Vikan


Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 40

Vikan - 10.12.1987, Blaðsíða 40
John Cusack í hlutverki sínu. Bíóhöllin Hot Pursuit ★ ★ Leikstjóri Steven Spielberg Aðalhlutverk John Cusack, Robert Loggia, Wendy Gazelle, Jerry Stiller. Hot Pursuit er nokkuð skondin útgá£a af þeim ævin- týramyndum sem tröllriðið hafa Hollywood á undan- fömum ámm og er hún raunar framleidd af einum þeirra sem komið hafa við sögu áður á svipuðum nót- um, Ted Parvin, sem fram- leiddi Romancing the Stone. Dan (Cusack) er ágætis náms- maður á leið í lokaprófið. Hann ætlar síðan að dvelja með kær- ustu sinni og fjölskyldu hennar í NÝJAfí REGLUR UM APEX IINNANLANDSFLUGI Apex er ódýr og þægilegur leróamátl fyrir þá sem hala fastráðið hvað þeir verða lengi I íerðinni. Til og Irá Reykjavik: Akureyri Egilsstaðir Hornafjörður Húsavlk Isafjörður kr. 3981,- kr. 5316,- kr. 4686,- kr. 4510,- kr. 3717,- Norðfjörður kr. 5486,- Patreksfjörður kr. 3598,- Sauðárkrókur kr. 3577,- Þingeyri kr. 3558,- Vestmannaeyjar kr. 2585,- Apex fargjöldin gilda einnig i framhaldsflugi með sam- starfsflugfélögum til og frá stöðum fyrir vestan, noróan og austan. Þú færð upplýsingar um þetta hagkvæma ferðafyrirkomulag h/á Flugleiðum, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR tveggja vikna fríi á sveimi um Karabíska hafið. En kærastan heimsækir hann óvænt kvöldið fyrir prófið með þeim afleiðing- um að hann fellur á því og nær ekki að komast með daginn eftir, og þó kennari hans gefi honum tækiferi er það orðið um seinan, hann missir af flug- véiinni. En Dan hefur ekki viðurnefh- ið „herra einbeittur" vegna rælni og hann ásetur sér að ná í skottið á kærustunni hvað sem það kostar. í hönd fer mikill eltingarleik- ur um karabískar eyjar þar sem Dan lendir í slagtogi með nokkr- um „skökkum" eyjaskeggjum, og síðan hálfgeggjuðum skip- stjóra sem ákveður að hjálpa honum. Leikurinn berst síðan til eyju einnar en þá hefur kærust- unni og fjölskyldu hans verið rænt af nokkrum óprúttnum náungum og Dan ákveður að grípa til vopna. Mikill hraði og létt spenna gera þessa mynd að fyrirtaks skemmtun fyrir alla fjölskyld- una, mynd sem veitir áhorfand- anum ánægju í einn og hálfan tíma og síðan ekki söguna meir. Cusack er ágætur í hlutverki námsmannsins og Robert Logg- ia á ágætan dag sem hinn geggj- aði skipstjóri. - FRI Hver cmnarri betri Laugarásbíó Amazing stories* ★ ★ Leikstjórar Steven Spielberg, William Dearog Robert Zemeckis Aðalhlutverk Kevin Costner og Christopher Lloyd. Amazing stories, eða Furðu- sögur, eru þrjár stuttar kvik- myndir á svipuðum nótum og Twilight Zone, gerðar fyrir sjónvarp. Þessar þrjár myndir eru hver annarri betri, enda engir aukvisar sem leikstýra. Þar ber fýrst- an að telja Steven Spielberg en hann er jafhframt fram- leiðandi þessarar myndar. Innskot Spielbergs fjallar um flugliða sem festist í skotturni á „Fljúgandi virki“ í seinni heims- styrjöldinni. Málin vandast síð- an er hjólabúnaður vélarinnar bilar og ljóst verður að maga- lendingar er þörf en skotturn- inn er á botni vélarinnar. Það sem er einkum athyglisvert við þessa mynd er að Kevin Costner leikur eitt aðalhlutverkið í henni en hann hefur nú slegið rækilega í gegn í The Untouch- ables. Myndin er mjög mögnuð ffaman aíf en dettur nokkuð nið- ur í endann þar sem lausnin á vandamálinu er ffemur „ódýr“. Önnur myndin, Múmíufaðir, er hreint óborganlegt grín um rugling milli leikara í gervi múmíu og svo raunverulegrar múmíu. Leikarinn þarf að hraða sér á fæðingardeildina þar sem konan hans er að eiga barn og hann hefur ekki tíma til að bregða sér úr gervinu. Þetta leiðir til þess að íbúar í nágrenni upptökustaðarins fara á múmíu- veiðar. í látunum sem fylgja þessu er raskað ró raunveru- legrar múmíu sem síðan kemur á upptökustaðinn og er drifin í myndina. Þetta efhi gerir leik- stjórinn William Dear síðan að pottþéttri grínmynd. Síðasta myndin af þremur fjallar síðan um tvo nemendur strangs kennara sem ákveða að ná sér niðri á kennaranum með svartagaldri en það snýst í hönd- unum á þeim me'ð ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Christopher Lloyd er hreint óborganlegur í hlutverki kenn- arans en hann og leikstjórinn Zemeckis gerðu síðan saman myndina Back to the Future sem naut mikilla vinsælda. Sem sagt, þéir sem á annað borð hafa gaman af vel gerðum kvikmyndum ættu ekki að láta þessa framhjá sér fara. 40 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.