því ör-
vamar gefa kost á McDonalds í
um 300 gráðu boga.
Fyrir utan að Dónald er varð-
aður mslatunnunum með gulu
húfúna, þá er öskubakki við inn-
ganginn líka. Þar er líka dyra-
vörður sem rífijr sígarettuna út
úr þeim sem fatta ekki sam-
stundis að það er bannað að
reykja inni hjá Dónaldi. Og það
er eins gott, því þegar maður
kemur inn og upp, finnur maður
að Dónald lagði ekki nóg í loft-
ræstinguna.
Þá er það matseðillinn:
Pyngjuhrakningar em ekki
miklir. Mér er sagt, að fyrir ís-
lending sé hamborgarinn gefins.
Ekki þó af því að Dónald haldi
svona upp á íslendinga, heldur í
samanburði. Þeir hlaupa á þetta
2—3.000 lírum, eða 60—90 kr.
Af þeim er viðkunnalegt iðnað-
arbragð, eins og einn kunningi
minn segir. Franskar kartöflur á
slikk og kjúklingabitar sem em
hakinu dýrari en hamborgaram-
ir. Við höfúm ekki smakkað
kjúklingabitana, ekki sökum
fordóma í garð kjúklinga, heldur
þess að okkur hefúr þrisvar orð-
ið illt af hamborgumnum. Eða, í
þau þrjú skipti sem við reynd-
um þá.
Af drykkjarföngum má nefna
bjór, gos, te og kaffi. Þetta er
eini staðurinn í Róm sem af
staðfestu býður aðeins upp á
þunnt kaffi, eða þennan venju-
lega íslenska styrkleika.
Þama fáest líka sjeik, afgreidd-
ur undir nafhinu milksjeik, í
þremur bragðtegundum: Kem-
ísk vanilja og kemísk jarðarber,
en súkkulaðisjeikinn er óttalega
frumstæður: Þeir nota baunir af
kakómnnanum. Hann er því
góður.
En Dónald er líka með nokk-
uð óvenjulegt fyrirbrigði hér:
Salatbar. Mikið úrval. Skammt-
arnir em þokkalegir og maður
fær brauðsnúð með, samkvæmt
beiðni. Við mælum óhikað með
salatbarnum, þekkjum engan
sem hefúr orðið illt af honum.
Aukaatriði: McDonalds býð-
ur upp á bestu klósettin í
bænum. Því miður em þau oft
lokuð vegna vatnsskorts í mið-
bænum eða hreingerningaræðis.
Það em fleiri hamborgara-
staðir hér og þar í Róm, en eiga
það flestir sammerkt að vera
afhroð. Eina tryggingin sem við
getum boðið: Ef staðurinn virð-
ist splunkunýr, þá er viðurgern-
ingur þokkalegur. Það hverfúr
svo þegar þeir hafa fest sig í
sessi.
En, hvað, það er hægt að
lækna flestar matareitranir í dag,
svo farið óhikað ótroðnar slóðir.
Á austurlenska vlsu
Rétt handan við Dónald á
homi Via della vite og Propa-
ganda er japanskur veitingastað-
ur. Hann er hámark japanskrar
matarmenningar hér í bæ. Ég
hef ekki prófað hann, það gerir
blandaður ótti við hákarlaugga-
súpu og fjárhagslega eyðilegg-
ingu. En þarna er hann sem sagt,
ef einhvern fýsir.
Neðar í Via del la Vite er eins-
konar útibú frá þessu mektar-
veitingahúsi. Það er skyndibita-
staður, sem fýrir utan japanskan
mat býður upp á alþjóðlega sér-
rétfi. Orðspor staðarins er
skuggalegt. En verðlð er gott.
f borginni er urmull kín-
verskra staða. Þeir eiga það
flestir sameiginlegt að fa af-
spyrnu slæma dóma. En ástæðan
er ekki vondur matur eða dýr,
heldur að þeir geta ekki haldið
uppi há-kínverskum standard.
Þeir bjóða ekki upp á svölu-
hreiður með sprekum og fiðri
og öllu, og þangsúpan er úr dós.
En þar má alltaf fá sweet-and-
sour, sem er svínakjöt eða kjúkl-
ingur í sætsúrri sósu. Það er að
vísu framandi, en ekki svo mjög
fyrir fólk sem er alltaf að borða
sultu og súrsaðar gúrkur með
matnum. Eins eru alltaf nokkrir
karryréttir, og ef ég man rétt, þá
er kjöt í karrý einmitt fjórða-
hvem-fimmtudagsmatur íslend-
inga. Þessir karryréttir em yfir-
leitt ekki krassandi, eins og svo
margir óttast. Með þessu er gott
að taka soðin, hvít hrísgrjón
sem fara sér rólega í maga.
Vorrúllur eða kínverskar
núðlur með fyllir.gu í forrétt og
maður er kominn með fúllan
maga af alveg þokkalegum mat
fyrir um 10.000 límr, drykkjar-
föng innifalin (um 300 kr.).
Einn þessara kínversku staða
býr í Via del Sudario. Það er
öngstræti út frá Largo Argent-
ina. Þetta smátorg býður upp á
margt, m.a. biðstöð þar sem tug-
ir strætisvagnaleiða mætast.
Beint á móti biðstöðinni er
Banca d’America ed Italia, sá
sem gefúr ykkur reiðufé út á
Visakortin. Via del Sudario er
vinstra megin við bankann. Ég
borða oft þarna af prinsippást-
æðum. Þetta er eina veiting-
ahúsið í Evrópu sem selur kam-
pavínsflöskuna á sama verði og
kaupfélagið.
Fjölskyldan sem rekur þenn-
an stað var feldskerar í Milano.
Svo varð samdráttur í loðfeldun-
um og af því að allir frændur
þeirra vom með veitingahús í
Róm, þá.... Þjónustan er dáldið
sérstök, en maður skilur það
betur þegar maður veit að þau
em dulbúnir feldskerar. Manni
er svona svipt og rykkt á milli
rétta og fáer sko ekki að velja
borðið sitt sjálfúr. Hafið engar
áhyggjur af ítölskukunnáttunni
ykkar. Þau kunna hana heldur
ekki.
Vegna langrar reynslu get ég
fúllyrt að kampavín fer mjög vel
með kínverskum mat. En það er
sniðugt að elta stúlkuna og fylgj-
ast með þegar drengurinn fyrir
innan afgreiðsluborðið rótar í
kælinum. Það er mjög tflviljana-
kennt hvað hann kemur upp
með. Á flöskunni á að standa
„Bmt“ ef þið viljið þurrt vín.
Það alfyrsta sem þarf samt að
gera er að sannfæra stúlkuna um