Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 39
iin
5Tærnar eru að-
skildar með
bómullarhnoðrum.
6Lakkaðar með
nokkuð daufum
lit. Skiljið eftirólakk-
aða rönd sitt hvoru
megin á hverri nögl,
þá sýnast neglurnar
mjórri.
Gott
fyrir
fæturna
• Fæturnir hafa gott af æfingum! Þess-
ar eru auðveldar: Takið blýant upp með
tánum. Standið á táberginu á þykkri bók;
lyftið hælunum upp og niður, nokkrum
sinnum (gott fyrir kálfana líkal).
• Hellið handfylli af þurrkuðum baun-
um innan í flatbotna skó og gangið á
þeim... finnið hversu vel fæturnir
nuddast.
• Áður en farið er í rúmið þá eru fæt-
urnir makaðir í rakakremi eða barnaolíu
og farið í bómullarsokka yfir.
• Setjið plástur undir tábergið þegar
þið eruð berfættar í háhæluðum skóm.
Þetta kemur í veg fyrir að fæturnir renni
eins fram og tekur þá álag af tánum.
Stjömuspá fyrir vikuna 10. -16. desember
Hrúturinn
21. mars - 20, aprfl
Gerðu átak í peningamál-
unum sem allra fyrst, möguleikar-
anir á því að þetta sé allt að lagast
•eru betri nú en þeir hafa verið
lengi. Varðandi ástina skaltu hafa í
huga það sem er nú en ekki velta
þér upp úr fortíðinni.
Nautið
23. apríl - 21. mai
Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af einkennilegri fram-
vindu mála þessa vikuna. Allt
óvænt gefur lífinu lit. Treystu eigin
innsæi og láttu ekki vanann gera
það að verkum að tækifæri renni
þér úr greipum.
Tvíburarnir
22. mal - 22. júní
Það verður mikið að gera
þessa vikuna, en framtlðin er björt
og ekki er ólíklegt að þú stofnir til
nýs, rómantísks sambands ótrú-
lega fljótt. Gættu þess að segja
ekkert sem þú gætir séð eftir.
Krabbinn
23. júní - 23. júlí
Þú ert að rifja upp fortíð-
ina þessa dagana og mannst þá
eftir nokkrum óþægilegum atvik-
um, sem þú hélst þú værir búin(n)
að gleyma, - en líka nokkrum ó-
gleymanlegum. Þú ætlar að taka
framtlðina föstum tökum en
kemst að því að öfundsjúk mann-
eskja gæti staðið þar I vegi.
Ljónið
24. júll - 23. ágúst
Þetta er ein mikilvægasta
vikan I lengri tíma. Breytingar eru
á næsta leyti og þú ert til skiptis I
sjöunda himni eða I þungu skapi.
Hafðu ekki áhyggjur af þessu - þú
átt von á einhverju sem gleður þig
mjög.
Meyjan
24. ágúst-23. september
Þú þarft að taka snöggar
ákvarðanir og færð lltinn umhugs-
unarfrest. Hætt er við að þú eigir
eftir að óska þess að þú hefðir haft
meiri tlma til umhugsunar, en þá
hefðurðu kannski ekkert gert. Ein-
hver þér nákominn á eftir að biðja
þig um að eyða meiri pening en þú
kærir þig um og þetta veldur þér
meiri áhyggjum.
Vogin
24. sept. - 23. okt.
Enginn getur sagt um þig
að þú sért leiðinleg(ur), síst af öllu
þínir nánustu. Það geislar af þér
kraftur og lífsgleði sem smitar út
frá sér. Þú átt ekkert von á því að
fá laun fyrir glaðlyndið, en þú færð
þau samt, ást, félagsskap og
skemmtilegheit.
Sporðdrekinn
24. okt. - 22. nóv.
Örlæti úr þeirri átt sem þú
áttir síst von á mun koma þér úr
jafnvægi, en eftir á finnurðu hvað
þetta hefur glatt þig. Ekki gengur
allt snurðulaust á næstunni en
góða skapið kemur I veg fyrir að
þú gerir þér rellu út af því/Fylgstu
bara með að enginn reyni að
svindla á þér.
Bogamaðurinn
23. nóv. -21. des.
Það verður erfitt að slappa
af þessa vikuna, því mikið er að
gerast á öllum sviðum. Þetta hefur
þó engin II áhrif á jpig og þú tekur
hlutina jafn föstum' tökum og
vanalega. Þú gætir þurft að ferðast
þó þetta sé ekki heppilegur tími,
en enginn er ómissandi svo drlfðu
þig bara.
Steingeitin
22. des. - 20. janúar
Þér miðar áleiðis að settu
marki. Allt mun ganga einkar vel ef
þín plön falla vel að plönum þeirra
sem eru í kringum þig, þetta kæmi
sér vel þvl þessa dagana ertu
eitthvað þreytt(ur). Gættu þess að
vinna ekki mikla eftirvinnu, hvddu
þig vel og borðaðu reglulega.
Vatnsberinn
21. janúar - 19. febrúar
Þú dregur að þér þessa vik-
una sökum aðlaðandi útlits og
góðs skaps. Þú ert vel upplögð/
lagður og allt leikur í höndunum á
þér. Ungir vinir og börn veita þér
mikla ánægju þessa vikuna og það
verður ekki fyrr en seinni hluta
hennar sem eitthvað fer að dala.
Fiskarnir
20. febrúar - 20. mars
Þó sjálfstraustið sé í lág-
marki í upphafi viku láttu það ekki
á þig fá, en taktu engar ákvarðanir
fyrr en þér líður betur. Aftur á móti
verðurðu þó að gæta þess að finn-
ast þú ekki geta sigrað allan heim-
inn. Haltu þig nærjörðinni.
VIKAN 39
STJÖRNUSPÁ