Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 5
Trabantinn af
Brávallagötu
enn til
Um síðustu helgi hélt
Bylgjan uppboð á dýrmæt-
ustu eign þeirra skötuhjúa á
Brávallagötunni, glæsilegri
sjálfrennireið, svartri að lit af
gerðinni Trabant. Uppboðið
var haldið í Kringlunni og
var áhuginn fyrir því svo
inikill að þrengslin urðu
með ólikindum.
Skúli rafvirki (faðir Eiríks
Fjalars) sá um að bjóða gripinn
upp og gerði það með tilþrifum.
Ekki lét hann það á sig fá þó raf-
magnið feri af hátalarakerfinu,
heldur hækkaði hann bara rödd-
ina og manaði fólk upp í að
bjóða í gripinn. Undirtektirnar
létu heldur ekki á sér standa,
boðin hækkuðu ört og á endan-
um höfðu þeir sem æstastir
voru í austantjaldslímúsínuna
boðið 30 þúsund krónur í hana.
Þrátt fyrir að Skúli reyndi mikið
sölu!
til að fá boðið hækkað um fimm
aura voru þær tilraunir árang-
urslausar og bíllinn var semsé
sleginn á fyrrnefhda upphæð.
Þegar kveðja átti svo þennan
kostagrip eftir margra ára dygga
þjónustu fann húsbóndinn á
BrávaUagötunni, hún Bibba, svo
sáran sting af söknuði í brjósti
sér að hún gat ekki með nokkru
móti hugsað sér að láta hann af
hendi. Hún keypti hann aftur
með þeim orðum að hún yrði
að fá eitthvað meira fyrir bílinn
en bara peninga ef hún ætti að
geta séð af honum.
Þessi sögufræga bifreið er því
enn til sölu á ffjálsum markaði,
með þeim kvöðum þó að sá sem
festir kaup á henni situr uppi
með Halldór líka, því eins og
Bibba segir þá verður söknuður-
inn léttbærari ef maður losnar
við einhvern óþarfa í leiðinni.
AE.
LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
Halldór Aml Sveinsson, útvarpsstjóri Útvarps Hafnarfjarðar,
stendur hér við stjómvölinn. Ljósm.: m. Hjörleifss.
Gaflarar láta sér ekki nægja
minna en tvær útvarpsstöðvar
Loksins þegar Hafnfirð-
ingar ráðast í að hefja stað-
bundnar útvarpsútsending-
ar láta þeir sér ekki nægja
eina stöð heldur er allt útlit
fyrir að þær verði tvær. Hall-
dór Árni Sveinsson heitir
bjartsýnismaðurinn sem fór
af stað með Útvarp Iíafnar-
flörður á FM 87,7 þann 30.
nóvember síðastliðinn. Út-
varpar stöðin fréttum og
tónlist milli klukkan fjögur
og sjö alla eftirmiðdaga
nema á sunnudögum.
Útvarpsstöð Halldórs Árna er
til húsa við Kaplahraun 10 í
Hafnarfirði. Upp úr áramótum
má svo búast við að í Flensborg-
arskóla taki til starfa önnur út-
varpsstöð, sem rekin verður í
samvinnu nemenda skólans og
Hafnarfjarðarbæjar. Frumkvæð-
ið áttu nemendur skólans, en
bærinn hefúr nú samþykkt að
reka stöðina á sína ábyrgð,
leggja til allan búnað fyrir stöð-
ina og greiða starfsmanni laun,
en skólinn leggi til húsnæði — og
eitthvað af dagskrárgerðarfólk-
inu.
Af öðrum er það svo að frétta
m.a. að næstkomandi sunnudag
hyggjast vinstrisinnaðir útvarps-
áhugamenn hefja útsendingar
frá stöð sinni, Rót. Að þeirri út-
varpsstöð standa yfir 30 ein-
staklingar, sem starfað hafa í
ýmsum félagasamtökum.
VIKAN 5
UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON