Vikan


Vikan - 26.05.1988, Qupperneq 9

Vikan - 26.05.1988, Qupperneq 9
Hildur Petersen: „Bjartsýnin er mikil hjá okkur (slendingum, gallinn er hins vegar sá, að hér á landi eru alltof margir að gera það sama. . .“ skemmtilegt að geta ráðið því sjálfur hvernig maður vill hafa veitingastað." „Það er nú kannski fyrst og fremst að vera heiðarlegur og sjálfum sér samkvæm- ur í viðskiptum og svo þarf fólk að vera til- búið að leggja töluvert á sig ef vel á að ganga. Ekki skaðar að hafa gaman af því sem verið er að gera,“ sagði Rúna bros- andi. Hún sagði ennfremur að vinnutíminn gæti verið langur en á móti kæmi að mað- ur gæti ráðið honum að nokkru leyti sjálfur. „Það er viss lífsfylling fólgin í því að geta stundað þá vinnu sem maður hefur ánægju af,“ sagði Rúna. Hún taldi að tím- arnir hefðu breyst og viðskiptalíflð tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Hún hóf verslunarstörf í verslun Ragnars Þórðar- sonar sem verslunarstjóri en síðan stofn- aði hún sitt eigið fyrirtæki. „Ég þurfti nátt- úrlega að skapa mér lífsviðurværi og það var ekki alltaf auðvelt að fá vinnu í þá daga. Ég hugsaði því með mér að ef ég gæti unn- ið verslunarstörf fyrir aðra gæti ég unnið þau fyrir sjálfa mig. Svo þróaðist þetta smámsaman og þar kom að ég ákvað í fé- lagi við vinkonu mína að opna verslunina. Við veðsettum báðar íbúðirnar okkar til þess að fá fjármagn. Þetta var auðvitað heilmikil áhætta en allt blessaðist þetta þó,“ sagði Rúna og brosti. Aðspurð kvaðst Rúna hafa lagt sig fram um að hafa vandaða og góða vöru á boð- stólum. Einnig væri mikilvægt, ef vel ætti að ganga, að viðskiptavininum liði vel og treysti fyrirtækinu. „Svo hef ég verið óskaplega heppin með samstarfsfólk, við erum hér eins og ein fjölskylda. Viðskipta- vinir mínir eru mér mjög tryggir og flestir þeirra eru góðir vinir mínir,“ sagði Rúna. „Þarf að beita aðhaldi á öllum sviðum rekstursins“ Kolbrún Jóhannesdóttir, eigandi veit- ingahússins Lækjarbrekku, sagði að sam- keppnin væri gífurleg. „Ég held að veiting- ahúsin séu orðin allt of mörg fyrir okkar litla markað, við erum svo fá. Þegar illa árar hjá fólki þá byrjar það nær undantekn- ingarlaust að skera niður við sig þann munað að fara út að borða og á skemmti- staði," sagði Kolbrún. „Ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera þótt misjafnlega hafi gengið. Áhuginn á veitingarekstri hefur loðað við mig frá unglingsaldri. Ég vann í mörg ár á Hressó og var því búin að mynda mér skoðanir á því hvernig ég vildi að hlutirnir væru gerðir. Það er skemmtilegt að geta ráðið því sjálfur hvernig maður vill hafa veit- ingastað. Númer eitt er að láta viðskipta- vininum líða vel. Ég vil að kúnnarnir mínir séu ánægðir og tek það afskaplega nærri mér ef svo er ekki. Hingað kemur mikið sama fólkið, sérstaklega í hádeginu," sagði Kolbrún og bætti því við að það þyrfti að beita aðhaldi á öllum sviðum rekstursins ef vel ætti að ganga og það þyrftu þeir að hafa í huga sem væru að hugsa um að leggja land undir fót í íslensku viðskipta- iífl. „Helst að karlmenn vilji alltaf vera að ráðleggja manni“ „Það er nú kannski ekki hægt að segja að samkeppnin sé mikil á mínu sviði enda er Fyrirsætan eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi," sagði Anna Björk Eðwalds- dóttir, eigandi Fyrirsætunnar. „Það má segja að mér hafi gengið mjög vel með þetta fyrirtæki. Ég vinn hér ein og vinnudagurinn getur oft á tíðum verið langur. Mér finnst þetta mjög spennandi og skemmtilegt og ég held að þegar fólk er að stofna sitt eigið fyrirtæki þá þurfi það að hafa brennandi áhuga á því sem það er að gera, því oft er ekki mikið upp úr rekstrinum að hafa meðan fyrirtækið er að skipa sér sess. Það er góð tilfinning að vinna fyrir sjáifan sig. Það styrkir sjálfs- ímyndina þegar maður finnur að það sem maður tekur sér fyrir hendur gengur vel.“ Anna Björk sagði að ekki hefði verið tekin mikil áhætta við stofnun fyrirtækis- ins. „Svona fyrirtæki var ekki til áður og við kynntum okkur mjög vel í byrjun, svo hafa viðskiptin verið að aukast stig af stigi. Mér finnst ég aldrei hafa fundið fyrir því að erfitt væri að vera kona í svona starfi. Það er kannski helst að karlmenn vilji allt- af vera að ráðleggja manni og benda á hvað sé réttast að gera, sérstaklega í pen- ingamálum," sagði Anna Björk. „Alltaf nokkur togstreita milli fjármálahliðarinnar og skapandi vinnu“ Sama sögðu þær Anna Ágústsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir hjá auglýsingastof- unni Krass. Þær sögðu að það væri oft eins og konur sættu sig frekar við að fá minna fyrir sinn snúð heldur en karlar. Þær töldu að ef einkafyrirtæki ættu að ganga vel þyrfti að hella sér út í verkefnið af fúllum krafti og passa sig að vera ákveðinn í við- skiptum við aðra. „Við byrjuðum með tvær hendur tómar, nýútskrifaðir auglýsingateikningar, fyrir þremur árum. Við tókum bankalán, leigð- um okkur húsnæði og byrjuðum. Okkur fannst það mjög gefandi að vinna á eigin vegum en auðvitað er þetta mikil vinna, sérstaklega til að byrja með. Starfið er mjög krefjandi og alltaf nokkur togstreita milli fjármálahliðarinnar og skapandi vinn- unnar. Samkeppnin er líka mikil í þessum bransa eins og í öðru. Auglýsingastofurnar eru margar og margir um hituna," sögðu Anna og Guðrún. Þær voru einnig sam- mála um að þeir sem færu út í eigin rekst- ur yrðu að gera sér grein fýrir því að það væri meira bindandi að vera með eigin fyrirtæki heldur en að vinna hjá öðrum. Maður þyrfti alltaf að vera með hugann við reksturinn og þau verkefni sem unnið væri að hverju sinni. „Hér á landi eru alltaf margir að gera það sama.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Hans Petersen hf., sagði hins vegar að hún hefði aldrei fundið fyrir því að það væri eitthvað öðruvísi að vera kona en karl í viðskiptalífinu. Hún lagði áherslu á að til þess að hlutirnir gengju upp þá væri aðal- atriðið að stunda vel sína vinnu og vera vel vakandi yfir ytri aðstæðum. Viðskipta- menn og starfsfólk þyrftu að finna fýrir trausti og hafa alltaf á tilfinningunni að hlutirnir væru gerðir af alvöru. „Það er að mörgu leyti erfitt að reka fyrirtæki á íslandi í dag,“ sagði Hildur. „Hér á landi hefur verið mikið launaskrið en gengið hefur verið stöðugt, þannig að laun hækka mikið en vöruverð stendur í stað. Hlutföllin eru því svolítið skökk gagnvart fyrirtækjunum. Samkeppnin hef- ur einnig aukist mjög rnikið og í dag er miklu flóknara að markaðssetja vöru en áður en að sama skapi skemmtilegra. Bjart- sýnin er mikil í okkur íslendingum, gallinn er hins vegar sá að hér á landi eru allt of margir að gera það sama. Á síðasta áratug voru nokkur fyrirtæki sem fengust við framköllun en nú eru þau á milli þrjátíu og fjörtíu," sagði Hildur og tók því í sama streng og hinar, þ.e.a.s. allir virðast vera að gera það sama, ef einum gengur vel með eitthvað þá fylgja allir á eftir. „Ef vel á að ganga verður maður að vera hugmyndaríkur og tilbúinn til að leggja hart að sér og svo verður maður líka að hafa gaman af því sem maður er að gera,“ sagði Hildur að lokum og við leyfúm henni að eiga síðasta orðið. VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.