Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 29
VERK EFTIR RURIAISLANDSBRYGGJU
UÓSM.: VALDlS GUNNARSDÓTTIR.
íslandsbryggja í Kaupmannahöfn, er fy rrum vett-
vangur mikilla örlaga, tákn ódauðlegrar stór-
mennsku og stórkostlegra mistaka og efhahags-
hruns. Margir íslendingar stigu sín fyrstu spor á er-
lendri grund, á þessum stað, þar sem Gullfoss lagði
að og Íslands-Bersi setti ísland á hausinn.
íslandsbryggja er svo samofín margri íslenskri ör-
lagasögu, að það er vel við hæfi að dönsk yfirvöld
feli íslenskum listamanni að skapa listaverk sem á
að prýða þennan sögufræga stað, sem er jafn ódauð-
legur og íslandssagan.
J Vikan hitti myndlistakonuna Rúrí, þar sem hún
Var við vettvangskönnun þar sem myndverk hennar
joiun hugsanlega standa um ókomna framtíð.
Viðtal:
Cuðrún
Alfreðsdóttir
„Síðastliðið sumar var haft
samband við mig frá Statens
Kunstfond í Kaupmannahöfn og
ég beðin um að senda myndir af
verkum mínum, ásamt ýmsum
upplýsingum, og í ffamhaldi af
því var ég beðin að gera tillögur
að verki sem fýrirhugað er svo
að staðsetja í Havneparken, eða
á gamla kajanum við fslands-
bryggju. Þetta svæði, sem nú
hefur verið skipulagt upp á nýtt,
er ágætlega staðsett og sést
nokkuð víða að. Hér er ég nú til
að skoða staðinn, kynna mér all-
ar aðstæður, efnismöguleika og
ræða við fólk sem tengjast mun
framkvæmdinni ef af þessu
verður. Næsta skref hjá mér er
svo að gera skyssu að verki, sem
þeir hjá Statens Kunstfond
munu vega og meta, og miðað
við að allt blessist verður síðan
hafist handa við framkvæmdir
næsta vor. Líki þeim tillaga mín
hinsvegar ekki, veit ég ekki
hvort þeir biðji mig um aðra
eða snúi sér til annarra
manna.“
Yfirleitt mun venja að fleiri
en einn listamaður sé fenginn til
tillögugerða á borð við þessa,
en í þetta sinn var Rúrí ein um
hitunina. Einnig hefur það vakið
athygli hér í Danmörku að Stat-
ens Kunstfond skuli hafa falið
íslendingi verkefhið, en Rúrí
segir það vafalaust tengjast nafn-
inu ísiandsbryggju og sögunni.
Á tuttugu tonna
verk í Helsinki
Rúrí segist einna helst finna
sig í svokallaðri þrívíðri og fjór-
víðri myndlist en ekki vera mik-
ill málari. Skúlptúrar ýmiskon-
ar, umhverfislist og performans-
ar er það sem hún mest hefur
fengist við. Hún var nýlega með
einkasýningu á Kjarvalsstöðum
en þar fyrir utan hefur verið í
ýmsu að snúast. Meðal annars
hefur hún unnið að undirbún-
ingi Regnbogans sem reisa á við
flugstöð Leifs Eiríkssonar, en í
fyrra vann Rúrí, ásamt Magnúsi
Tómassyni, samkeppni um verk
til útfærslu á þeim stað.
„Ég er nú svo sem ekki mikið
með við vinnu á útferslunni því
það sjá sérffæðingar um, vinnu-
teikningar, verkfræðiútreikn-
inga og fleira slíkt. En svo hefur
þurft að leita að rétta efhinu,
ryðfríu stáli og steindu gleri,
finna rétta liti þykkt og annað
þar fram eftir götunum.
Framundan er svo væntanlega
þátttaka í samsýningum, ein í
Dusseldorf og jafhvel önnur í
Óðinsvéum á næsta ári. Svo er
ég með í norrænni samkeppni
um stóran skúlptúr í Hárnösand
í Svíþjóð. Tuttugu og fjórum
listamönnum á Norðurlöndum
var boðið að taka þátt í lokaðri
samkeppni um verk á þessum
stað og auk mín voru valdir frá
íslandi þeir Magnús Tómasson,
Helgi Gíslason og Gestur Þor-
grímsson.
,Jú, ef til vill hafa þeir eitt-
hvað getað séð af verkum eftir
mig,“ segir hún aðspurð, „því ég
hef verið með stór verk á sýn-
ingum hér í Kaupmannahöfn,
Malmö og Helsinki. Tveimur
listamönnum firá hverju Norður-
landanna var boðið hingað árið
1984 til að taka þátt í sýning-
unni Flyvende beton. Stein-
steypuverksmiðjur útveguðu
Á fslandsbryggju
í Kaupmanna-
höfn leynir sér
ekki, hvaðan
nafn hverfisins
er dregið.
Hvarvetna gefur
að líta staðamöfn
sem minna á
ísland. Café
Island var
vinsæli
samkomustaður
íslenskra
síldarkaupmanna
og sjómanna á
ámm áður.
Njálsgata og
Reykjavíkurgata
koma einnig
kunnuglega fyrir
sjónir.
MYNDIR: MG.
miðborgarinnar. Við Jón Gunn-
ar Árnason vorum tvö frá ís-
landi, bæði á þessari sýningu og
í Malmö árið eftir, en þar var
unnið með ýmis ólík efni sem
stórfyrirtæki iögðu til. í Helsinki
’86 var svo steynsteypan aftur
notuð og gerði ég nokkuð stórt
myndverk sem Finnarnir eru að
velta fýrir sér að kaupa. Nú er ég
einmitt á förum þangað til að
líta á nýjan stað fýrir verkið. Þar
sem það er nú eru nefnilega raf-
magns- vatns- og símalagnir
neðanjarðar, svo staðurinn er
ekki alveg nógu heppilegur til
frambúðar fýrir þetta tuttugu
tonna myndverk sem er um
fjórir og hálfur metri á hæð og
nær yfir tæpa fimmtán metra
svæði á Iengdina og fimm metra
á breiddina."
a
VIKAN 29